Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1939, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1939, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' 157 af horfnum heimi. Eftir Tiiorolf Smith anna og langt til hafs glampaði ý hvítan skrokk „Stella Polaris“. Brátt var numið staðar, því vegurinn var á enda, en nú tóku við mörg hundruð þrep úr höggnu grjóti. Sumir farþegarn ir voru við aldur og áttu óha'gt með gang og voru því borin upp þrepin á klunnalegum stólum sem bundnir voru á tvær bam- busstengur. Burðarstólum þess- um var svo lyft upp á axlir tveggja innfæddra manna og sótt ist ferðin furðu greiðlega, þótt þrepin væru mörg og mennirnir litlir og grannir. — Loks voru þrepin á enda. Við vorum komin til Bawamataluwo, og sjónin sem blasti við okkur var líkari atr- iði úr ótrúlegri kvikmynd eða æfintýri, en þorpi með lifandi fólki á því Herrans ári 1937. — Aðeins ein breið gata eða öllu heldur torg er í þorpinu og með fram því standa húskofarnir og snúa göflum inn að torginu. Þau eru bygð úr digrum röftum og með stráþaki. Naglar eða málm- ar hafa ekki verið notaðir við bygginguna, heldur eru raftarn- ir bundnir saman með viðartág- um. Krakkar voru hvarvetna, út um hurðir og göt á kofunum gægðust brúnleit, forviða, ská- eyg barnsandlit, og hvert sem litið var, voru börn og — svín, sem virðast vera vinsælasta hús dýrið í hitabeltinu. — Fyrir fram an flest húsin voru einskonar steinbekkir eða blótstallar með alskonar táknmyndum á. Eru það leifar liðinna tíma þegar mannakjöt þótti herramanns- matur. Svo fengum við að sjá há- stökkið. Á miðju torginu var hlaðinn steinveggur um 2 m. á hæð og fyrir framan hann lítill steinn um 20 cm. hár, en af hon- um var stokkið yfir vegginn. Stökkmenirnir tóku svo tilhlaup alt hvað af tók, og í venjulegu leikfimisstökki hentust þeir yfir vegginn. Var það snildarvel af sjer vikið og fataðist engum í stökkinu þótt þeir kæmu í hala- rófu 20—30 manns og stykkju hver á fætur öðrum. Enda eru þeir hinir knálegustu þótt þeir sjeu svo smávaxnir. Var þeim klappað óspart lof í lófa. — All- ir virtust þeir sólgnir í tóbak og hópuðust utan um okkur með ærslum og hávaða til að fá cig- arettur. Einkum var mjer skemt er jeg sá afgamalt kerlingarhró reykja gríðarstóran vindil, og hló hún svo skein í hvassa tannstúf- ana. — Síðan var sýndur stríðs- dansinn. Hermennirnir voru um 150 að tölu. Voru þeir vopnaðir trjáskjöldum og spjótum og brynju með göddum á bakinu. En sumir voru vopnaðir gömlum byssum, og fanst mjer það fara licldur illa, því byssur, jafnvel þó þær sjeu tveggja alda gaml- ar, „klæða ekki“ hálfbeia villi- rnenn. Síðan skipuðu þeir sjer í fylkingu og rjeðust á móti hin- um aldurhnignu farþegum okk- ar með hrópum og köllum. Æstu þeir hver annan upp með því að gretta sig og berja á skildi sína. Voru þeir einkar viðsjálir á að líta, og datt mjer augnablik í hug að illa hefðum við verið settir ef amok-æði hefði gripið þá, eða mannakjötsát forfeðra þeirra hefði enn á ný gert vart við sig. — Síðan voru vistarver-' ur af öllum stærðum og gerðum, ingjans var stærstur og rambygð astur. Þar inni bar margt margt skrítið fyrir sjónir, stríðsbumb- ur af öllum stæður og gerðum, alskonar klukkur og bjöllur og í ræfrinu hjekk heilmikið af villi- svína hauskúpum, sem pf til vill átti að vera einskonar uppbót á höfuðskeljum óvinanna. — Loks var snúið aftur. Sóttist ferðin mun greiðar niður steinþrepin og ekið aftur til Telok Dalam. Sum- ir farþeganna höfðu verslað við hermennina og svælt út úr þeim vopnin fyrir cigarettur og buxna tölur og annað þessháttar, en aðr ir sneru brott byrgir af fjársjóð- um, sem mölur og ryð fá ekki grandað, nefnilega endurminning um um furðulegan þjóðflokk og furðulega mynd horfins heims. EBEBS Sumar 838383 Bráðna fannir. Börnin loftsins kvaka. Birtir uin gnýpur fjallahrings. Burt með hatur! Burt með vetrarklaka úr brjósti sjerhvers Islendings! Þegar lýðir læra að vinna saman, legg.ja niður brand og sigð, — þá er örugt fyrst um þjóðarfranianu, — þá er lands vors gæfa trygð. Sundruð þjóð ei getur gæfubrautir gengið. Hún ei staðist fær. Samvirk þjóð mun sigra allar þrautir, — að sálubótum gera þær. Siimar, yfir land vort lýstu griðum! I>áttu skína röðulglóð yfir nýjum mönnum, nýjmn siðum, nýrri og betri frónskri þjóð. Lands vors guð, ó, logum bægðu rauðum frá lífsins gróðri, — þess jeg bið. Sendu vorri sundruðu þjóð í nauðum sumargjöfina bestu — frið! Grjetar Fells.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.