Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1939, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1939, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 131 einungis var skipað liðsforingjum xir heimsstyrjöldinni. Þessi sveit var sett I. R. A. til höfuðs og átti að svara öllutn árásum og ógnum í sörnu mynt og skjóta meðlimi I. R. A. þótt einungis lík- ur væru fyrir sekt þeirra. Og bar- áttan geisaði áfram með aukinni grimd og harðneskju á báða bóga. En Englendingum tókst ekki þrátt fyrir alt að ráða niðurlögum írskra sjálfstæðismanna, sepi nú höfðu sett upp sína eigin leynilegu rík- isstjórn, „Irish Republican Govern ment“. Um síðir varð stjórninni í Downing Street ljóst, að aðrar leiðir en harðstjórn og ofbeldi væru affarasælii og írum voi’u gerð friðartilboð. Ilin 26 hjeruð (county) Suður-írlands áttu að fá beina stjórn og þing í Dublin eu hin sex hjeruð í Ulster áttu að greinast frá Suður-írlandi og á- fram að vera í föstum tengslum við England. Hægfara foringjar Ira, Mr. Michael Collins og Mr. Arthur Griffith, gengu að þessum samn- ingum og í desember árið 1921 voru þeir undirritaðir af Mr. Lloyd George og Mr. Michael Collins. Þar með hafði Mr. Micha- el Collins undirritað siun eiginu dauðadóm. Merihluti I. R. A., undir for- ystu de Yalera, neitaði að viður- kenna samninginn við England. Hanu vildi stofna írskt lýðveldi al- gerlega óháð breska heimsveldinu. Mr. Collins, sem nú var orðinn forsætisráðherra iiinnar nýju írsku stjórnar, skipaði I. R. A. að leggja niður vopnin. Liðsmenn I. R. A. kærðu sig kollótta um skipanir Mr. ColHus, Iijeldu sitt eigið þíng í Dublin og stofnuðu sína eigin stjórn. Eins og sakir stóðu átti Mr. Collins einskis annars úrkost- ar, en að hefja harða baráttu ge£rn I. R. A. En lýðveldisherinn galt honum andófið með því að ráða hann af dögum ellefu mán- uðum eftir að hann hafði undir- r skrifað samninginn við England. Upp frá þessu hefst ógnaröldin fyrir alvöru, því að Mr. Cosgrave, sem tekið hafði við af Mr. Collins, ákvað að láta hart mæta hörðu og bannaði starfsemi I. R. A. En lýð- veldisherinn starfaði engu að síð- ur leynilega áfram, og undir for- ystu Lian Lynch formanns herfor- ingjaráðsins, Dan Breen og de Valera guldu þeir stjórninni fang- elsanir og aftökur með morðum og árásum. Um eitt skeið lögðu þeir t. d. sjerstaklega fyrir sig að myrða þingmenn og brenna hús þeirra. Á skömmum tíma rjeðu þeir þrjá þingmenn af dögum og einn skrifstofustjóra í innanríkis- ráðuneytinu. En stjórninni í Dublin óx smám saman fiskur um hrygg og henni tókst að koma á fót her, sem boð- ið gat I. R. A. byrginn. í apríl 1923 voru Lian Lvnch og liðs- menn hans hraktir á fjöll. Síðar var hann handtekinn og tekinn ai lífi ásamt Dan Breen og 69 öðr- um foringjum I. R. A. De Valera tókst enn sem fyr að komast und- an, og nú gaf hann I. R. A. skip- unina: „Ilættið að skjóta!“ En sambandið milli Dev, eins og Ir- ar nefndu hann, og I. R. A. var nú farið að minka og sintu þeir því ekki skipun hans, en hjeldu ofbeldisverkunum áfram eftir mætti. Um þessar mundir fjell de Val- era í hendur stjórnarinnar og var dæmdur í 10 mánaða fangelsi. Er hann kom aftur úi fangelsinu var liann að mestu kominn úr sam- bandi við I. R. A. Stofnaði hann þá sinn eiginn flokk „Fianna Fail“, sem á friðsamlegan hátt vildi koma á fót sjálfstæðu írsku lýðveldi. Um stundarsakir dró mjög mátt- inn úr I. R. A. Ljetu þeir aðeins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.