Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1939, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1939, Blaðsíða 1
JWorðwwMaj&siiiis 17. tölublað. Sunnudaginn 30. apríl 1939. XIV. árgangur. litl«lifa>|mii«H)t b.f. írski lýðveldisherinn og hryðjuverk hans. Eftir Birgir Kjaran. London í mars. inmunatið, þó enn sje vetur eftir almanakinu, vorblíða, 10 stiga hiti, enda eru kirsuberja- trjen farin að skreyta sig með sínum fallegu bleiku blómum. Hjer og J>ar gægjast marglitir krók- usar upp úr moldinni. Fólkið strevmir í samfeldum hópum út í skemtigarða borgar- innar til þess að njóta vorblíð- unnar. Við Marbel Areh er iðandi mannhaf. Þar mætist fólk úr mestu umferaðrgötunum. Flestir leita út í Hyde Park til þess að njóta þar friðsældar úti í náttúr- unni, hvílast frá skrölti og skark- ala stórborgarlífsins. Alt í einu heyrast þangað ógur- legar drunur og brestir. Fólkið skelfist. Hvað er á seiði? Hvaða stórslys hefir nú komið fyrir í heimsborginni: Hefir gasgeymir sprungið? Flugvjel mist niður sprengju? — Eða —??? Menn veigra sjer við að liugsa þá hugs- un til enda. En undir eins og fólk hefir átt- að sig hleypur hver sem betur getur í næsta síma eða eitthvað þar sem hann getur spurst frjetta. Og helst er hringt í númer 999, Scotland Yard. Þar er svarað: „Tilraun var gerð til að sprengja „Grand Union skurðinn“. Níi er spurt og spurt. Hverjir gerðu De Valera heldur ræðu á fjölmenn- um útifundi. sprengjutilræðið ? Hefir náðst í ill- ræðismennina í o. s. frv. En Scot- land Yard svarar engum slíkum spurningum. Menn verða að láta sjer nægja ágiskanir. Svo koma kvöldblöðin. Þar var sagan sögð. Það var I. R. A. sem gerði tilraun til þess að sprengja stíflugarðinn við Grand Union skurð. Litlu munaði að garðurinn gerspringi og stórkostlegur vatns- flaumur flæddi yfir margra fer- kílómetra svæði. Sprengingadrun- urnar heyrðust í margra mílna fjarlægð. Þetta sögðu fvrirsagnir kvöldblaðanna, er almenningur reif í sig úr höndum blaðasalanua. Frjettin berst óðfluga um land- ið, um heiminn. ,.Ein I. lí. A,- sprengingin enn“, segja menn. „hver og hvar verður sú næsta?“ En hvað er J)etta I. R. A.? í Englandi vita menn Jmð — máske alt of vel. Uti á Islandi hafa menn heyrt um J>að, en margir sennilega ekki gert sjer grein fyrir því sem hjer liggur bak við, þekkja ekki hina löngu sögu, hinn margra alda gamla aðdraganda að þeim sprengingum og skemdaverkum sem uú ógna Bretum heiina í Jieirra eigin landi. Það stríð sem hjer er háð er 750 ára gamalt. En I. R. A. er skammstöfun á nafninu „Irish Republican Armv“ — írski lýð- veldisherinn. Sá her er leynileg- ur. En hann er mjög vopnum bú- inn og lýtur herstjórn og her- stjórnarlögum engu síður en þei( sem vinna í dagsbirtunni. En um hin löngu tildrög og harmsöguna miklu um sambúð og deilur Breta og Tra ætla jeg að fara hjer nokkrum orðum. ★ Upphaf enskra yfirráða í Ir landi var það ei Hinrik II. Breta- konungur lagði landið undir sig'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.