Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1939, Page 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS . 29
Á 400 ára minningu siðbótarinnar í Dann?örku. Skrúðganga bisk-
upa og presta til Frúarkirkju. í skrúðgöngunni tóku þátt um 700
manns. Fremstir í fylkingunni gengu dr. Jón Helgason íslands-
biskup og Sjálandsbiskup.
um, er fylgdu hinni frjálslyndari
stefnu, en jeg efa ekki, að alt hið
sama megi segja um presta og
söfnuði Kirkjuf jelagsins.
Arið 1916 fór jeg til Danmerk-
ur og hjelt þar fýrirlestra á há-
skólanámskeiði, sem haldið var
fyrir lýðskólakennara. Námskeið
þetta var haldið á Dalum. Fyrir-
lestrar þessir urðu undirstaðan
að riti mínu „Fra Islands Dæm-
ringstid“, sem út kom 1918.
Árið 1919 hjelt jeg 6 fyrirlestra
í Háskólanum í Höfn við góða
aðsókn, um kristnisögu íslands.
Urðu þeir upphafið að því, að jeg
samdi bókina „Islands Kirke“. I
sömu ferð var mjer boðið að
halda fyrirlestur við háskólann í
Uppsölum. Þar flutti jeg fyrir-
lestur, sem síðan var gefinn út á
sænsku og hjet Jslands Kyrka och
dess Stállning i Kristenheten“. Þá
var jeg gestur Nathan Söder-
bloms erkibiskups. Viðkynningin
við það mikilmenni varð mjer ó-
glevmanleg.
Árið 1923 hjelt jeg tvo fyrir-
lestra við háskólann í Osló og ár-
ið 1924 hjelt jeg fvrirlestur í
háskólanum í Lundi og 3 ámm
síðar í Gautaborg. Hafði jeg þá
haldið fyrirlestra við alla háskóla
á Norðurlöndum, nema í Stokk-
hólmi.
Þrisvar sinnurn hefi jeg notið
þeirrar ánægju að sækja biskupa-
fundi, í Danmörku 1924, í Noregi
1927 og á Finnlandi 1933. Bisk-
upafundinn í Svíþjóð 1930 gat
jeg ekki sótt vegna alþingishátíð-
arinnar hjer heima. En skemti-
legri fundi en þessa biskupafundi
hefi jeg enga sótt nje uppbyggi-
legri fyrir mann í biskupsstöðu.
Og ógleymanleg er mjer sú alúð
og það vinarþel, sem jeg hefi
mætt af hálfu embættisbræðra
minna innan Nopðurlanda-kirkn-
anna fjögra.
Sumarið 1929 sat jeg alþjóða-
fund evangeliskra kirkna í Khöfn
og 4 árum síðar annan í París.
Þar var jeg viðstaddur, er vígð-
ur var sænskur sjómannaprestur
frá Hull. í veislu, er jeg sat á
eftir vígslunni, var jeg kyntur
konu hins nývígða prests. Varð
jeg forviða, er hún ávarpaði mig á
íslensku. Það kom þá upp úr kaf-
inu, að hún var bóndadóttir vest-
an úr Önundarfirði.
Vinnugleði.
— En hvernig hafið þjer feng-
ið tíma til allra ritstarfanna,
með biskupsembættinu, skrifstofu-
störfunum, vísitasíunum og öðr-
um ferðalögum utanlands og inn-
an?
— Það er ákaflega einfaldur
hlutur. Jeg hefi notað ritstörfin
til þess að hvíla mig frá öðrum
störfum. Frá barnæsku vandist
jeg við að sjá föður minn sístarf-
andi. Og ungum kendi hann mjer
sálmshendingarnar „ónotuð stund
leið allmörg hjá, sem engum fram-
ar gagna má“. Vinnugleði föður
míns erfði jeg sem betur fór, og
henni — ásamt heimili mínu — á
jeg að þakka flestár ánægjustund-
ir lífs rníns.
— Hvaða rit yðar hafið þjer
haft mesta ánægju af að semja?
— Auk „Kristnisögu Islands“
má jeg þar telja prjedikanasafn
mitt „Kristur vort líf“ og æfi-
sagnfræðarit eins og Æfisögu Jóns
Eiríkssonar, er jeg ritaði á
dönsku, æfiminningu föður míns
(í Prestafjelagsritinu), Meistara
Hálfdán, Hannes Finnsson, og nú
síðast Æfisögu sr. Jóns Halldórs-
sonar, sem kemur fyrir almennings
sjónir í sumar.
Svo hefi jeg hjer fullskrifaða
eina æfisÖgu í viðbót, segir bisk-
up, og rjettir mjer tvö þykk bindi
af handriti. Það er æfisaga Tóm-
asar Sæmundssonar.
— Höfum við þá minst á öll
aðalatriðin í starfi yðar, síðan
þjer komuð heim fyrir 45 árumV
— Nei, svo er ekki. Því þó
það hafi verið mikið skemtilegt
og ánægjulegt það, sem jeg Ifefi
talið upp, þá minnist jeg þess
æfinlega, að ekkert starf hefir
haft eins mikla þýðingu fyrir mig
andlega og prjedikunarstarfið. t
14 ái' prjedikaði jeg launalaust
hjer í dómkirkjunni annan hvorn
sunnudag frá því um haustið 1894
þangað til um sumarið 1908. Því
þó starf mitt hafi mest verið
kensla, ritstörf og biskupsstörf,
þá var það frá upphafi mín ein-
lægasta ósk að starfa sem prest-
ur — sem prjedikari. Og því
starfi mínu, og hvernig því var
tekið hjer í söfrmðinum, á jeg
mikið að þakka.
★
■ Við hættum talinu um hin
margvíslegu alvarlegu störf dr.
Jóns Helgasonar biskups, og tók-
um upp ljettara hjal.
Við virðum fyrir okk-
ur gamlar Reykjavíkurmyndir
eftir þenna 100% Reykvíking, sem
þekkir deili á hverjum nefndar-
Framh. á bls. 31.