Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1939, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1939, Side 6
382 LESBÓK MORGUNBLABSINS besta vini, en einnig sínum versta óvini. Þegar Ingólfshöfði var að hverfa datt mjer í hug vísa vir kvæði eft- ir Velhaven: Til havs i vest for Helgelands skær, der svömmer en ö pá de skumm- ende vover, — en svo mundi jeg ekki áfram- haldið og jeg var að reyna að grafa það fram úr hugskoti mínu á leiðnni heim og hjer er það: men kommer en gang en sejler den nær da samler sig skyer derover. Og skjult er da den vinkende strand, og ingen tör öen bestige með tanken kun tör kystboen hige mot vest til det dejlige Alfeland. En Ingólfshöfði kom aftur í ljós og í augum mínum er hann ekki hulduheimur sem maður aðeins getur þráð að komast til, heldur hinn fullkomni og fegursti veru- leiki. Þaðan sjer yfir hafið vítt og blátt og bylgjurnar brotna við fjallið með „sögudyn“ — myndi Björnson hafa sagt. Fuglagargið og baráttan um sillurnar í bjarg- inu með hinum frjósama gróðri. Og snúi maður sjer til landsins blasir við ein hin fegursta sýn í víðri ver- öld, alt frá Vestra-Horni í austri að Hafursey og Mýrdalsjökli í vestrinu. Öræfajökullinn í geislandi sól og silfurglitrandi eyrarnar í Skeiðará, sem er ekki lengur hættu leg að sjá, því að nú leikur bros um andlit Fjallkonunnar. Þetta er biblíu-„stemning“ og mjer fanst að skaparinn hlyti að líta yfir þetta land og finnast verk sitt vera harla gott. Hjer er sköpunin full- komin — ekkert kaos, enginn ó- skapnaður. Jeg loka augunum og fer að hugsa um hvernig hjer myndi vera í þoku, og mjer dettur í hug Tibidabo -— fjallið í grend við Barcelona. Spönsk þjóðsaga segir að það sje fjallið þar sem Djöf- ullinn freistaði Krists. Hann sýndi honum öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð og sagði við hann: ..Alt þetta vil jeg gefa þjer (Tibi- dabo), ef þú fellur fram og tilbið- ur mig“. Og hinn stolti Spánverji sem segir þessa sögu, bætir við að Kristur hafi aðeins staðist freist- inguna vegna þess að þokuhjúpur huldi hið fagra spánska land fyrir neðan. Ingólfshöfði er Tibidabo ykkar íslendinga. Skaftfellingar. Við vorum að spauga með að jeg myndi vera fyrsti Norðmaður- inn sem hefði komið í Ingólfshöfða og Hjörleifshöfða síðan á dögum þeirra fóstbræðra — og Gísli Sveinsson sýslumaður var svo elskulegur að segja að frá hans hlið skyldi ekkert gert til að af- sanna það. En verði jeg spurður um hvað mjer sje minnistæðast úr ferðalaginu fyrir utan alla þá fegurð sem jeg fjekk að sjá, þá hlýt jeg að svara að jeg gleðst mest yfir að liafa kynst hinu á- gæta fólki á Fagurhólsmýri, Svína- felli, Skaftafelli — jeg get ekki nefnt það alt. Betra fólk hefi jeg ekki hitt á öllum mínum ferða- lögum. Jeg vildi gjarnan koma aftur og vera lengi hjá þeim. Jeg hefi oft minst vísunnar eftir Step- han G. Stephansson: Lengi var jeg læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Mjer finst hún svo góð lýsing á þeim, því það er eins og þetta fólki geti alt. Og þarna lifir þetta fólk með stöðuga ógn Öræfajökuls yfir höfði sjer. Það er eins og þeir viti sig vera undir „sjerstakri vernd“ — eins og Ibsen lætur Pjetur Gaut komast að orði. Aðfinslur. En það er víst best að jeg dreypi nokkrum dropum af malurt í bik- arinn, áður en jeg kem að Reykja- vík og nefni tvena sem jeg varð ergilegur út af á íslandi. Hið fyrra er hinn gamli þingstaður undir Eyjafjöllum, hinn fagri Steina- hellir, sem nú er blátt áfram sagt sóðabæli. Hvers vegna ekki moka sóðaskapnum út úr honum og hafa staðinn í heiðri — og halda þar þing að nýju? Það væri sjálfsagt kleift að láta eiganda hellisins fá fjárhús annarsstaðar í staðinn, sem gerði sama gagn, og hreinsa hellirinn svo að þeir sem vilja skoða þessa fögru náttúrusmíð þyrfti ekki að vaða í skarni í mjóalegg — eða meir. En máske skortir tilfinningu fyrir að halda gamla staði í heiðri. Jeg varð jafn ergilegur þegar jeg kom að Reykholti fyrir tveim- ur árum til að skoða Snorralaug og sá að æskan, sem ætti að fá sitt besta uppeldi þar, leyfir sjer að kasta blikkdósum og pappír í laugina. Reykholt ætti að kenna þeim sem þar dvelja að bera virð- ingu fyrir því sem minnir á fræg- asta son og mesta listamann ætt- jarðarinnar. Það er lágmarkskrafa. Það þriðja var að jeg átti bágt með að þola villidýrin sem þið nefnið mýflugur, sem rjeðust á mig, í augu og eyru, nef og munn. En það er víst verra að bæta úr því. Reykjavík og Einar Jónsson. Reykjavík er í mínum augum listasafn Einars Jónssonar. Og safn hans er í huga mínum ímynd íslands, andi þess höggvinn í stein; feldur í stuðla í öllum hans verk- um. Ilann er þjóðlegur og þó al- þjóðlegur í senn með mikinn skiln- ing á mannlegu lífi, tilfinningarík- ur og hugmyndaauðugur. Þeir sem þangað koma verða þar fyrir margskonar áhrifum og það sýnir best hve mikill maður hann er. Mín skoðun er sú að meðal mynd- höggvara eigi hann aðeins þrjá jafningja: Michel Angelo, Rodin og Gustav Vigeland. Vita brevis — Ars longa. Lífið er stutt, listin löng. Listamaðurinn deyr. En list hans lifir og heldur áfram að leiftra og lýsa upp geim- inn eins og geislar frá löngu slokn- aðri stjörnu, og þannig mun list Einars Jónssonar halda áfram að lifa meðan mannshjörtun slá. Það sem ísland hefir gert fyrir hann fær það hundraðfalt aftur. Ætt- liður eftir ættlið mun finna leið- ina að safni Einars Jónssonar því þar er ein af hinum auðugu upp- sprettum lífsins. Minningarnar hópast saman þeg- ar jeg hugsa til íslands; — ein- búans í Atlantshafinu — með þakk læti fyri þá gleði sem jeg hefi þangað sótt; og jeg óska að örlög mín verði svo blíð að leið mín liggi einu sinni enn til þessarar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.