Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1939, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1939, Qupperneq 6
30 LESBÖK MORGIJNBLAÐSINS Utilegumenn í Henglinum og endalok þeirra. Eftir Þórð Sigurðsson, Tannastöðum. Iannálum er þess getið, að úti- leguþjófar hjeldu til í Henglafjöllum. Ekki er þó tekið til hvar í fjöllunum þeir hafi ver- ið, en vfirleitt er afrjettur Grafningsmanna og Ölfusinga nefndur Henglafjöll í fyrri tíð- ar ritum. Þeirra er getið tvisvar að mig minnir, og liafa að lík- indum verið 'ioftar, þó það sje ekki í frásögur fært. I Nesjum i Grafningi höfðu þeir einu sinni vetursetu sína, en voru teknir og þeim refsað. ★ egar jeg var unglingur heyrði jeg sagt frá því, að útilegumenn hefðu verið í Hengl- inum; þeir hefðu haldið til í stór- um helli og engin leið hefði ver- ið að komast að þeim. Sagt var, að þeir hefðu komið sunnan úr Höfnum og væru þeir skipshöfn, sem hefði gert tinhver níðings- verk, en aldrei heyrði jeg hver þau hefðu átt að Arera. Tóku þeir sjer nú stöðu í þess- um helli og höfðust þar við, sum- ir sögðu í tvö ár, en aðrir aðeins eitt sumar, en hvort sannara er verður ekki vitað. Og ekki vissu menn heldur, hve margir þeir vcfru — jafnvel 6 eða 7, og tvær hlutakonur voru með þeim, að því er sagt var, og eru ef til vill líkur fyrir því. Þeir höfðu með sjer langan kaðal eða stjórafæri og drógu konurnar upp í hellirinn og föng sín jafnóðum og þeir öfluðu þeirra, en það var mest sauðfje Ölfusinga og Grafningsmanna. Nú þótti sveitamönnum hart á barið að verða að þola slíka ó- hæfu, en fengu ekki að gert um sinn. Er frá leið þá gerðu þeir ráð sitt og tóku sig saman eitt haust litlu fvrir fjallreið og lögð ust í leyni margir saman úr báð- um sveitum, Ölfusi og Grafningi — sem að vísu var þá sama þing- sóknin — og biðu þess að hellis- búar færu úr hellinum í smala- túr og ætluðu þeim svo stundirn- ar og var þess skamt að bíða. Fóru nú allir úr hellinum, en sveitamenn skipuðu sjer sem fljótast fyrir hellisbergið að neð- an og komu hellismenn innan skamms með fjárhóp. En nú var ekki greitt aðgöngu og enginn vegur að ná hellinum. Sveitamenn veittu strax svo harða aðsókn, að hinir hjeldust ekki við, enda var liðsmunur ákaflegur, því sveita- menn höfðu verið milli 50 og 60. Fjárrekstur útilegumanna tvístr- aðist brátt, enda gáfu menn þá engan gaum að fjenu. Hellismenn tóku nú iað flýja, hver sem best mátti, en sveita- menn eltu þá af hinum mesta á- kafa og mest þeir, sem fótfráast- ir fvoru. Allir komust hellismenn nokkuð langt undan og vestan í Henglinum urðu mestar eltingar. Þar eru melar og skriður, segja kunnugir menn; eru þar kölluð „Þjófahlaupin" enn í dag sem örnefni síðan. Allir voru hellis- menn drepnir, ýmist vestan í Henglinum eða niður á Mosfells- heiði, því undan hlupu þeir slíku ofurefli meðan þeir gátu uppi staðið sökum mæði. Nú voru hellismenn allir unn- ir, en fylgiskonur þeirra voru enn í jhellinum. Þær höfðu veitt hart viðnám, og svo er haft eftir þeim mönnum, sem í atförinni voru, að svo ilt sem hefði Verið að sigra jhellisbúa, þá hefði þó hálfu verra verið að vinna fylgi- konur þeirra. En samt að lokum urðu þær teknar og fluttar burtu, og er ekki ,getíð að þær sýndu neinn mótþróa eftir að þær komu undir annara manna hendur. ★ ón hjet maður, sem kallaður var „yddú“, Jónsson ins harða í Ossabæ, Sigurðssonar Þorkels- sonar Jónssonar. Jón var fæddur 1777. Hann var hverjum manni flínkari, ófyrir- leitinn og harðfengur í meira lagi, nokkuð ertinn og kappsfull- ur, starfsmaður mikill og þrek- maður hinn mesti. Ekki fara sög- ur af honum í æsku. Hefir hann líklega alist upp hjá foreldrura sínum. Þegar hann var um tvítugs- aldur var hann vinnumaður í Reykjakoti. Þá_ var það eitt sinn í fjallgöngum, að Jón kleif upp í þennan umtalaða liellir útilegu- mannanna. Ekki getur þess, að Jón fyndi þar neitt merkilegt. En öskuleifar litlar voru í einum stað útan við hellisopið, enda hef ir alt verið tekið burt þaðan, hafi nokkuð verið að taka, þegar út.i legumenn voru unnir. Nú var Jón í hellinum og hafði tvisvar gert tilraun að komast niður, en hikað við. Sá Jón nú, að ekki dugði að vera þar til lengd- ar og rjeð því til enn að nýju og komst með naumindum alla leið niður fyrir hellisbergið og ómeidd ur að öllu leyti. Hafði hann svo sagt, að ekki mundi hann leggja upp í aðra för í þann hellir. Hefir þetta verið kringum aldamótin 1800, eftir því sem næst verður komist, og vita menn hjer ekki til að síðan hafi neinn maður far- ið upp í þennan hellir. Það er og haft eftir Jóni „yddú“, að þegar útilegumennirn- ir komu með fjárhópinn, að þá hafi sveitamenn skipað sjer alt í kring og slegið hring um þá, en þó sluppu þeir allir til að byrja með, og byrjuðu þá strax elting- ar. Það hafði og verið mestur tálmi hjá hellismönnum, að þeir voru illa skóaðir, en sveitamenn betur búnir til handa og fóta, og mest höfðu hellismenn fallið fyrir grjótkasti og bareflum, er hinir höfðu, en eiginleg vopn voru fá eða engin. Sögu þessa hafði Jón „yddú“ eftir Jóni harða föður sínum og Sigurði Þorkelssyni afa sínum, en Jón „yddú‘‘ sagði aftur Há- varði gamla Andrjessyni, en þeir voru samtíða á Völlum meir en 20 ár, en Hávarður sagði oft göml-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.