Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1939, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1939, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31 um karli, sem enn er á lífi. Jón „yddú“ var hrekkjóttur í upp- vexti, en svo fimur, að til þess var tekið. Hann var og ágætur vinnumaður til hvers er taka þurfti, og eru fáeinar smásagnir til um hann. ★ lafur hjet maður Sigurðs- son. Hann bjó í Húsagarði á Landi, ókvæntur var hann og átti ábýlisjörð sína. Hann var að langfeðgatali kominn frá Torfa í Klofa og Lofti ríka (fæddur ná- lægt 1848). Fremur var hann lít- ill vexti og ekki mjög efnilegur, tileygður og nærsýnn, hagorður vel og fróður um margt, glettinn og gamansamur og ágætur í við- kynningu. Ólafur var vermaður í Þorlákshöfn í margar vertíðir og þótti allgóður háseti. Hann sagði þeim, er þetta skrifar, svo frá — þeir voru lagsmenn 1894 og 1895: Að í Dalseli undir Eyjafjöllum hefði verið kerling ein, sem Yil- borg hjet. Hún hefði dáið um 1800 og verið þá talin 100 ára, hefir eftir því verið fædd um 1700, líklega þó nokkuð seinna. Hún hefði vérið fædd í hellinum í Henglinum (Skeggjanum) og verið dóttir einhvers af útilegu- mönnum þeim, sem getið hefir verið. Hún hafði venð mjög undarleg í skapi, vildi aldrei um útilegu- menn tala, giftist ekki og átti aldrei barn. Þegar húsmóðir henn ar Ó1 börn sín, var kerling jafn- an hin reiðasta og kvað maklegt þó húsmóðirin fengi að kenna á sínum hlut, því þetta væru sjálf- skaparvíti, og verða þar að auki að stríða við þessa óþægu krakka í viðbót og hafa aldrei næði til nokkurs hlutar. ' Ólafur trúði þessu um kerlingu og kvaðst hafa þetta eftir þeim mönnum, er vel inundu hana, en hvort þar hefir verið rjett sagt frá í alla staði, skal hjer ósagt látið. Hefi jeg svo engu við að bæta Um hellirinn, því jeg hefi aldrei orðið svo frægur að skoða hann, því til þess þarf að gera sjer sjerstaka ferð, ef vel ætti að vera. En sjálfsagt hefir liellir þessi ver- ið notaður oftar sem nokkurskon- ar þrautalending í vaiidræðum, þegar stór hegning eða líflát lá við smávægilegum afbrotum. Þ. S. . Það er gaman að vera biskup. Framh. af bls. 29. manni, sem í Reykjavík hefir ver- ið alt frá dögum Skúla fógeta og fram að síðustu aldamótum. En að því kom, að Reykjavík yrði svo mannmörg, að Jón Helgason gat ekki þekt hjer hvefn mann. Og ekki höfum við minst á alt það, sem hann hefir skrifað um Reykjavík fvr og síðar. — Og hjer hafið þjer þykkar teiknibækur með myndurn. — Það eru kirkjur landsins. Jeg gaf mjer altaf tíma til þess, hvar sem jeg kom, að teikna mynd af kirkjunni. Þetta tókst svo vel, vegna þess m. a. hve framúrskarandi heppinn með veð- ur jeg var altaf á vísitasíuferðum mínum. Þá kvaddi jeg biskupinn og fór. En þegar jeg gekk norður Tjarnargötuna var jeg að velta því fyrir mjer, að þarna hefði hann í einni setningu sagt mest um sjálfan sig og alt sitt starf. Því hvernig í lifandi ósköpum er hægt að ferðast á he'stbaki í allar kirkjusóknir á Islandi — og segja að afloknu því einstæða ferðalagi, að maður hafi alla tíð veijið svo einstaklega lieppinn með ferðaveðrið. Sá maður, sem lítur svo björtum augum á tilver- una, hann á áreiðanlega ótæm- andi sólskin í sjálfum sjer. Skyldi það ekki vera sú birta, það sólskin, sem hefir gefið þess- unr manni þrek og dug til þess að afkasta meðalmannsverki og vel það í frístundum sínum, til þess að „hvíla sig frá störfum" upp á þann sjerkennilega hátt, að vinna erfiðari og vandasamari verk. V. St. Skák nr. 51. AVRO Skakþingið. Franski leikurinn. Hvítt: R. Fine. Svart: J. R. Capablanca. 1. e4, e6; 2. d4, d5; 3. Re3, Bb4; 4. e5, c5; 5. Bd2, cxd; 6. Rb5, BxB+; 7. DxB, Rc6; 8. Rf3, f6; 9. Df4!, Rh6; 10. Rd6+, Kf8; 11. Bb5 !, Rf7; (Ef 11....Rxp?; þá 12. RxR, og ef DxR; þá 13. Rg6+ og hvítt vinnur drotning- una) 12. RxR, KxR; 13. BxR, pxB; 14. pxp, pxp; (Betra en Dxp, vegna 15. Dc7+, og síðar Dxc6) 15. Re5+, (Hvítt nær nú peðinu sínu aftur og öðru peði að auki. Auk þess á hvítt drotningu og riddara á móti drotningu og biskup, sem er talið betra) 15. .... Kg7; 16. Dg3+, Kf8; 17. Rxp, D7d; (Rangt væri að reyna að valda peðið. Ef t. d. 17 .... Db6; þá 18. Dd6+, Kg7; 19. h4!, (Ógnar 20. De7+ og 21. h5+, eða 20. Hh3 og 21. Hg3+, sern er hvortveggja eyðileggjandi fyrir svart) 18. Rxd4, e5; 19. Rb3, Df5; (Svart á peði minna og slæma kongsstöðu, en hinsvegar sterk miðpeð) 20. Dd3, d4; 21. 0—0, Ilg8; 22. f4, (Ekki gott. 22. DxD, BxD; 23. f4, hefði að lík- indum nægt til vinnings) þá Hag8) 26. Rc5, Bxg2!!; 27. HxB, Hag8!; (Capablanca berst eins og ljón. Ef 28. Hxll, þá DxH; 29. Khl, Df3+!) 28. He2!, pxp; 29. Rb7!, Dd5; 30. IIxH. HxII+; 31. IIg2, HxII+; 32. DxH, f3; 33. Dh3, Dg5+; 34. Dg3, Dcl+; 35. Kf2, De3+; jafntefli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.