Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1939, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1939, Blaðsíða 2
418 lesbók morgunblaðsins Suður um Svíþjóð Ferðasaga efiir Davið Aske/sson Hjer birtist síðari hluti af ferðasögu Davíðs Áskelsson- ar og fjelaga hans. Þar sem lesandinn skildi við þá síðast voru þeir á landmærum Finn- lands og Svíþjóðar. Og nú hefst ferðin suður eftir Sví- þjóð. r til Haparanda kom fengum við okkur herbergi á ,,Hótel <Gunnari“. Kostaði það aðeins 5 kr. Daginn eftir fórum við að skoða okkur um í bænum. Var þá farið að minka allverulega í buddunni. Tókum við það þá til bragðs, að við keyptum í prent- smiðju einni heilt upplag af prent- uðum söngvum, sem við gengum með í hús og seldum. Við gáfum einn.' eyrir fyrir stykkið, en er við buðum þá sögðum við: „Gi eftir behag“. Jeg set hjer að gamni 1. vísuna af einu kvæðinu: Om det ár ödet eller slump, som gör at jag for vandra och mángen gáng i gammal lump, som jag har fátt av andra. Att giva, det nog alla vet, ár báttre án att taga. Det ár ju blot i ödmjukhet man hár bör allt fördraga. Misjafnlega var söfnun okkar tekið. Sumir gáfu 10 aura, aðrir 25 aura og jafnvel krónu. En margir ráku okkur öfuga aftur. Einn sagði: „Gá át fan, om du inte vil att jag gir dig en pá káften“. Annar sagði: „Det be- hager mig att slá íhjel dig, om du inte drar át helvete“. En á þenna hátt fengum við 18 krónur. Um nóttina vorum við á „Hót- el Gunnari", en lögðum af stað morguninn eftir til Boden. Ligg- ur sú leið í gegnum skógarflæmi og óræktar mýrar. Fengum við að sitja á vörubíl svo að segja alla leiðina. í „Steininum“. I Boden lentum við báðir í „steininum“ eina nótt. Ekki þó fyt-ir neinn glæp eða afbrot. Nei, öðru nær. Svoleiðis var, að þar var haldin mjög fjölmenn „her- stefna“ (Militárstávne) og voru öll liótel yfirfull. Eftir langa en árangurslausa leit leituðum við á náðir lögreglunnar, sem „setti okk- ur inn“, þ. e. a. s. lofaði okkur að sofa í auðum fangaklefa um nótt- ina. Voru vasar okkar tæmdir áð- ur en við færum inn, og hurðinni læst að utanverðu. Þótti okkur þetta hálf óviðkunnanlegt, en vor- um huggaðir við, að þetta væri að eins gert til að framfylgja reglu- gerðinni. Klefinn var bæði vist- legur og hlýr, og sváfum við á- gætlega um nóttina. Morguninn eftir var okkur svo hleypt út. I Boden er herstöð (kaserne) og virki mikið skamt frá bænum. Var okkur stranglega skipað að hafa myndavjelina lokaða niður í tösku, meðan við værum í bænum og innan þriggja kílómetra fjar- lægðar við hann, hvað við og dyggilega gerðum. Hjeldum við af stað um eftirmiðdaginn niður að ströndinni til Luleá og kom- um þangað laust fyrir miðnætti. Luleá er að líkindum með stærstu járnútflutningshöfnum í Skandinavíu. Málmur sá, sem það- an er fluttur, er grafinn upp í Ki- runa og hjeraðinu þar um kring. En Kiruria er smábær langt inni i landinu nálægt norsku landa- mærunum skamt frá Narvík. Er miklu af málminum útskipað þar. Luleá ber glögt með sjer, að þar er stór útflutningshöfn. Stöðugt liggja málmskip og lesta við bryggjurnar, en þær eru m'argar. Einnig lágu mörg skip á höfninni. Stöðugur straumur var af eim- lestum niður við höfnina og komu þær allar frá Kiruna með málm. Voru oft 40—50 vagnar aftan í hverri eimreið. Grunaðir um „sprútt“-sölu. t Luleá vorum við tvo daga, seldum söngva og flæktumst í skip unum, en þau voru flest þýsk. Vorum við að athuga möguleik- ana á að komast með einhverju þeirra til Stokkhólms. En slíkt var ógjörningur. Hvað eftir ann- að urðum við varir við, að við vor- um grunaðir um að smygla brenni víni í land úr þessum skipum. Vor um. við tvívegis skoðaðir af toll- þjónum, er við vorum að fara í land. En náttúrlega bar sú leit aldrei neinn árangur. Einu sinni mættum við ræfilslegum flæking upp í bæ, sem tók okkur tali. Virt- ist hann mjög timbraður og bað okkur í guðanna bænum að selja sjer nú svolítið sprútt. Við Benne fullvissuðum hann um, að við hefð um ekkert því um líkt, og hefðum aldrei haft. En hann varð því á- kafari og sagði, að hann skyldi borga tíu krónur fyrir þó ekki væri ne:ma hálfflösku. En við end- urtókum bara það, sem við höfð- um áður sagt. Þá varð hann allur að smjöri og bað okkur nú bless- aða um að líkna sjer. Dró hann upp tvo tíu krónu seðla og hamp- aði framan í okkur. Urðum við þá gramir við og sagði Benne honum á góðri norsku að fara í heitsvart sjóðandi h.... og skyldi hann hjálpa honum að komast þangað, ef hann vildi. Því til sanninda- merkis bretti hann upp ermarnar, steytti hnefana framan í durginn og var allur hinn vígalegasti. Við þetta þagnaði hinn og hjelt burt. En rjett eftir sáum við hvar tveir lögregluþjónar komu fram úr húsasundi og labbaði sá sprútt- fúsi beint til þeirra, og sáum við glögt að hann hristi höfuðið. Hvítnaði þá Benne allur upp af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.