Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1939, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1939, Blaðsíða 2
346 skinnaköst af austri. Kl. 8 er svo komið afspyrnurok af austri með þreifandi byl og liörku frosti. Þá er 1 ait uppi. Síðan er siglt með stórsegli og fokku nokkuð fram uftir morgni. Veðrið er nú dálítið jafuara. Skömmu fyrir hádegi fá- um við á okkur bárnhnút og meiddist þá skipstjóri töluvert á fseti, slóst á liann keðja. Þá við- beinsbrotnaði og einn hásetinn og varð hann því óverkfær og lagð- ist fyrir niðri, en bar sig vel. Þótti nú sýnt, að ekkert þýddi að hugsa til þess að komast að landi ið svo komnu máli. Var því skip- aiu lagt til drifs og drifið allan daginn. Svo var skift verkum með 6kipshöfninni, að tveir stóðu á dekki í einu< Þannig leið dagur að kvöldi. Við hríðina bætist nú náttmyrkr- ið. Aðalstarf okkar á þilfari er nú fólgið í því, að koma fyrir og hag- ræða utan á skipinu lýsisbárufleyg um og grútarpokum, til þess að draga úr sjóunum og á annan hátt að verja skipið áföllum. Álitum við okkur nú vera komna suður í Látraröst og vera um það bil 40 euskar mílur undan landi. + Með kvöldinu versnaði í sjóinn og var nú miklum örðugleikum bundið að haldast við á þilfari, vegna storms og sjóa. Hríðin gerði og stórum óhægra um vik um all- ar athafnir. Klukkan var nú um 10. Jeg var á vakt ásamt Brynj- ólfi Magnússyni, háseta. Skipið hefir bakborðs háls, þ. e. tekur vindinn inn á bakborða. Jeg er fram á bóg að bjástra við báru- fleyg, er jeg heyri óljóst gegnum storminn, að Brynjólfur kallar, að við sjeum að fá á okkur sjó. Jeg var hálfboginn, en reisti mig upp þá þegar og sje þá, að skipið ligg ur flatt fyrir og finn, að stórsjór er að ríða undir. Brynjólfur hefir náð tökum utan um formastrið og heldur sjer þar af öllu afli. í skjótri svipan tekst mjer að kom- ast aftur að formastri og gríp ut- an um það á móti fjelaga mínum. „Mundu að standa ekki í fæturna, Brynjólfur“, er það síðasta sem okkur fer á milli. Það skiftir eng- um togum, sjórinn ríður yfir, kem- #r 4 skipið flatt fyrir stormi og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sjó. Jeg finn, að jeg slitna frá mastrinu, finn skipinu hvolfa og sje það óglögt koma yfir mig. Jeg skolast út af þilfarinu fvrir fram- an forvantinn til liljes. Jeg fæ ekk ert högg á mig og veit og finn glögglega, hvað hefir gerst, skip- inu er að hvolfa, við erum í græn um sjó, — við liljótum að farast. Jeg segi ekki fleiri sögurnar úr þessu. Alt hefir þetta gerst leiftur- hratt, sjórinn skollið yfir, skipið kantrað og hugsuninni um hætt- una skotið upp í huga mjer. Um leið og jeg slitna frá mastrinu og skolast út, finn jeg kaðalspotta, sem lafir út af skipinu. Með öllu afli gríp jeg í þenuan enda, sem af einskærri en örlagaríkri tilvilj- un kemur á þessu augnabliki í hendur mjer. Jeg byrja þegar að handstyrkja mig upp eftir þessum kaðli. Eftir nokkur eins rösk hand- tök og mátturinn við þessar að- stæður leyfir hefir mjer tekist að fika mig eftir þessum enda upp að borðstokknum á ný og get með nokkrum erfiðismunum velt mjer inn fyrir öldustokkinn — bak- borðsmegin á skipinu. ★ Skipið er aftnr á rjettum kili! Hvað hefir gerst? Jeg fann glögg- lega, að jeg skolaðist út til hljes, stjórnborðsmegin, nú sje jeg jafn glögglega, að jeg hefi komist upp á skipið aftur bakborðsmegin. Þetta hefir alt. gerst með þeim örhraða, að örðugt er að átta sig á því. En þræðinum í þessari örhröðu viðburðarás finst mjer jeg ekki hafa glatað. Jeg hefi haldið fullri meðvitund, ekki orðið fyrir meiðsl- um svo jeg finni og því nær eng- an sjó drukkið. Með þvílíkum hraða hefir þetta gerst. Það sem gerst hefir er þetta: Skipið hefir farið heila veltu í sjónum. Jötunnafl storms og straums í Röstinni hefir blakað við hintl litla skipi með þessum hætti. ★ Jeg stend einn á þilfari. Fjelagi minn er horfinn. Það er eyðilegt um að litast. Bæði möstrin eru þverkubbuð af, eftir standa aðeins atuttir stubbar af þeiiu. Rá og reiða hefir brotsjórinn svift fyrir borð. Skipsbáturinn er horfinn. Öll skanseringin er brotin burtu, en öldustokkurinn og stytturnar standa eftir. Afturlestin hefir sprungið upp og nokkur sjór kom ið í hana. Jeg hefi nú nokkurnveginn átt- að mig. Það þarf að pumpa. Fyrst verður að strengja talíuna á milli masturstubbanna til þess að hægt sje að halda sjer við pumpinguna. Forlestiu hefir ekki opnast og er það okkar lán. Nú kemur fyrstu maðurinn upp úr lúgarnum. Er það Þórður Markússon háseti, annar þeirra tveggja, er enn lifa af skipshöfn Capellu. Býr liann nú í Reykja- vík. Var liann ómeiddur. í lúgam- um hafði alt farið á ringulreið. Voru þeir, sem þar voru niðru, fullvissir þess, að skipið liefði far- ið heila veltu. Kolin sprengdu upp kolakjallarann í gólfinu, og suðu- áhöld og eldur úr kabyssunni lirutu um alt. Skipstjóri, sem legið hafði fyrir, varð fyrir því slysi, er hann hentist úr koju sinni, að rekast á heita kabjrssuna og skerast all- mikið á höfði. Ekki var þó sárið lífshættulegt. Engir aðrir þeirra, er niðri voru, meiddust. Nú var pumpað eftir megni, því allmikill sjór var kominn í skip- ið. Storminn hafði enn ekkert lægt, en nokkuð virtist okkur hafa dregið úr sjónum. Fanst okkur, sem við yrðum engra stórsjóa varir' eftir að við fengum áfallið. Aðstaðan á þilfari var örðug. Hríðin og frostið gerðu þar mjög óhægt. um vik. Fötin gaddfrusu utan á manni og hendurnar dofn- uðu við pumpinguna. Okkur tókst. nú að byrgja afturlestina og hafð- ist þá fljótlega undan við austur- inn. Þannig var drifið alla nóttina, í fullkominni óvissu, um, hvað við tæki. Var sú nótt bæði köld og vot. En enginn ljet samt bilbug á sjer finna. Við trúðum. á batn- andi veður og á sigur baráttu okk- ar, þrátt fyrir dauflegt útlit. Við höfðum nægan mat og gátum hit- að upp í lúgarnum og á víxl skroppið niður er á leið nóttina. En þess gengum við ekki duldir, að norðaustanstormurinn væri að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.