Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1939, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1939, Blaðsíða 4
84 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FRJOSEMI SJAVAR VIÐ ÍSLANDSSTRENDUR- ■N Þar sem svifið dafnar - frumskilyrði sjávarlífs. Frásöga dr. Finns Guðmundssonar í þessari stuttu frásögn lýs- ir dr. Finnur Guðmundsson því, hvers vegna svifþörung- arnir hafa sjerstaklega góð lífsskilyrði í sjónum hjer við land. En þeir eru undirstaða alls sjávarlífs, og þeim er því auðlegð fiskimiðanna fyrst og fremst að þakka. | björtum vinnustofum Atvinnu- ■ deildarinnar vinnur hinn ungi vísindamaður dr. Finnur Guð- mundsson, sonur Guðmuudar Bárð arsonar, að rannsóknum sínum. Hann hefir tekið sjer fyrir hend- ur að rannsaka svifið í sjónum, m. a. smáþörungana, sem eru und- irstaðan að öllu sjávarlífi, eins og hinn græni jarðargróður er und- irstaða alls lífs á löndum jarðar. Hjer um daginn hafði' jeg tal af Finni og spurði hann dálítið um J>etta mikla og merkilega verkefni hans. En sú stutta lýs- ing sem hann gaf injer á svifinu og lífsskilyrðum þess gefur eink- ar glögga skýringu á því hvaða skilyrði það eru hjer við strend- ur Islands, sem eru sjávarlífi hentug og eru undirstaða að auð- legð fiskimiðanna hjer við land. Dr. Finnur komst að orði á þessa leið: Þó svifið hafi verið talsvert rannsakað hjer við land, hafa þær rannsóknir verið mjög á dreifingi. Svif hefir t. d. aldrei verið tekið á sömu slóðum á öllum tímum árs, svo hægt væri nákvæmlega að fylgjast með breytingum þess eft- ir árstíðum. En þegar jeg tala um svif, þá á jeg aðallega við smáþörunga þá, sem lifa í sjónum, og eru þar frumstig alls lífs, ef svo mætti að orði komast. Annars er svif kall- að alt það áem lifir í sjó, bæði dýr og plöntur, sem er svo lítið, að það berst með straumum. Dr. Jinnur Guðmundsson. Smávaxinn gróður. Þýðingarmesti þörungaflokkur- inn við strendur íslands eru hinir svonefndu kísilþörungar. Þeir eru örsmáir og eru á lægstu tilveru- stigum jarðlífs, hvað þroska snert- ir, einsellungar, sem æxlast við skifting. Þeir eru þetta 6—60 „mý“ á stærð, en eitt „mý“ er, sem kunnugt er, þúsundasti hluti úr millimeter. Þegar þessir ein- sellungar æxlast með því að skifta sjer, þá hanga sellurnar oft sam- an í nokkuð löngum röðum, þó hver sella sje sjálfstæð lífvera. Eu við þessa skifting eða kyn- lausu æxlun verða sellurnar smátt og smátt minni, uns þær alt í einu taka sig til og renna saman tvær og tvær, og mynda þannig stóra sellu, er verður formóðir að nýjum ættlegg er æxlast ókynjað og myndar röð eða selluband, sem hangir saman, uns það aftur leys- ist upp þegar kynæxlun fer fram næst, og þannig koll af kolli. Fjölmargir þörungar æxlast þó eingöngu kynlaust. Blaðgrænan í sjónum. Það merkilegasta við þessa ó- fullkomnu þörunga er, að þeir hafa blaðgræuu, eins og gróður jarðar. En blaðgrænan í þessum þörungum hefir vitanlega þann sama eiginleika sem annarsstaðar, að með henni geta þörungarnir bygt upp lífræn efnasambönd (kolefnasambönd) úr kolsýru sjáv arins. Þess vegna verða þessir örsrnáu svifþörungar að þeirri undirstöðu sjávarlífs, sem þeir eru. Þeir eru næring smárra dýra — svifdýra, sem síðan eru næring stærri dýra, og þannig koll af kolli, í mis- munandi mögum stigum, uns kom- ið er til nytjafiskanna. En þar liefir síldin þá sjerstöðu, að „milli- liðurinn" milli hennar og svifþör- unganna er ekki nema einn, og það eru krabbaflærnar svonefndu. og er „rauðátan" sú tegund krabbaflóa, sem hefir mesta þýð- ingu sem síldaráta. Krabbaflæru- ar eru svo litlar að. þær lifa bein- línis á þessum örsmáu svifþörung- um. Þeir mynda haglendi síldar- átunnar. En eftir síldarátunni fara síldargöngur og síldveiði. Svif- þörungarnir hljóta því óbeinlínis að hafa áhrif á síldarmagn og síldargöngur, enda þótt oft sje erfitt að rekja Sambandið' þar á milli. Milli svifþörunga og annara nytjafiska eru milliliðirnir fleiri og „næringarkeðjan“, ef svo má segja, flóknari. En þegar alt kemur til álls, þá eru það sem sje fyrst og fremst þessir örsmáu svifþörungar sem í sjónum hafa sama hlutverk, eins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.