Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1939, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1939, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSIÍÍS 58 ferðalaga sinna. Hann hlóð svo miklu í snekkju sína sem hægt var af þessum görótta gleymsk- unnar di kk frá Suóurlöndnm I mjúku lieyi bjó liann um slípað gler og fínar vínsíur, áður en hann hvarf heimleiðis frá Neapel eða Lucca, þar sem hann máske keypti líka lítið silkiklæði til þess að milda geð húsfreyju með, er lieim kom. Og nú var ha_gt að byrja hið sótsvarta vetrarlíf. Utan gátta var margt óhreint á seiði er dimma tók. A gluggum og í gættum sá- ust afskræmd andlit, en kringum forna hauga hevrðist ilskuskvald- ur afturgenginna forfeðra. Svo ei var að undra þó menn þyrftu að drekka í sig kjark og glað- værð. Það snarkaði í eldinum á sótugum hlóðunum og reykurinn í ljórauum kæfði stjörnuskinið. Nú koinu þrælarnir inn með borð og konur með freyðapdi öl- kollur og drvkkjarhorn. Skála- súlurnar voru brúnar neðan til af fitugum fingrum, en svartar ofar af sóti. Á þeim hjengu vopn víkinganna, sverð, spjót og skild- ir, ef til vill líka sporar og beisli, ef reiðtygi þessi voru svo skraut- leg, að ástæða væri til að trana þeim fram fyrir sjónir manna. Húsbóndinn sjálfur hafði skift um föt áður en sest var undir borð, og kom nxi íklæddur nýjasta tískufatnaði frá London eða Par- ís, áður en hann breiddi úr sjer í öndveginu. En hamingjan má vita, hvernig hann liefir komist yfir þann skartklæðnað. Ondveg- ið var fvrir miðjum vegg, svo hann gat haft gott yfirlit yfir alla, sem í skálanum voru, er nú bekkjuðu sig meðfram báðum veggjum og sneru sjer allir til öndvegisins. Konur gengu einn hring í kring um eldana með ölið áður en það var framreitt. Því eldstæðið var einskonar altari héimilisins. Síðan hófst drykkjan. Engan veginn samkoma fvrir Ivan Bratt, npma ef vera kynni hjá Erlingi gamla Skjálgssyr.i, því hann var, eftir því sem sagan hermir, sá fyrsti er setti á stofn vínskömt- un. Sagt er að hjá honum hafi drj'kkur verið afskamtaður við dagverðinn, en við kvöldverð var „drukkið ómælt“. Annars var þetta yfirleitt ó- skaplegur drykkjuskapur. Menn gátu, án þess að rýrna í áliti, sigið niður í hálminn á gólfinu og hrotið í sig krafta til nýrra átaka í drykkjuskapnum. Stór- menni, kouungar, hetjur eða skáld drukku eins mikið og hinir, án l>ess þeir ljetu það á sjer sjá, og helmingi meira ef því var að skifta. Færi það svo, að mjöður- inn losaði um einhverjar duldar hvatir hjá þessum inönnum, svo þeir fengju löngun til þess að abbast upp á húsráðanda eða gesti, þá gekk hann liægt og ró- lega til mannsins og spjó öllum þeim sæta miði, er liann hafði í sig látið, yfir sökudólginn. Þetta þótti óiiæfa í veislum smámenna. En meðal víkinga og herskárra manna gátu slíkir at- burðir leitt til þess, að blikandi sverð voru dregin úr sliði’um og blóðið spýttist úr djúpum sárum, en af þessu leiddi aftur endur- teknar hefndir og herferðir meðal þeirra, sem eftir lifðu. Vitaskuld máttu menn ekki sitja og drekka eins og þeim sýndist og útaf fyrir sig. Þá eins og nii voru strangar reglur um drykkjusiði. Eins og Bretar drekka sína fyrstu skál fvrir „IIis ilajesty The King“, eins tæmdu víkingar kvöldsins fyrsta drykkjarhorn fytir minni Óðins, eða þeir gerðu Þórsmerki yfir hinu freyðandi fulli. Á miðöldum eftir kristnitöku var því snúið þannig, að fyxsta fullið var drukkið fyrir Heilagri þrenning og Jómfrú Maríu, eða öðrum dýrlingi. Og það stafar frá þess- um hátíðlegu drykkjusiðum, að menn enn í dag upplyfta augum sínum í lotningu og með fjálg- leik, þegar þeír drekka einhverj- um til, eíns og þeir hefðu með höndum helga dóma, þó það sje ekki annað en gamalt Burgund- arvín, og alls ekki sje verið að drekka full Óðins eða Þórs, held- ur frú Petrínu frá Reiðvallar- götu. Þáttur skáldánna í veislunum var meiri þá, en hann er nú. Manni virðist lielst, að blessuð fornskáldin hafi verið málsnjallir lækifærisræðumenn, en um leið takmarkalausar smjaðurtungur og skrumarar. Þarna sat hinn gild- vaxni húsbóndi í öndvegi og horfði þrútnum augum á skáld- in, er þau bunuðu xir sjer hinu auðmjúkasta lofi og smjaðri um vopnaviðskifti hans, herbrögð og karlmensku. Það cr engu líkara en skáld þessi hafi fengið kunnáttu sína í kvæðagerð á skáldaskólum, þar sem þau hafa lært forða orða og hendinga til að hafa á bak við eyrað við hátíðleg tækifæri. Það úir og grúir í kvæðum þeirra af söniu hendingum og kenning- um. Manni getur virst sem vínið hafi deyft tilfinning þeirra fyrir braglist og rínii. En þeir rímuðu ekki eins og nú tíðkast, enda höfðu þeir annað til þess að vekja aðdáun hlustenda sinna, kenningarnar. E;i í þeim finnum við enn á ný tillíkingu við nú- tímann: Hjer eru nokkur dæmi: Hrannarhestur (skip). Hattar- laud (höfuð). Yargafæðir (mað- ur). Gunnlogi (sverð). Hamðis- skyrta (brvnja). Landagjörð (sjór). Ilrostabrim (mjöður). Óðinsmjöður (skáldskapur). Mjer er spurn. Svipar þessu ekki til krossgátulausnanna nú á dögum? I veislum víkinganna hefðu krossgátur dagblaðanna vafalaust orðið mikið umtalsefni. Öl, mjöður, vín meðal efnaðra manna, og skáldskapurinn. Það var þetta, sem setti svip á veisl- urnar. En kímnisögur og mont manna kom í ofanálag. Þeir sögðu frá æfintýrum sumarsins suður í lönduni, það krumfengnum, að konur roðnuðu og heltu í þá mið- inum, til þess þær fengju að heyra um alt sem þeir hefðu að hafst þar syðra. Þeir gortuðu lí7 óspart af ætt sinni og auðleg bardögum sínum og börnum. Líttu á sverðið að tarna. .Te>p sneri það úr hendinni á bónda- durg, er fjell á vígvellinum í Sax- landi. Sjerðu á því skrautið, lasm? Ilvernig líst þjer á? Eða spennuna þá arna austan úr Garðaríki. Gimsteinar í gvltu silfrþ Slíkt sjest ekki á hverju strái. .Teg ætla að gefa kerling- unni minni hana. Eða þetta beisli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.