Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1939, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
i
225
Hann virðist eiga heima á sjón-
um. Jeg get hugsað mjer hann sem
víkingv Og mjer finst það varpa
mildandi ljósi yfir víkingana, að
hngsa mjer að þeir hafi verið ein-
mitt svona. Þetta var ekki grimd.
Það var hreysti og manndómur, þó
að okkur þyki nú ógurlegt að
hugsa til þeirra, sem fyrir þeim
urðu.
Skipstórinn er sá af skipsmönn-
unum, sem mjer finst eiga mest
heima á sjónum. Hann mun líka
vera ókvæntur, og á því alt heim-
ili sitt á skipinu. En einkennilegt
má þetta líf vera. Hann les vafa-
laust mikið og er ótn'dega vel
heima í öllu. Akveðnar skoðanir
hefir hann bæði á því sem er
heima fyrir og annarsstaðar. Það
er fengur í því að hafa kynst
honum.
Fyrsti stýrimaður, Sauness, er
fremur lítill maður vexti, en
greindarlegur og glaðlyndur í við
móti, en alvörumaður. Hverjum
manni hlýtur að líða vel með hon-
um. Annar stýrimaður heitir
Smaaland. Hann er meðalmaður á
vöxt og rösklegur. Hann horfir vel
á hlutina og er ekki sammála til-
verunni um alt, heldur er hann til
í að sundurlima hvert mál og
skoða það að innan. Og mikla
hlýju á hann.
Jæja, — nú eiga þessir menn
allir saman að hverfa út úr okkar
tilveru aftur. — Skip sem mætast
á nóttu! En Fulton með öllu sem
honum fylgir, verður þó að varan-
legum lið í þessu undarlega mál-
verki, sem heitir meðvitund, ijós
og þægilegur blettur, hlýr og nota-
legur. Til æviloka verður hægt að
koma þangað við og við og kanna
ylinn frá þessari liðnu stund.
Kvöldið er unaðslega fagurt,
blaktir ekki hár á höfði og hvorki
heitt nje kalt. Fulton hefir nú að
mestu stöðvað ferðina, því að
hann kemst hvort sem er ekki að
landi fyr en í fyrramálið. Hann
lónar í logninu inn spegilsljettan
Genúaflóann. A bakborða sjást nú
Alparnir, en fyrir stafni blikar
innsiglingarviti. Yfir borginni slær
bjarma upp um skýhuluna.
Nú á að vakna snemma á morg-
Un. Nú á eitthvað að fara að ger-
ast. í dag eigum við að fá póst
að heiman! Og í dag fáum við að
vita eitthvað um framhald ferð-
arinnar, sem nú fer eiginlega að
byrja. Og þá hætti jeg líklega að
mestu leyti að skrifa ferðasögu.
Þá byrjar ferðin sjálf. Og þegar
ferðin byrjar, hættir líklega ferða-
sagan.
Sauðaþjófarnir
í Dýakoti.
Framhald af bls. 221.
aðrir bjargast en rummungs sauða
þjófar. Loks var gerð þjófaleit
hjá Jakobi og hann settur í varð-
hald um lengri eða skemri tíma;
svo datt þó málið niður og menn
sleptu Jakobi, með skömmustusvip
miklum, því að ekkert fanst er
gefið gæti ástæðu til ákæru. Út
úr þessum leiðindum tapaði yngsti
.sonur þeirra Dýakotshjóna vitinu,
og drekti sjer í lestaferð til Akur-
evrar.
Forni Hólmgeirsson.
— Lofaðu þeim hara að halda
áfram. Þetta er í fyrsta skifti sem
þau sýna áhuga t’yrir píanóinu.
— Já, jeg er viss um að við
ókum á kú, en hvar er hún?
— Hvernig stendur á því að þú
þolir konunni þiuni að hún segi
hvhrjum sem heyra vill að hún
hafi gert þig að manni. Slíkt
mundi jeg aldrei þola minni konu.
— Þú þarft ekki ekki að gapa
hátt. Þín kona segist hafa gert
það sem hún get til að gera þig
að manni.
— Af hverju ertu með svona
skrítinn hatt
— Það er til þess að fólk horfi
ekki eins mikið á ístruna á mjer.
Hún (eftir rifrildið). — Þegar
þú kemur heim af skrifstofunni,
verð jeg farin heim til mömmu.
Og enn eitt: Jeg bíð ekki með
kvöldmatinn nema til klukkan
hálf átta.