Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1939, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1939, Síða 6
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 22-4 greti stunduni daprað möunum sýn ow skilning á því, hve geysilega kristindómurinn cr Gyðingdómn- um fremri. Yel sje þeim, sem geymdu og varðveittu gamla testa mentið, og vernduðu með því sam hengið milli þess fyrra og síðara. En það má ekki láta það skyggja á þau nýju verðmæti sem Jesús Kristur gaf, eða færa úr lagi þær myndir, sem hann gaf okkur. Gamla testamentið er trúarsaga, nýja testamentið er kristindómur- inn. — Seint um kvöldið lieilsa Balear- evjarnar okkur í fjarlægð, eitt lítið auga, sem deplar móti okkur frá vitey við Sviza, rjett áður en við förum að hátia, Altaf er gam- an að verða var við sitt eigið „eliment“. landið. Maður sofnar þá rólegri. Þriðjudagur 6. júní. Fegurri morgun er varla hægt að hugsa sjer. Glampandi sólskin yfir rjómasljettu Miðjarðarhafinu. Hlýjuna leggur um mann allan. Um hádegisbil sjest smáeyja við Majorka fljótandi á hafinu. Svo sjest Majorka sjálf, hæðir og dæld ir. Afstaðan sjest vel þar sem höf- uðborgin, Palma, breiðir sig í þessu unaðslega umhverfi. En sjálf sjest borgin ekki, sökum fjarlægð- ar. — Allan daginn cr þessi mikla og fríða eyja á bakborða. Hún virðist fljóta á lognsænum. Um eftirmið- daginn kólnar, og dimmur bakki er í norðrinu. Skipsmenn spá „mistralnum“, norðanvindi, sem oft blæs hjer um þessar slóðir, og getur tafið illilega. En um kveldið hlýnar aftur. Majorka er að hverfa þegar skyggja tekur. Sólin hverfur eldrauð ofan í hafið og himininn kveður hana með yndis- legri litasymfóníu. Hjer skiftir fljótt frá degi til nætur. Eftir svo litla stund or búið að kveikja á öllum stjörnum og þær blika og leiftra hver í kapp við aðra. En hvað þær eru glitrandi og him- ininn dökkur bak við þær! Jeg kom út seint, rjett um leið og jeg fór að hátta. Maurildið glitraði eins og norðurljósarák við skipshHðina. Vitarnir á Minorka blasa við, tveir littfr og kvikjr vitar, sem tísta hver með sínu nefi og svo einn stór landtökuviti afar bjartur, uppi á háum hól, seinn og tígulegur í öllum hreyf- ingum. Hann lygnir auganu langa stund, og blossar svo hægt og gætilega og lygnir auganu aftur. Hann er að minsta kosti stórridd- ari með stjörnu, og geheime-etats- ráð að nafnbót. Jeg lít út af hinu borðinu. Þar er þá máninn að koma upp, heldur en ekki daufur í dálkinn og lura- legur. En liann nær sjer þegar hann kemst upp úr hulunni niður við sjóinn. En hvað íslenskan er annars sniðug að ýmsu leyti. Til dæmis þetta, að láta mánann vera karl- kjms, en sólina kvenkyns. Flestar aðrar þjóðir (sem á annað borð eru ekki kynvillingar málfræðilega), láta sólina vera karlkyns en tungl ið kvenkyns. Jafnvel Englending- ar, sem annars rugla öllu slíku saman, gera hjer undantekning, til þess að koma að þessum vís- dómi, að sólin sé „hann' en tunglið „hún“. Hjer sjest ilt innræti allra þessara þjóða í garð kvenna. Af því að sólin er svona dásamleg, þá má hún til að vera karlmaður! En af því að tunglið er oft svona ógnar vesælt og brjóstumkennan- legt, þá er það talið nógu gott til þess að vera kvenmaður! Hvílíkur munur á þessu fólki og forfeðrum vorum. Þeir skildu, að sá vesali verður að vera karl- maður, því að þá fær hann með- aumkun hjá kvenlegu verunni. Sól in er hin eilíflega glæsilega og góða kona. En máninn er karl- maðurinn, þessi hrösula vera, en oft talsvert brattur og gleiðgosa- legur, einkum þegar hann er full- ur, en svo þess á milli skelþunn- ur, en þá vafinn örmum sólarinnar með óendanlegri hlýju og nær- gætni. Þetta var það seinasta sem jeg sá af Baleareyjunum, þar með er Spánarveldi lokið. Miðvikudagur 7. júní. Ef jeg man rjett, þá er nú í dag 60. afmælisdagur Matthíasar Einarssonar. Brúarfoss hefir vafa laust ekki komist með greinarkorn ið mitt í tæka tíð, því að bann getur í fyrsta lagi komið til Reykjavíkur í dag. Nú held jeg að ekkert hafi gerst í dag annað en þá helst það, að á inorgum eigum við að koma til Genúa ef alt gengur að óskum, en þó ekki fyr en annað kvöld og förin ekki inn á höfn fyr en föstu dagsmorgun. Þá verða það 20 dag- ar, sem ferðin tekur. Sama góða veðrið í dag. ekki heitt en notalegt veður. Ekkert land, varla skip. Ein flugvjel fór yfir í háalofti fyrir hádegið, en jeg kom ekki auga á hana. Hvin- urinn lieyrðist nokkra stund. Svo læt jeg þetta nægja um þenna góða miðvikudag. Fimtudagur 8. júní. Síðasti dagur á Fulton, að öllu forfallalausu, 20. dagurinn, sem ferðin hefir staðið yfir. Það er lengsta sjóferð, sem jeg hef farið án viðdvalar. Ferðin með Eddu til Spánar 1934, var að vísu lengri alls, en þar kom 10 daga ferðalag á landi inn á milli. Mig langar ekkert af Fulton þótt gamall sje hann. Hann er ör- uggur og markviss og honum er vel stjórnað. Allir hjer um horð eru prúðmenni. Skipstjórinn er tiginborinn höfðingi, mikill að vallarsýn og fríður maður sýnum, fæddur árið 1899. Að honum standa farmenn, útgerðarmenn og stórskipasmiðir í allar ættir. En þó er karlleggurinn lengra í ættir fram frá óðalssetrinu Gauslaa, upp af Litlasandi. í Litlasandi er fað- ir hans nú og hefir lengi verið skólakennari og ritstjóri. En afi hans var skipasmiður og útgerð- armaður. Móðurfaðir skipstjórans var meðeigandi og skipstjóri á barkskipi, sem sigldi um öll heims- ins höf. Hann tók einu sinni dótt ur sína með sjer í ferð um suður- höfin. Kóm hann til Beyrut í Sír- landi og fjekk þar farm til Amer- íku. Bjóst hann við að fá farm beint til baka, og skiidi því dóttirina eftir í þýskum klausturskóla á meðan. En svo fór, að tvö ár iiðu þar til hann kom aftur í Miðjarðar hafið. Þá ljet hann dóttirina koma til Brindisi á Italíu og þar hittust þau aftur. Þessi dóttir var móðir Gauslaa skipstjóra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.