Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1939, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1939, Síða 4
164 LESBÓK MORÖUNBL AÐSINS Ferðamyndir frá Noregi. Ctdráttur úr grein eftir franska rithöfundinn de Caters. Lestin frá Ber<ren til Osló er koniin npp í fjöll. Hún yfir- irnf ströndina fvrir klukkustund síÖHn, og hefir fikað sii» hátt upp eftir fjallslilíðum m, snijílast með- fram <rljúfrnm, stun<rið sjer tregn- um jarðgön". Og áfram þýtur lest- inn inn yfir þetta tröllaukna sund- urtætta hálendi, milli dimmra hamraveggja. Hjer er björkin horfin, og fur- an með. Hjer er gróðurlítil auðn.' Ekkert í þessum norræna töfra- lieim nema nakiii fjöllin. En yfir ]»au liggur þessi járnbraut, feg- ursta. tilkomuinesta járnbrautar- leið sem jeg þekki. Ekki þykir mjer vænt um þessa leið vegna þess eins. að hún er svo fögur, vegna Jiess að maður getur jiessa tólf, eða fjórtán tíma, sem lestin er á leiðinni milli Bergen og Osló legið úti í vagnglugganum og drukkið sig mettan af áhrifum hinnar stórfenglegu náttúru, held- ur líka vegna þess, að þessi 600 kílómetra leið er rjett mvnd af Noregi og sögu hinnar norsku þjóðar, frá þverhnýptum sjávar- hömrum vestfjarðanna. til hinna vinalegu bygða Austurlaudsins. En hrjóstur háfjallanna eru þar á milli. Ef maður ætlar að læra að þekkja sál einnar þjóðar af landi hennar, þarf maður að koma hing- að. — I því nær öllum löndum Evrópu var Ijensmannaveldi fvrr á öldum. Oldum sainan h.jeldu aðalsmenn- irnir föstum sjerrjettindum sínum, uns borgarastjettir þjóðanna brut- ust til valda, og skildu þær þó aðlinum eftir heiðursstöður í þjóð- fjelaginu. I Noregi var ekkert slíkt. Er víkingaættirnar voru unair lok liðnar var ekki annað en bænda- aðall, óðalsbændur, sem voru alls ekki herskáir. Þeir nrðu rótfastir á jörðum sínum, hjeldu trú sína og voru ávalt ættrækir höfðingj- ar ættar sinnar lilýðnir konungin- um. En þeir litu ekki npp til kon- ungsius sem yfirdrotnara, lieldu1’ sem foringja liinnar norsku þjóð- arf jölskyldu. Þetta fólk varð að venja sig á að vera sjálfbjarga og treysta á mátt sinn og megin. Þegar óveðrin dundu vfir á vetrum, komust menn oft ekki milli bæja nema leggja líf sitt í hættu, Og um hinn stutta bjárgræðistíma á sumrin urðu menn að nota hverja stund. Tðnaður var enginn í landinu, nema heimilisiðnaður. IIúsiu voru úr lítt tilhöggnum bjálkum, og búsáhöld úr birkivið. Konur spunnu, ófu, lituðu, prjónuðu. Hirslur voru ekki aðrar en kist- ur, málaðar með skærum litum, og minnir stíllin á Miklagarð eða Persíu. En við Miklagarð hafði þjóðin samband gegnum kross- ferðirnar. Sambaudið við Persíu var aftur um Rússland. í 1500 metra hæð lögðu norskir verkfræðingar brant þessa yfir ör- æfin. Þó nú sje júnímánuður er lijer ekki annað en fönn svo langt sem augað eygir og fjallatjarnir með fljótandi bláleitura ísjökum. Á löngum köflnm eru gerð göug úr trjávið yfir teinana, til þess að bæg.ja snjónum frá þeim. Og i vetrum þarf að reka volduga sujó- plóga eftir brautinni, til þess að koma lestunum áfram, svo sam- göngum verði haldið ]>arna uppi. En á fám klukkustundum geta íbúar borgantia komist upp í ör- æfin. Gráhærð norsk kona, með 'j-ler- augu og rauðar kinnar sagði við mig: ,.Þið Frakkar getið aldrei skilið ást okkar Norðmanna á ör- æfunum. Þið finnið enga ánægju í því að vera úti í hinni frjálsu f jallanáttúru". Allur almenningur í Noregi hef- ir mikið dálæti á því að komast upp í fjöll. Um allar helgar mætir maður aragrúa af fólki á öllum aldri, konum og körlum, sem er sólbrúnt í framau eða rautt eins og krabbar, af sól, óveðrum eðn fjallavindum. Þetta fólk er fer- legt ásýndum með skorpna eða flagnaða húð. þunglamalegt í sín- um stóru göngustívjelum og með sína úttroðnu bakpoka. N’íkingaeðlið brýst út lijá þessu blessaða fólki. sem mestalt árið verður að sitja á skrifstofustólum, eða vera við önnur innistörf. Og þessu fólki er að þakka að um alt landið eru gistihús, skálar og fjallakofar eins og mý á mykju- skán. Mjer finst Bergensbrautin vera eins og táknræn mynd af sögu Norðmanna. Fyrst er liafið, með víðáttu sinni, hrakningum og sí- feldum stonnum. liaf Eiríks rauða og Leifs hepna, inannanna, sem sigldu um hin nyrstu höf og kom- ust til Miklagarðs, hjarta liinnar latnesku menningar og til -Terú- salem. hjarta kristindómsins. Smátt og smátt tevgir brautin sig upp í fjallaauðnina. Bvgðin verður st.rjálli, jörðin ófrjórri. Þetta er hnignunartíinabjlið, kvr- stöðutfmiun, sem við lærum um í sögunni af Kristínu Lavransdótt- ur. Þetta er frá dögum Kalmar- sambandsins, er ríkjunum þrem var slengt sainan. En nú þjótum við niður eftir hinum fagra Hallingdal, með sín- um langa legi, aflíðandi grænum hálsum. Þetta er mynd af þjóðlíf- inu eins og það er í dag, frjálst. djarft, levst úr læðingi, laust vil áhyggjur af vfirvofandi hungurs- neyð, eða ófriðarhættu. Yfir því er ennþá bjartara vegna þess, að uýlega hefir dimmum skýjaflók- uin ofstækistrúar svifað frá vit- und manna, er áður lágu vfir fólkinu eins og mara. Mílu eftir mílu bugðast járn brautin eftir lilíðunum, framlijá fjallatjörnum, jnp milli frjáluuda,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.