Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1939, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1939, Blaðsíða 2
98 lesbók morgunblaðsins uði væru oft á Islandi kuldanæð- injíar, hráslagaveður og stormar, þá myndi þetta hafa ill eftirköst fyrir íulltrúana, og gera þá flesta óliæfa til að gauga að iðju sinni með kappi, og aftur olla því að heilsutæpir menn og þeir er hnigu- ir væru á hinn efri aldur muudu skorast undan að verða kosnir til fulltrúa. og væri alþinginu mikill hagi að missa þeirra kunnáttu og reyiislu“. Fjórða ástæðan var svo sú, að ýmsir meiriháttar embættismenn í Reykjavík gætu annaðhvort ekki farið frá embættuin sínum til dval- ar á Þingvöllum, ellegar, ef þeir færu, þá þyrftu þeir að fá aðra til að sinna embættisverkunum. ★ Þegar nefudarmennirnir 7, sem voru meðmæltir Réykjavík sem þingstað, höfðu þannig gert grein fvrir áliti sínu, þá tóku þeir upp nokkrar helstu ástæður sem þeir Þingvalla-menn höfðu borið fram máli sínu til stuðnings, og hröktu þær ástæður eftir því sem þeir best gátu. Fyrst töldu þeir að Þingvalla- menn myndu telja sjer stuðning í því að konungur var á þeirra máli. En Reykjavíkur-menn vildu fara í kringum það, þó auðheyrt sje á þeim, að þeim þyki það að vísu mikið í ráðist, að bregðast svo við þessari „náðargjöf“ frá hans liendi. Þeir hugguðu sig við það, að konungur hefði ekki látið þessa ósk „skýlaust“ í ljós. Segir svo í tíðindum frá nefnd- inni: „Ef það væri nú ósk konungs, þótti þeim að vísu, er mæltu fram méð Reykjavík, það vera sjálfssgt að henni ætti að fullnægja, er það bæri, með lotningarfullri þakk látssemi að taka við náðargjöf þeirri, sem rjett væri að föður- landinu, undir hverjum sem helst kostum er konunginum hefði þóknast að setja eður óska, þó menn gætu ekki verið sannfærðir um, að þeir væru vel til fallnir, en — konungurmn hefði hvergi skýlaust l'átið í ljós ósk sína um, að alþingi væri haldið á Þing- völlum, heldur einungis boðið em- bættismannanefndinni að rann- saka, hvort það ekki, eins og al- þing hið forna, bæri að halda á þessum stað“. Segir svo í álitinu, að þeir nefndarmenn, sem sjeu tneð Reykjavík, hafi metið ástæður með og móti með stakri kostgæfni og komist að raun um að þeir þrátt fyrir ábending konungs um Þingvelli veldu heldur Reykjavík. Segja þeir að endingu, að vilji konungsins í þessu tilliti sje ekki annar en sá, „að alþingi skyldi vera haldið á þeim stað í landinu sjálfu, er það olli hans trúlyndu þegnum minstum kostnaði, og best geti gegnt sýslu sinni, og náð þeirri fullkomnun, er samboðin væri hans föðurlegum tilgangi". Er þeir þannig hafa „afgreitt" ■ konunginn snúa þeir sjer tíl þjóð- arinnar og segja að „menn myndu sjálfsagt hreyfa því, að allur þorri fólksins hjer á landi hiklaust ósk- aði þess að alþing væri haldið áfram á sama stað sem alþing hið forna“. ★ En gegn þessum vilja fólksins voru þessi rök færð í „tíðindum“. Eru þau tekin hjer upp orðrjett, sem talandi vottur um hugarfar manna í þá daga. Þar segir svo: „Að menn alment eða allvíða skyldu hafa nokkrar sjerlegar mætur á hinum forna alþingis- stað, væri ekki heldur bygt á neinum föstum fæti eða rótfest í lunderni, þenkingarhætti og til- finningum íslendinga. íslendingar væru vanir að auðkenna sig frem- ur með skarpleik og greind, enn hugmyndaafli og tilfinningum. Fornleifar hefðu því einungis sagnafræðinnar vegna álit í aug- um þeirra, en þeir söktu sjer ekki niður í þær, sem skáldið og fornfræðingurinn, og allra síst óskuðu þeir, að kalla þá tíð aftur, er þegar fyrir löngu væri liðin, en fleigja frá sjer öllu því, sem á millibilinu hefði við borið. Al- þing hið forna hefði að sönnu á frístjórnar-öldunum reist sjer heiðarlegan minnisvarða með lög- gjöf sinni, en vegna þess að for- feður hefðu ekki borið skynbragð á að búa um framkvæmdarvaldið, bæri alþingissagan allvíða vitni um, að rjettlætic hefði verið á veikum fæti bj’gt, og ofureflið tíðmn borið hærri hluta að lokum. Á seinni öldum hefði aftur alþing hið forna einungis verið yfirrjett- ur og það illa lagaður, er íujög fáir hefðu haft í nokkrum metum. Það væri því átyllulaust, að sú löugun væri rótgróin hjá Islend- ingum, að alþing hið nýja yrði haldið á sama stað, sem hið forna. Þvert á móti mundu menn, er all- ur hugur þeirra horfði á það, er best væri til fallið og hægast að koma við, sem því mjög þunglega, ef haggað væri þeirra sanna gangi og ný bj’rði lögð þeim á herðar. til að fá einhverjum tilgangi þeim framgengt, er menn gætu ekki sjeð að væri nytsamur eða vel til fallinn, og þannig horfði í alt aðra átt, enn hugur og þankafar manna á þessari öld. Ennfremur mundu menn bregða því við, að aðbúðin í Reykjavík mundi hnekkja og drepa hug og dug alþingismanna, einkum þeirra, er væru úr almúga röð, og að dvöl þeirra í Reykjavík mundi kosta meira en á Þingvöllum. Nefndar- mönnum þeim, er hjeldu fram með Reykjavík, þótti sú fyrr- nefnda viðbára ekki vera svara- verð. Þegar alþingisstofunni væri lokað, þyrfti ekki fulltrúi sá, er væri úr almúga röð, að fyrirvirða sig fyrir öðrum, en hinum fxdl- trúunum, og ef dyrunum nokkru sinni yrði lokið upp — sem eftir því sem nú á stæði þótti ástæðu- laust — þá mundu naumast verða margir áheyrendur þeir, er færir yrðu að dærna um það, sem fram færi. En utan alþingisstofunnar væri engin átylla til að gera sjer í lund, að sá almúgamaður, sem líklegt væri að yrði kosinn til fulltrúa, mætti öðru, en þeim vel- vilja og virðingu, er bæri hans stjett. I milli embættismanna og merkisbænda hjer á landi væru sem oftast virðingar- og vináttu- hót, og það menn vissu til, um- gengjust verslunarmenn bændur, einkum þá úr betri röð þannig, að það mætti heita vítalaust. Þess væri og að vænta, að fulltrúarnir á alþingi mundu aðeins finna litla hvöt til að hafa mikil mök við verslunarstjettina, meðan þeir dveldu í Reykjavík. í þá síðar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.