Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1939, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1939, Blaðsíða 5
I ÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS 349 í Kringilsárrana. Snæfell í baksýn. riðji dagurinu var dýrðlegur sólskinsdagur frá morgni, og tókum við hann snemma. Náði Ed- vard allmörgum myndum þann dag, m. a. af tveimur ungum törfum, með Suæfell í baksýn (sjá mynd). Komum við ríðandi á harða spretti yfir sandana, og reka þá alt í einu tveir tarfar hausinn upp yfir melöldu skamt frá. Yið fleygj- um okkur af baki og kippum hest umun í hvarf upp undir melinu, og læðist svo Edvard kringum hann og kemst allnærri törfunum. Stauda þeir kyrrir og glápa á hann, meðan hann tók mynd þessa af þeim. Síðan brokkuðu þeir Ijettilega af stað. Var engu líkara, en að þeir biðu eftir því að láta mynda sig. Sama daginn tók Edvard einu- ig mynd þá, er birt'var með fyrri hluta greinarinnar í síðustu Lesb., af dýrum, sem rása á beit fram með tjörn lítilli. Lá lianii þá á bakkanum hinum megin. — Til þessa höfðum við aðeins sjeð tiltölulega fáar kýr, og voru nokkrar þeirra kálflausar. Munu það hafa verið þær fimm, er rænd ar voru kálfum sínum. Töldum við líklegt, að kýrnar myndu halda sig á „efstu grösum“ með kálfa sína, alveg uppi undir jökli. Hjeld um við áleiðis þangað undir kvöld- ið til að svipast eftir þeim, og reyndist tilgáta okkar rjett. Koinu ])á tveir hópar rásandi innan und- an jöklinum, og voru 22—24 dýr í öðrum þeirra, en 24—25 í hinum. A’oru þetta flest kýr með kálfa sína, og nokkrar kvígur ltálflaus- ar. Miklu voru kýrnar varari um s:g og stvggari en tarfarnir. T'ndir kvöldið höfðu dýrin í rananum runnið saman í stóran hóp, 50—60 talsins. Sáum við ti! þeirra álengdar, og voru þá sum þeirra lögst undir nóttina. Riðum við framhjá þeim í nokkurri fjar- lægð. En kýrnar voru styggar, og spratt allur hópurinn upp og rás- aði af stað, en komu þá skáhalt í veg fvrir okkur. Fórum við þá af baki og læddist Edvard að þeim og tók kvikmynd af hópnum í nokkurri fjarlægð. Þetta var dýrðlegur dagur og óglevmanlegur frá morgni til kvölds. Og ein allra fegursta mynd dagsins var sú, er þessi stóri hóp- ur rann ljettilega upp brattan hlíðarslakka í rökkurbláma kvölds ins og hvarf yfir jökulölduna. Hreindýrin rása í þjettum hnapp, og hreyfast þá horn þeirra eins og lágur kjarrskógur í hægum vindi. Lítil hjörð, en fögur. ins og þegar er getið, er lands- lag í Kringilsárrana mjög leitótt, og mjög víðlent. Er því erfitt að ákveða fjölda dýranna með fullri vissu. En mjög munum við fara nærri um það. Teljum við, varlega áætlað, að þar muni verá um 100 hreindýr alls. Getur hjer skeikað um fáein dýr frá og til, en miklu mun það aldrei nema. I hjörð þessari eru um 40 tarf- ar, auk tarfkálfa, — álíka margar kýr, og um 20 kálfar, eða liðlega það. Voru dýrin væn mjög og sæl- leg, fjörleg og þroskavænleg með afbrigðum, svo að þar til er engu öðru saman að jafna. A dýrum þessum eru engin „dauðamörk“ nje „hnignunarmerki“. Lýsir alt útlit þeirra miklum þroska og kynfestu. Var auðsjeð á öllu, að hjer höfðu dýrin átt gott sumar. Var t, d, erfitt að greina kálfana frá kvíg- um og vetrungum sökum stærðar þeirra. Þektum við þá helst á því, er þeir hlupu undir mæður sínar til að sjúga.*) Sáum við aðeips einn kálf síðborinn, er var auð- þektur úr hópnum. Á tarfkálfum voru hornin orðin alt að því eins stór og á mæðrum þeirra, enda fella þær horn sín á vorin skömmu eftir burð. Þó báru tarfarnir af í stærð og fegurð! Voru hinir ungu tarfar Ijómandi fallegar skepnur og föngulegar. En þar voru einnig allmargir gamlir tarfar, feikn- miklar skepnur og glæsilegar með geysistór horn og falleg og *) Til samanburðar má geta þess hjer, að hreinkýr mjólka fremur lítið, um % lítra í mál. En það eru „dýrir dropar“, með 14— 20% fitu!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.