Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1939, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1939, Page 4
380 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fyrsti Norðmaðurinn í Ingólfshöfða síðan á dögum Ingólfs. Ferðaminningar eftir Sven Bruun Hjer var á ferð síðastl. sumar ágætur maður frá Noregi, að nafni Sven Brun, hæstarjettar- málafærslumaður frá Osló. Hann hafði einnig komið hingað fyrir tveimur árum og jeg kyntist hon- um lítilsháttar þá. Hann er m. a. einn af þektustu málverkasöfnur- um í Noregi og á stórt og gott málverkasafn, sem safn norska ríkisins á að eignast eftir hans dag. Þegar jeg var í Osló, haust- ið 1936 þá veitti hann mjer hina ágætustu aðstoð til að koma mál- verkasýningum Höskuldar Björns- sonar frá Dilksnesi á — bæði í Osló og Bergen og ýmsan annan greiða sem jeg skuldaði honum mikla þökk fyrir. Eins og marga fleiri, sem einu sinni hafa komið til Islands, lang- aði hann til að koma hingað aftur — og kom hingað seint í júní s.l. Hann hafði áður sjeð Austur- og Norðurland, en langaði nú til að sjá hinar syðri bygðir landsins og fylgdi jeg honum austur til Öræfa því þar finst mjer tign landsins mest — og stórkostlegust og ynd- islegust í senn. Við vorum hepnir með veður og alt í þessari för, svo enda þótt Svenn Brun sje með allra víðförnustu mönnum, þá laldi hann þessa för einhverja þá bestu sem hann hefði farið um dagana. Jeg vil ennfremur geta þess, að Sven Brun er ágætlega að sjer í fornum bókmentum okkar. Þótti mjer oft mikils vert um minni hans hvað mannanöfn og staða- nöfn snerti. Til dæmis er hann gagnkunnugur Sturlungu og mun það nú fremur ótítt um Islendinga, hvað þá heldur um útlendinga, sem ekki stunda þau fræði sem vísindi. Eftir að Sven Brun kom heim, skrifaði hann mjer langt brjef um ferða,lagið og jeg hefi snarað inestu af því( hjer, vegna þess að jeg veit að marga mun fýsa að vita hvað góðir erlendir gestir hafa að segja um landið og okkur. Ragnar Ásgeirsson. ★ Eftirtektarverðasta ferðamannalandið. eg verð að segja það að jeg hálf fvrirvarð mig þegar jeg leit í gestabækurnar á íslenskum gistihiisum og fann þar svo að segja engin norsk nöfn. Allir þeir Norðmenn, sem ferðast til annara landa ættu að minsta kosti að koma til Islands einu sinni á æf- inni. En hve oft hefi jeg ekki mætt þessari spurningu: „Til hvers ætl- arðu eiginlega til íslandsf* — Þessi spurning afhjúpar ákaflega mikla fávísi. Jeg hefi mikla rejmslu um ferðalög, því jeg hefi ferðast lengi og víða um 3 heims- álfur og tit frá þeirri reynslu minni held jeg því fram, að ís- land er eftirtektarverðasta ferða- mannalandið. Eða, svo að jeg tali gætilega: Það sem jeg hefi sjeð af Islandi. Jeg dæmi aðeins út frá þeim landshlutum sem jeg hefi sjeð og fer eins varlega og rjett í sakirnar og Cordell Hull, utan- ríkismálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann var á ferð í járnbraut með vini sínum. Þeir óku fram hjá sauðahjörð mikilli sem var nýrú- in. „Nei — það er búið að rýa hjörðina", sagði vinur hans. „Já, þeim megin sem að okkur snýr“, svaraði Hull. En, sem sagt, það sem jeg hefi sjeð af Islandi, hefir sannfært mig um að það er eitt eftirtektarverð- asta ferðamannalandið. Finskur maður spurði mig einu sinni hvernig mjer líkaði að ferð- ast í Finnlandi. Jeg sagði honum að ferðin hefði mint mig á sann- indi gömlu dæmisögunnar sem stóð í fyrstu lesbókinni minni. Hún var um manni sem hafði far- ið í kaupstaðinn, og þegar hanu kom heim gaf hann hverju barni sínu eina ferskju og sagði: „Börn- in mín góð! Hjerna er ein ferskja sem þið skuluð gæða ykkur á. En fleiri þurfið þið ekki, því að þær eru allar eins“. — Og Finnland — þar er einn kílómeter alveg eins og annar og eitt af hinum sextíu þúsund vötnum, er alveg nákvæm- lega eins og hin. Morgun sköp- unarverksins. En ísland! — Hin gamla klass- iska setning: quid novi ex Africa, yrði ennþá rjettari ef maður segði: quid novi ex Island: „Hvað nýtt er frá íslandi“. Því á íslandi stendur morgunn sköpunarverksins enn yfir. Jeg minnist eins ferðafje- laga míns, frá Akureyri til Reykja víkur, með Novu. Það var maður, svo svipmikill, að eftir honum hlytu menn að taka, hvar sem hann færi um veröldina. Jeg fór, að gamni mínu, að hugsa mjer hann á þeim stöðum sem mjer fanst að hann gæti átt heima. Ilefði jeg hitt hann í Palestínu, hefði jeg gert hann að patriarka, einn af hinum rjettu gömlu, eða að spámanni. Hefði hann verið í þjóðbúningi Araba og setið á liif- alda þá hefði hann verið höfðingi yfir göfugum ættstofni. í Róma- borg hefði jeg gert hann að kard- ínála; en, þetta var prestur í af- skektri íslenskri sveiþ Jeg gaf mig á tal við hann og sagði hon- um meðal annars frá vonbrigðum að breyta áliti vðar, Dettifoss er „Nei“, svaraði hann; „þjer verðið að breyta áliti yðar, Dettifoss er hvorki ljótur nje fagur, hann er fyrir ofan og utan öll takmörk og hugtök. Hann er frá því fyrir sköpunina. Fljótandi, streymandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.