Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.1939, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.1939, Blaðsíða 2
38Ö LESBÖK MORQUNBLAÐSINS prentari. En það gerði Guðmund- ur, og var auk þess með því inarki brendur, að hann virtist altaf hafa nægan tíma til alls. Þegar kunningjarnir komu að heimsækja hann, þá var hann á- valt svo ræðinn, að liann vildi draga það sem lengst að þeir færu. Og hitti hann menn á förnum vegi, einkum þá sem hann gat eitthvað fræðst af, um nýtt eða gamalt, þá gaf hann sjer altaf tíma til þess að teygja úr sam- talinu. Fyrir mjer stendur Guðmundur Magnússon í þessu ljósi fyrst og fremst. Alveg óvenjulega fjölhæfum gáf- um gæddur, sem koma fram í því, að hann drekkur í sig áhrif frá öllu, umhverfi sínu. Ekki einasta í mannlífinu. Hann hefir glögt auga fyrir allri náttúrufegurð. En sam- fara þessum næmleika er svo löng- unin eða þörfin til þess að segja frá, gefa því form sem hann upp- lifir í andans eða veruleikans heimi. Sem dæmi upp á þá ríku tilhneigingu hans, er það, að þeg- ar hann er á ferðalögum og sjer einkennileg náttúrufyrirbrigði, getur hann ekki á sjer setið að taka upp blýant og blað og teikna myndir af því sem vekur mesta athygli hans. Aldrei hafði hann notið neinnar tilsagnar í dráttlist. En honum hefir fundist það eins og sjálfsagður hlutur, að hann gæti teiknað, eins og hann gæti 8krifað. ★ Á fyrstu árum skáldskapar hans var það aðallega ljóðagerðin sem hann lagði stund á. En þar fjekk hann ekki byr. Honum var ákaf- lega ljett um að yrkja. En þeir sem þóttust betur settir í söðli skáldfáksins tóku honum ekki vel. Þá tók hann upp sagnagerðina. Og ritaði undir dulnefninu Jón Trausti. Fyrsta sagan hans var Halla, sem kunnugt er. Hann setti bókina að mestu leyti sjálfur. Starfsbræður hans í Gutenberg hjeldu þvl fram síðar, að hann hefði ekki altaf haft handrit fyrir framan sig, er hann stóft við setj- arakassann, Að hann hafi ekki lamið með hleki og penna eins og Guðmundur Magnnsson. tíðkast, heldur sext kafla í bók- inni óskrifaða. Handrit, vandað, er til gf Höllu, sem öðrum skáldsögum hans, hvað sem hæft er í þessu. En það væri eftir Guðmundi að hann hafi kunn að suma kafla utanað og því ekki þurft að fylgja handritinu eins og aðrir prentarar. ★ En hvernig samrýmdist svo skáldsagnagerðin við prentiðnina? Kunningi Guðmundar, sem lengi bjó í húsi hans við Grundarstíg 15, segir svo frá. En það hús bygði hann, og þar áttu þau hjón- in, Guðrún Sigurðardóttir og hann, snoturt heimili. Efnin voru aldrei mikil. En þau komust vel af með sparsemi og fyrrirhyggju. Var sambúð þeirra hin besta. Þau eign- uðust ekki börn, en tóku kjör- dóttur, Mörtu að nafni, sem gift er Guðjóni Ó. Guðjónssyni prent- ara. Betri sambýlismann en Guð- mund Magnússon gat jeg ekki hugsað mjer. Altaf jafn hæverskur og lítillátur. Þó krakkarnir í hús- inu gerðu hinn mesta hávaða og jeg óttaðist að þau trufluðu hann við ritstörfin þá var hann svo niðursokkinn í sínar eigin hugsan- ir, að hann útilokaði sig frá ut- anaðkomandi áhrifum. Enda kvart aði hann aldrei um ónæði á hverju sem gekk. Hann kom heint úr prentsmiðj- UniiÍ klukkan 4 eða '6 eftir há- degi og settist þá að jafnaði við skrifborðið um stund. Hann vann í Gutenbergsprentsmiðjunni. En um klukkan 7, er heimildarmaður minn kom heim frá sinni vinnu, var Guðmundur oftast nær farinn að æfa sig á orgel. Þaú á þessum árum lagði hann stund á orgelspil, keypti sjer hljóðfæri án þess að kunna nokkuð til þeirra hluta og æfði sig síðan án tilsagnar og sóttist það vel, sem annað er hann fjekst við. Mjög oft sat hann svo við skrift- ir eða. lestur framt á nætur. Garð ræktaði hann við hús sitt á Grundarstíg, og vann að öllu leyti að því sjálfur. En svo rúm- an tíma hafði hann við garðyrkju- störfin, að ef einhver kunningi hans fór um götuna var honum ekkert kærara en að þeir kæmu í garðinn til hans og hann gæti rabbað við þá og sýnt þeim það sem óx þar og dafnaði. Og þegar hann tók menn tali hagaði hann samtalinu oft þannig, að bækur hans báru á góma. Þá kom í ljós, að sögupersónur hans voru eins og kunningjar hans, sem hann þekti náið og eftir langa viðkynningu, kosti þerra og galla, fann til með þeim í blíðu þeirra og stríðu. Þess vegna urðu sögu- persónur hans svo lifandi fyrir hugskotssjónum lesendanna. ★ En voru þessar persónur hans þá fólk sem hann hafði kynst í lífinu? Um það var mikið talað á þeim árum er bækur hans komu sem örast út. Margir vildu að svo væri. Sumpart máske af öfund við höf- undinn. Vildu ekki unna honum þess að hann gæti „skáldað" þetta með svo miklum lífsanda. En aldrei verður úr því leyst, hvaða sögupersónur hans eru eftirmynd- ir samferðafólks hans, og hverjar ekki. Enda skiftir það engu máli. Jón Trausti varð skáldsagnahöf- undur á þann hátt, að hann fann til með samtíð sinni, sá í gegnum samferðafólk sitt, lærði að skilja það af innsýn sinni, lærði að meta það og líta niður á það, eftir því sem hver vann til, lœrði að hryggjast og gleðjast með þvi. Þess vegna gat hann skrifað sam- tíðarlýsingar sem lifa fyrir hug- skotssjónum komandi kynslóðáj

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.