Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1939, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1939, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 423 er kunn á Frakklandi, skýst upp fyrir hugskotssjónum lesandans með hinu vilta landslagi 'sínu, hafinu, er miðnætursólin baðar geislum sínum, fjörðunum, fjöllunum og hinni grófu, en þó göfuglyndu fábreytni í siðum sínum“. Annar franskur ritdómari segir: „Æskusögur hans streyma í skærri og heitri sól, lífsgleðin logar af öllu, og fjarri fer því, að börnin ein fái í bókum þess- um hressing og hrifning . . „Nonni og Manni eru tveir litlir íslenskir drengir, ef til vill helsti æfintýrgjarnir, en svo góðviljaðir, svo frískir, svo hreinir, svo fullir trúnaðar- trausts! Þeir fara raunar dálítið of langt upp til fjallanna, dá- lítið of langt út á sjóinn (og ekki ber altaf að fylgja dæmi þeirra, svo mikið kveður að!), en alt þetta virðist ekki of hrikalegt, því yfir heildinni hvíl- ir sjerstakt ljós jarðneskrar paradísar, eða, ef þjer kjósið heldur, skáldskapar. Ó, hve fe- land er hugþekt, og hve fjarri erum vjer ekki þar skarkala, eymd og taugaæsing nútíma þjóðfjelagsins!“ Hinn þriðji kemst svo að orði, að þeim, er lesi bækur Jóns Sveinssonar, þyki sem um þá leiki sá blær, er Islandstöfrar nefnist. ★ Þannig mælist Frökkum um Jón Sveinsson. Slík eru áhrif bóka hans á þá. Jeg hefi lesið dóma annara þjóða. Þeir hníga í sömu átt: Hvarvetna einróma lof. Jón Sveinsson er tvímæla- laust frægasti Islendingur, sem nú er uppi. Rit hans hafa verið þýdd á fjörutíu tungumál og hljóta hvarvetna fádæma vin- sældir. Þau hafa farið sigurför umhverfis jörðina alla. Það má segja um Jón Sveinsson líkt og keisarana miklu forðum daga, að sól hnígi aldrei til viðar í ríki hans. Það er næstum furðuefni, hve mikils frama þessi íslendingur hefir aflað sjer um víða ver- öld. Þó verður slíkt ef til vill ljósara, er menn skygnast nán- ar í ritverk hans, kanna list hans ýtarlegar. Jón Sveinsson hefir hlotið hinar fornu ritsnild- ar-gáfur þjóðar vorrar í beinan arf. I bókum hans má greina drætti þeirrar sömu handar, er áður fyrr reit hin ódauðlegu verk, íslendingasögurnar. Sama ljetta, lipra málið einkennir bækur hans, sama fjöruga frá- sögnin, sömu lifandi lýsingarn- ar. Jeg minnist þess og, að sum- ir hinna frönsku ritdómara hafa orð á þessu. Þeir kveða, að verk hans sjeu þrungin anda hinna fornu sagna. Paul Bourget seg- ir: „Vjer verðum þess varir, að hið frumlega ímyndunarafl, er forðum daga skóp hinar kyn- legu þjóðsögur Norðursins, hrær ist, dulið og ósjálfrátt, í tilfinn- ingalífi æskumannsins, og guð- rækni drengjanna tveggja, trú þeirra á verndun upphæðanna, barnsleg einlægni bæna þeirra sýna oss, hve kristindómurinn hefir hrifið innilega þessar sálir afkomenda hinna heiðnu vík- inga fortíðarinnar“. * Þetta verður þeim mun skilj-< anlegra, er við kynnum oss upp- haf Jóns Sveinssonar. Hann á ættir að rekja til Auðar hinnar djúpúðgu og Ólafs hvíta her- konungs. Forfeður hans voru merkis- og atkvæðamenn í þjóðlífi voru lið fram af lið. Jón Sveinsson er og einkar norrænn að ásýnd og yfirbragði. Hann er eins og ætla mætti hinn sann- asta og hreinasta íslending: Hár og herðibreiður, bláeygur cg bjartur yfirlitum. Hann hefir einnig- náin tengsl við ættjörð sína, þrátt fyrir það, að hinn víði veggur hafsins hafi hulið hana sjónum hans þvínær sjö tugi ára. Móðurmálið talar hann enn bæði skýrt og lítalaust, en slíks munu ekki dæmi um nokk- urn þann, er svo lengi hefir dvalið með öðrum þjóðum. Mjer er kunnugt um, að hann fylgist vel með því, sem fram vindur hjer heima fyrir. Og honum er afar Ijúft að fjalla um Island, æskustöðvarnar. Síðast, er jeg átti tal við hann, kendi hann nokkurs kvíða um afdrif þjóðar sinnar sökum þeirra róstutíma, r vfir vofðu. Mjer finst stundum, að við Is- lendingar sjeum helsti gleymnir á þennan höfund. Við gerum oss naumast fulla grein fyrir mikil-. vægi hans. Það er því líkast því sem við höfum mist sjónar á honum, enda fjekk hann skjót-> an frama, og frægð hans hefir vaxið hröðum skrefum. Það er viðurkent nú, að rit hans hafa markað stefnu í sögu bókment- anna. Má geta þess m. a., að fyrir skömmu var varin dokt- orsritgerð við háskólann í Was- hington, er nefndist. „Um áhrif verka Jóns Sveinssonar á bók- mentir æskunnar". * Jeg átti nýlega tal um Jón Sveinsson við lærðan franskan mann, prófessor í stærðfræði og náttúruvísindum. Var hann sjálfur vel metinn höfundur og hafði samið merkilegt rit um trúarefni. Hann sagði, að bækur Jóns Sveinssonar væru ekki að- eins hrífandi barnasögur, held- ur stórfenglegar bókmentir. Höfuðkostinn taldi hann alhæfi þeirra, þ. e. að þær sneru til allra, væru lesnar af ungum og gömlum, körlum og konum, hverrar stjettar sem þeir væru, og hvaða þjóðflokk sem þeir heyrðu til. Hann kvaðst þeirrar skoðunar, að Jón Sveinsson ætti skilið Nóbelsverðlaun og furð- aði sig á því, að Islendingar greiddu ekki götu fyrir slíku. Jeg hygg, að oss muni skilj- ast betur, hve mikilhæfan og þjóðnýtan mann vjer eigum þar sem Jón Sveinsson er, og að vjer munum brátt gjalda þakk- arskuld vora í fleiru en því einu að dást að verkum hans. Víst er það, að allir Islendingar senda Nonna hlýjustu nýárs- kveðjur sínar, þangað sem hann dvelur nú, aldurhniginn, á næstu grösum við hinn ógurlega hildarleik. I des. 1939. Magni Guðmundsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.