Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1939, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1939, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 101 Peters-systur kamiast margir við úr kvikmyndum og vita að þær svngja og dansa vel. Nýlega voru þær á ferðalagi í Evrópu og er þessi mynd tekin af þeim á flugvelli við London. lands. Þótti þeim þá óvænkast sinn hagur. X'eliist skipið þarna í röstinni um liríð og missa þeir af því Jón af Skálauesi og Jonas. Þó náði Jónas því aftur og voru þeir nú þrír á kjölnum, hanu. Jón Tlöskuldsson og Björn. Litlu síð- ar misti þó Jónas af skipinu með öllu. Nú bar að Ólaf formann. nróð- ur Bjarnar þess sem fyr var get- ið og í land hafði siglt. Voru þeir þá enn á kjölnum Jón og Björn Arnfinnsson. Þegar Jón sá Ólaf leggja að, sagði hann: „Kom- ið þið blessaðir í Jesú nafni að bjarga okkur“. Björgun var óhæg, því sirauin- ur var mikill og bára töluverð, eu skip Ólafs hlaðið af fiski. Fór því nokkur tími í að leggja að flakinu. Segja sumir að Jón lra’l- aði þá: „Takið hann Björn fyrst“. En þó var Jón svo prek- aður orðinn og þrotinn að kröft- um, að hann misti takið ör- skömmu síðar og sökk pegar. Sló nú felmtri á háseta Ólafs og fjellust þeim hendur, er þen- sáu manninn drukna fyrir ai.gum sjer. Hvatti Ólafur þá menn sína að róa að og ná manninum, sem eftir var á kilinum. Björn varp- aði sjer þegar til skips Ótafs, er hann sá sjer fyrst færi, og náði með annari hendi í slíðrið. Inn- byrti Ólafur hann þegar og sigkli til lands. Var Björn þrekaður mjög eftir sjóvolk þetta, en náði sjer þó furðu fljótt. ★ Sigríður húsfreyja frjettir nú um mannskaða þenna og bar hún sig ærið vel í fyrstu. Var jafn- vel orð á því gert, hve lítið svo stór atburður fjekk á hana. Skip það, sem Látramenn höfðu drukn að af, hjet Haukur. Það fann sá maður, sem Sigurður hjet, Þor- finnsson úr Breiðuvík. Flutti hann það heim í Látralendingu. Þegar hann kom með skipið, var Sigríður úti stödd, ásamt stúlku þeirri, er Kristín hjet. „Hvaða skip er þar í lending- unni?“ spyr Kristín og bendir á skipið. Sigríður nxælti: „Ekki þarftu að benda mjer á það, og vildi jeg að það hefði aldrei fyr- ir mhi augu komið. Svei því og marg svei því!“ Eftir þetta gerðist Sigríður undarleg og lá við hreinni sturl- un með köflum Varð hún að hætta búskap á Látrum og dvaldi síðan all-lengi á Vatneyri. Þó bötnuðu henni að lokum veikindi þessi og varð hún gömul kona. Andaðist hún hjá síra Daða, syni Jóns prests Ornissonar í Sauð- lauksdal. Ag Birni Arnfinnssyni, manni þeim, er bjargað var, er það að segja. að hann bjó síðar að Kletti í Kollafirði. Varð hann gildur' bóndi og þótti í hvívetna hinn mesti og röskasti maður. (Eftir munnlegum heimildum og Vestfirðingasögu Gísla Kon- ráðssonar.) Gils Guðmundsson. í suðurhluta Chile er krabba- tegund ein sem spáir veðurbreyt- ingum. í heiðskýru veðri eru krabbarnir hvítir að lit, en á und- an rigningu koma á þá rauðir blettir, sem verða því stærri sem rigningin verður meiri. Frjálsir vængir Veistu að vorblærinn ljúfi, þó varnað sje honum máls, er engill, sem hvíslar í eyra orðunum: Vertu frjáls? Veistu að vetrarins stormur, sem værðina hrekur af sæng, er gestur, sem vill þig gleðja, og gefa þjer byr undir væng? á sjerhverju tímanna tákni og töfrum þess hverfula prjáls sjálf Eilífðin hvíslar í eyra orðunum: Vertu frjáls. Svo lyftu þjer djarft frá láði og lýðsins kæfandi þröng. Iljúgðu á frjálsum vængjum og far þína leið — með söng .. Grjetar Fells. Læknirinn: — Hvað er að hcvra þetta. Þjer segið að drengurinn hafi gleypt tveggja króna pening fvrir viku síðan og þjer komið fvrst með hann í dag? — Já, við þurftum ekki á pen ingum að halda fyr en nú.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.