Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1939, Síða 4
28
LESBÓK M0KGUNBLAÐ8INS
þegar kemur til þess að skýra og
greiða úr deilumálum um tekjur
presta, afgjöld jarða, kúgildi,
ítök o. fl., eða að endurskoða
skýrslur frá próföstum, messu-
skýrslur, fermingarskýrslur.
manntöl o. þessh. En þegar frá
leið kom jeg vinnu þessari í á
kveðið kerfi, svo hún varð mjer
auðveldari.
Vígslur og
vísitasíur,
— Hve margir eru prestar og
hve margar kirkjur á landinu?
— Á mínurn biskupsárum hafa
prestarnir verið frá 104—115, og
eru nú 106. Af þeim hefi jeg vígt
75. Kirkjur voru 270 er jeg tók
við embættinu, og eru nú 276. En
tvo presta hafa vígslubisk-
upar vígt síðan 1916. Sr. Geir
Sæmundsson vígslubiskup vígði
sr. Svein Yíking, en sr. Hálfdán
Guðjónsson vígslubiskup vígði sr
Guðmund Benediktsson að Barði
í Fljótum. En auk þess hefi jeg
vígt fjóra vígslubiskupa, sr. Sig-
urð Sivertsen og sr .Bjarna Jóns-
son fyrir Skálholtsstifti, og sr.
Hálfdán Guðjónsson og sr. Frjð-
rik Rafnar að Hólum.
Þá hefir það farið mjög í vöxt
hin síðari ár, að söfnuðir hafa
óskað þess, að jeg vígði rtýjar
kirkjur. Hefi jeg alls vígt 16.
Hefir fólk lagt mikla áherslu á
það, altaf komið míigur og marg-
menni til þess að vera við kirkju-
vígslurnar. Samkvæmt „ritualinu“
á biskup að vígja nýjar kirkjur.
t kaþólskum sið var þetta föst
venja.
— Þjer hafið vísiterað allar
kirkjur landsins?
— Svo má það heita. Jeg hefi
vísiterað allar, að undanteknum
5. Þetta gerði jeg á árunum 1917
—1929. Kirkjurnar sem útundan
urðu eru þessar: í Furufirði á
Ströndum, að Þönglabakka í Þor-
geirsfirði. Það kom til af því, að
Leirdalsheiðin var ófær, þegar
jeg var á ferð þar norður frá,
og það enda þótt þetta væri um
mitt sumar. Að Ásmundarstöðum
á Sljettu kom jeg ekki, vegna
þess að sú sókn var að verjast
veikindafaraldri, er jeg var þar
á ferð, og báðust menn undan því
að umferðabanni yrði afljett. Á
Húsavík í Norður-Múlasýslu
komst jeg ekki heldur. Og að
Möðrudal á Fjöllum fyrirfanst
engin kirkjan.
Alls prjedikaði jeg á vísitasiu-
ferðum mínum í 220 kirkjum. Og
einu sinni prjedikaði jeg 20 sinn-
um á 19 dögum. Það var í Húna-
vatnssýslu. Menn kunna að lialda
eftir á, að vegabætur og bílar
hafi ljett undir ferðalag mitt. En
þegar þess er gætt, að eiginlegar
„j-firreiðir“ voru úti árið 1929, er
auðsætt að jeg hefi farið tiltölu-
lega lítið í bílum. Það var í Ár-
nessýslunni aðallega, sem jeg fór
með bíl, enda vísiteraði jeg þar
einna síðast.
Hin frábæra
ffestrisni.
— Það hefir sennilega gerst
margt sögulegt í vísitasíuferðum
yðar 1
— Jeg get bæði svarað því ját-
andi og neitandi. Það útaf fyrir
sig er sögulegt, að koma í svo að
segja allar kirkjusóknir á þessu
landi. En ef jeg á að lýsa þess-
um ferðum í einu orði, þá má
segja að þær hafi verið fyrir-
taks skemtilegar. Ekki get jeg
hugsað mjer elskulegri við-
tökur en þær, sem jeg fjekk
um land alt, jafnt á prest-
setrum sem annarsstaðar. Áður en
jeg lagði upp í ferðir þessar, hjelt
jeg að jeg vissi hvað íslensk gest-
risni væri. En jeg vissi það ekki
til fulls fyr en jeg reyndi ]® ð
sjálfur, hve fallegur þáttur
hún er í íslensku þjóðlífi.
Jeg minnist þess til dæmis á
bæ einum á Vesturlandi. Jeg hafði
verið þar í sólarhring með skrif
ara og fylgdarmann og 7 hesta.
Er jeg spurði húsfrevjuna —
bóndinn var ekki heima—- hvað
jeg mætti borga fyrir greiðann,
komst hún þannig að orði: „Hing-
að koma gestir á hverjum degi
að kalla allan ársins hring. Veit
jeg ekki til þess, að nokkurntíma
hafi verið tekin af þeim borgun.
Það sæti illa á mjer^að byrja að
taka borgun af biskupnum yfir
íslandi".
Erfiðast var það í vísitasíunum
að fá ungdóminn til að koma.
\ríða voru unglingarnir smeykir
við að láta biskup spyrja sig.
Eitt sinn er jeg í vísitasíu bað
unglingana að koma upp að alt-
arinu, komu þar m. a. tveir full-
orðnir karlmenn. Jeg ljet það gott
heita og spurði þá. Þeir stóðu sig
ágætlega.
Það gat ekki farið hjá því, að
jeg yrði dálítið útásetningarsam-
ur sumstaðar. Og jeg geri ráð
fvrir því, að margar aðfinslur
mínar hafi gleymst þegar jeg var
farinn. En ýmislegt var líka lag-
fært, þegar von var á því að bisk-
upinn kætni. Víða var þó ekki
viljaleysi um að kenna, þó eitt
og annað væri ekki lagfært, er
viðkom kirkjunum, lieldur því,
að eigi var fje fyrir hendi. Yfir-
leitt verð jeg að segja, að viðhald
kirknanna væri víðast sæmilegt,
og sumstaðar ágætt. En hirðing
er allvíða hörmuleg á kirkjugörð-
unum.
Á prestsetrunum hefir orðið
mikil breyting á síðustu árum. Á
einum sex prestsetrum á landinu
eru enn torfbæir. Er það á Val-
þjófsstað, Hálsi í Fnjóskadal, á
Miklabæ í Blönduhlíð, að Glaum-
bæ, Kvennabrekku og Hraun-
gerði. Á 48 prestsetrum eru stein-
steypuhús, en timburhús á 39. Þó
vantar enn prestsíbúðir fyrir 8
presta (að meðtöldum Reykjavík-
urprestunum tveimur).
Mikið reikningshald fylgir
biskupsembættinu, því sjóðir þeir,
sem biskup hefir í sínum vörsl-
um, nema . samtals um % miljón
króna. Er kirkjusjóður mestur
þeirra sjóða, nemur kr. 406.000.
Utanfarir.
En svo eigum við eftir að minn-
ast é utanfarirnar. Síðan árið
1914 hefi jeg farið 12 sinnum til
útlanda. Það ár fór jeg til Vest-
urheims og heimsótti íslensku
söfnuðina marga. Fjekk jeg þar
nokkur kynni af starfi íslenskra
presta vestra og get jeg ekki ann-
að en dáðst að því mikla starfi,
sem vestanprestarnir inna af
hendi í dreifbýlinu vegua
kristnihalds landa sinna, og mjer
ínun óhætt að bæta við, fórn-
fýsi safnaðanna vestra. Að vísu
kyntist jeg þá aðallega söfnuð-