Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1939, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1939, Blaðsíða 7
ÉiESBÓk morgtjnblaðsins 87 isjt ,á einni nóttu. 25 erindrekar þýsku njósnanna vom teknir fast- ir. En hluturinn var, að í heilt ár hafði enska lögreglan vitað um alla þessa-njósnara og haft vak- andí auga á þeim. Það var óvar- kárni Þjóðverja eins að kenna að lögreglan fekk vitnesju um þá. Þjóðverji þessi kom í heimsókn til London og lögreglan ákvað, án þess sjerstakí tilefni væri til þess, áð hafa sjerstakar gætur á honum. Það vakti grunsemdir að þessi maður fór i heimsókn til rakara eins í norðanverðri horg- inni. Er lögreglan fór að athuga starfsemi rakarans nánar, kom það í ljós; að hann hafði undra- »h4ííí brjefaviðs’kifti. Þegar farið var að athuga brjef lians, þá varð lögreglan þess brátt áskynja, að rakarinn var einskonar póstmeist- ari fyrir alla þýskn njósnarana í Englandi. Síðan beið lögreglan á- tekta og hreyfði sig hvergi, ljet ajt óáreitt, þangað til rjettur tími var til kominn að taka alla menn- ina fasta. tA 1 • % . V <■ . - . * Dillmálslyklarnir. Eiti; af vandaverkum leyniþjón- ustunnar er að ráða fram úr dul- málsskeytum. Meðan á heimsstvrj- iildinni stóð var stofnuð sjei’stök skrifstofa í flotamálaráðuneytinu til þess að þýða þar dulmálsskeyti og búa til lykla að þeim. For- stjóri fyrir deild þessari var Sir Alfred Ewing. Þarna voru þýdd dulmálsskeyti þýska flotans, og gerðir lvklar að þeim. Þess vegna var þarna hægt að lesa skeytin sem send voru til þýska flotans, er honum var skipað út til or- nstu í Norðursjó, og sjóorustan var háð við Jótlandssíðu, er Eng- lendingar unnu. En Englendingar gátu þakkað það þessari starf- semi, að þýski flotinn kom þeim ekki að óvörum. Þarna voru Hka þýdd og lesin skeytin frá utanríkisráðherra Þýskalands, Zimmermann, sem varð til þes sað Bandaríkin fóru í stríðið. Skeyti þessi voru til þýska sendiþerrans í Mexico, þar sem honum var fyrirskipað að bjóða Mextcpmönnum fylkið Tex- as í Bandaríkjunum og meiri lönd Bandaríkjamanna, ef Mexieo feng ist til að leggja út í ófriðinn við hlið Þjóðverja. Meðan á ófriðnum stóð vildi það til eitt sinn, að dulmálsorð- sending fanst á spássíunni á ensku blaði, sem var í pósti til Hollands Eftir orðsendingu þessari tókst að hafa hendur í hári njósnar anna í London. En leyniþjónust an hjelt áfram brjefaviðskiftum við njósnastöðina í Hollandi og sendi henni alskonar vitleysu <<g blekkingar. Þeir sem í Hoilandi sátu vissu lengi ekki betur en f.je- lagar þeirra í London væru heilir á húfi, og frá þeim væri allur sá „fróðleikur“ er sendur var til HoU lands. Fyrir „njósnir“ þessar varjl sent ríflegt þýskt gull til London. ' svo góð borgun, að keyptur var m. a. vandaður bíll handa leyni- þjónustunni, sem lengi var not- aður í þágu hennar og nefndur „Fritz“. Það er smátt og smátt orðin heil vísindagrein að þýða dul- málsskevti. Hafa menn m. a. gef- ið út nákvæmar töflur yfir það, hve oft hver bókstafur kemur fvr- ir í ýmsum tungumálum. A þann hátt er hægt að leggja grundvö að ráðning dulmáls. Það sem áður þurfti mikil heilabrot til að leysa, leysist nú með tdtölnlega einföld- um reikuingi. Sagt er að ráðn- ingamenn dulmálsskeyta í breska hermálaráðuneytinu þurfi aldrei meira en viku til að þýða dnl- málsskeyti og semja viðeigandi dulmálslykla. 10 þús. manna \ við áróðursstarfið. Á ófriðartímum hefir leyniþjón- ustan mikla áróðursstarfsemi með höndum. Meðan á heimsstyrjöld- inni stóð voru 10 þús. manna starfandi við ýmiskonar áróður í þjónustu bresku herstjórnarinnar. Þó gat breska áróðursliðið aldrei sýnt önnur eins afrek eins og þýska áróðurssveitin. Eitt af því sem kom á hana frægðarorði var þetta. Það var árið 1917. ítalir voru að yfirbugast í ófriðnum. Upp- reisn hafði brotist út í Norður- Ítalíu, 0g slegið i blóðuga bardaga í Turin. Spæjarar Þjóðverja náðu í nöfn þejrra er fjellu, og þeirra er fluttir voru á spítalai Þeir s;;mdu og nákvæma frásögn af at- burðum þessum, og allri starfsemi uppreisnarmanna og ser.du fregu- irnar til Þýskalands. Því næst var prentað þar fals- að tölublað af ítalska blaðinu Corriera della Sera, þar sem sagt var frá öllu þessu, og blaðinu síð an smyglað í þúsundatali yfir í skotgrafir ítalskra hermanna á vígstöðvunum í Norðar-Italíu. Nokkru síðar gerði þýski her- inn áhlaup á skotg.’afir þessar. Þar biðu Italir mikiiui ósigur. I ausl. þýtt. J Á l.verju vori teúur Kristján kon- ungur X. þátt í kappsiglingu í Cannes á Frakk andi, en þar eru konungshjónin vón að dvelja sjer til heilsubótar um tíma á hverjum vetri. — Á myndinni sjest kapp- siglingaskúta k.mungs „Dana“. konungur er sjálfur undir stýri. Nýlega bilað. rafmagnið í norska bænum Skien. Þegar farið var að grafast fyrir um orsak- irnar kom í Ijós, að rotta hafði klemst á milli lína á leiðslunni og orsakaði það straumrof.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.