Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1939, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1939, Side 1
48. tölublað. Sunnudag-inn 3. desember 1939. XIV. árgangur. fc.f. Ein klukkustund hjá F. E. SILLANPÁÁ i. að kom ekki mjög á óvart, þegar það frjettist, að F. E. Sillanpáa hefði hlotið bókmenta- verðlaun Nobels að þessu sinni. Síðustu árin hefir nafn hans oft verið nefnt í sambandi við þau, og hefir sumum þótt það drag- ast vonum lengur, að hann hlyti verðlaunin. Meðal Finnfinna hef- ir jafnvel þeirrar skoðunar gætt, að það væri hlutdrægni Svía að kenna, og bæri þar til málstríðið í Finnlandi, þar sem finsk tunga er smátt og smátt að þrengja að kosti sænskunnar. Hjer skal ekki feldur um það nokkur dómur, hvort þessar get- sakir hafa haft við nokkuð að styðjast. En svo mikið er víst, að nú eru þær orðnar að engu. Mun því alment fagnað meðal bókmentavina um öll Norður- lönd, að F. E. Sillanpáá hefir hlotnast þessi heiður. Hann er fyrsti Finninn, er hlýtur þau og að maklegleikum. Finska þjóðin hefir aldrei notið jafn óskiftrar samúðar meðal Norðurlandaþjóða og síðustu vikurnar, og fór því vel á því, að hin ríkasta og öflug- asta þeirra, Svíar, heiðraði einn son hennar á þessum alvarlegu og merkilegu tímamótum, er hún stendur á. Þegar hamingjuóskirn- ar streyma til rithöfundarins persónulega þessa dagana, þá er hann einskonar tákn finsku þjóð Eftir sr. Sigurjón Guðjónsson F. E. Sillanpáá. arinnar, sem öll Norðurlönd vilja hylla og sýna samúð sína á ör- lagaríkri stund. Hjer á landi er F. E. Sillan- páá aðeins kunnur fyrir skáld- sögu sína Silju, er út kom í ís- lenskri þýðingu fyrir 4 árum, og hefir verið mikið lesin. Er Silja taljn ein af fremstu verkum höf- undarins og hefir verið kvik- mynduð og sýnd víða um heim. Ritstörf F. E. Sillanpáá hafa ver ið bundin við smærri og stærri skáldsögur og blaðagreinar ýmis- legs efnis. Ljóð nje leikrit hefir hann ekki skrifað. Hann hefir skrifað öll sín verk á finsku, og með því að hún er erfitt og óað- gengilegt mál, hefir höfundurinn verið lesinn eingöngu í þýðing- um erlendis. Flestar bestu bækur hans hafa verið þýddar á sænsku, og Silja hefir verið þýdd á nær öll Evrópumál. F. E. Sillanpáá þykir djúpur sálfræðingur. Hann er einlægur mannvinur og skrifar af mikilli samúð og skilningi um þá, sem eru skuggamegin í lífinu. Yið alla menn sjer hann eitthvað gott, eins og flestir þeir, sem gera sjer mest far um að skilja mennina. Hann lýsir oft mistök- um persóna sinna með mestu snild. En mistökin stafa ekki frá illum vilja, heldur vanþekkingu og vanþroska, er sumpart á ræt- ur að rekja til ills uppeldis. Sillanpáá er barnavinur og hef ir látið uppeldismál allmikið til sín taka. Hefir hann skrifað marg ar greinar um smábarnavemd, einkum þau árin, sem hann var ritstjóri. Sönnuðu þær greinar það, sem áður var vitað, hve mik- ill hann var í mannúð. Frægastur er rithöfundurinn fyrir lýsingar sínar á lífi finskr- ar sveitaalþýðu. Gerast flestar sögur hans til sveita í Yestur-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.