Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1939, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1939, Blaðsíða 2
154 Lesbók morgunblaðsins Þetta er algeng sjón í Hollandi. — Karlæg kerling hefir farið í kaupstaðarferð og tneðal annars tekið með sjer nautgripi til að selja á markaðnum. Gamla konan stendur svo og heldur í kusurn- ar, á meðan karlinn er að versla og prútta. Hvítárnesið, bjarta, breiða, bylgjur vatns er kringum freyða, yfir þig jökulsennið lieiða, ódauðleikans birtu slær. — Fegurðar er engin eyða í allri sköpun þinni. Þú munt lengi lifa í sálu minni. Hjeldum við í hófi settu hinar Kjalvegsgötur rjettu, klárar oft úr spori sprettu ef spotti greiður fyrir lá. Fúlukvíslar gljúfrin grettu geiguðu vinstra megin, við þau skilja vurðum öllu fegin. Yfir hraun og urðarsalla, inn í dali Þjófafjalla, þar und breiðum brekkuhalla beislamarir áning fá. — Vötn til norðurs farveg falla — fegurð Öræfanna hjer er bægt, að sýna bæði og sanna. Ilofs er jokull hægra megin hjer þegar ríðum norður veginn, brattur, hvelfdur, bogadreginn, bláraa himins tengdur við, úr honum flæða feiknum slegin, fljót í stríðum halla, sem að norður og suður um landið falla. Augun ljet jeg óvart flana austur fyrir Kjalfellsrana, þar, sem fyrrum biðu bana bræðurnir frá Reynistað. — Það kemst aldrei upp í vana atburð slíkum gleyma, bó við horfum langt í liðna heima. Mæiifells sjest hnjúkur hæstur, horfa yfir Frónið glæstur, tíguiegur, tinda stærstur, teygir sig í heiðið blátt, bygðavörður, veðrablæstur, veifar hetti mjalla, yfir berum Ýmisbeina skalla. Eftir langa leið á fjöllum loks við náðum Hveravöllum, þar með sýnt var okkur öllum, inn á fágætt draumaland, ólguðu hverir froðuföllum, Frónið gufan huldi, hátt í kísilklöppum gosið buldi. — Þar eru súlur silfurgljáar, sumar iágar, aðrar háar: rauðar, gular, grænar, bláar — goðamögnuð furðuverk. Aldaraðir ekki fáar orkað slíku hafa. Hjer er djúpt, til demantsins að kafa. Hjer er kofahreysi Eyvindar, hrygðarmerki böls og syndar. Þar sem gufu gráir lindar grúfa yfir nótt og dag. — Aldarfarsins ógnir blindar yfir rústum vaka, ef við lítum lítið eitt til baka. Hjeldum við svo beim á leiðir, hestar voru sporagreiðir. —• Tímanum til einkis eyðir enginn sá er hingað fer. Hjer eru sjónarsvalir breiðir, sem er vert að kanna, inn í háborg helgra öræfanna. kyssi kærastann minn. — Nú, en það var nú einmitt kærastinn yðar, sem kysti mig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.