Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.1939, Blaðsíða 1
49. tölublað. Sunnudaginn 10. desember 1939. XIV. árgangur.
í i»fuld*rprent»mlðjc h.f.
Skáldsagnahöfundurinn,
sem settibækursínarsjálfur
Guðmundur Magnússon (Jón Trausti)
Eitt er það sjerkenni þjóðai'
vorrar, sem einna mest er
um vert, og það er einstaklings-
djörfungin. Við hvaða kjör sem
menn búa í æsku, hve lítillar ment-
unar sem þeir njóta, hversu sem
efnahagurinn kann að vera óbæri-
lega þröngur — alt þetta er í aug-
um framgjarns unglings yfirstíg-
anlegir erfiðleikar, finni hann
viljann til þess að komast áfram,
og máttinn er sá vilji skapar.
Æfisaga Guðmundar Magnús-
sonar skálds er eitt af hinum eftir-
tektarverðu dæmum þess, hvernig
íslenskir æskumenn geta brotist
áfarm, þegar þeir hafa í sjer gáfur
og hinn óslökkvandi vilja til að
leysa af hendi ætlunarverk sitt.
Rúmlega 20 ár eru nú liðin síð-
an Guðmundur Magnússon dó. En
næstu 12 árin þar á undan var
hann áreiðanlega einn þeirra,
manna, sem mest var um talaður
á landi hjer^ frá því fyrsta skáld-
saga hans, Halla, kom út árið 1906.
Þegar litið er til baka til þess-
ara ára undrast maður að rit-
höfundaræfi hans skyldi hafa ver-
ið ein 12 ár,, því svo mikið liggur
eftir hann.
Sú kynslóð, sem alist hefir upp
í landinu eftir andlát hans, hefir
lítið um hann heyrt beinlinis, en
bœkur hans hafá verið lesnar svo
mikið að þær eru löngu uppseldar
og flestar lítt fáanlegar.
★
Guðmundur Magnússon ólst upp
í einu veðurharðasta útkjálkahjer-
aði landsins, Melrakkasljettu, var
fæddur í Rifi — nyrsta bænum á
landinu. Hann ólst upp á hralc-
hólum við hina mestu örbirgð, svo
mikla fátækt og beinlinis sult, að
verra gat það naumast verið hjer-
lendiSi Um tilsögn eða skólanám
van lítið sem ekki að ræða.
En ungur kemst hann til Seyð-
isfjarðar og þar gerist hann prent-
nemi og var prentiðn hans aðal-
starf lengst af upp frá því.
Það er einkennilegt frásagnar,
að maður sem ár eftir ár samdi
eina skáldsögu á ári, og ritaði
margt auk þess, orti kvæði við
ýms tækifæri og fjekst við sögu-
legar raunsóknír, skyldi með Öllu
þessu vinna sitt fulla verk se*1*