Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1940, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1940, Blaðsíða 2
26 --1 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS sögn Platós í efa. Hafa margar tilgátur komið fram um það, hvar undralandið Atlantis hefði verið. Menn hafa ekki viljað festa trún- að á söguna um landið, sem sökk. Hinn mikilhæfi vísindamaður Leo Frobenius faun t. d. sjerkennilega negramenuingu nálægt bænum Benia og hjelt því fram, að þar væru áhrif frá Atlantis, en At- lantis átti eftir kenningu lians að hafa verið nálægt mynni Niger- fljótsins. En Plató talar greini- lega um evju. Og því getur þarna ekki hafa verið um annað að ræða en í hæsta lagi áhrif frá Atlantis- menningunni. Adolf Sehulten kom með aðra kenningu um að Atlantis hafi verið á vestanverðum Pyrenæa- skaga meðfram ánni Guadalquivir. Fleiri getgátur hafa komið fram, sem hvergi geta átt heima við frásögn Platós um eyna miklu. Árið 1882 kom iit bók eftir Ig- natius Donelly: ,,Atlantis, the Antediluvian World“. Hún vakti mikla eftirtekt, álíka mikla og uppgötvun Sehiaparelli, er hann kom auga á „skurðina“ á Mars. í bók þessari er frá því sagt, að Atlantis hafi verið mikil eyja í miðju Atlantshafi. Hæstu tindar eylendis þessa sjeu Madeira og Azoreyjar, sem enn standi upp úr. Á árþúsundatímabili höfðu At- lantisbúar ekki aðeins dreifst um eyju sína, heldur til meginland- anna beggja vegna hafsins, til Mexico, Suður-Ameríku, Vestur- Afríku, Suður-Evrópu og alla leið til Vestur-Indlands. Landið skiftist aðallega í þrent, umhverfi eldfjallanna, hásljettuna, þar sem konungarnir höfðu að- setur og sljettuna miklu. Lofts- lagið var hlýtt, nálgaðist hitabelt- isloftslag, og mjög gott. Þarna var vagga menningarinn- ar. Atlantisbúar voru fyrstu menn, sem kunnu að byggja úr tígulsteini, rækta silki, korn og ávexti. Þeir höfðu kvikfjárrækt, fundu upp áttavitann og púðrið, voru stjörnufræðingar og gerðu sjer stafrof, gerðu stál og pappír, Atlantis var Paradis á jörð, lahd frjósemi og friCar^ Eden, Sælueyja, Olymp, Ásgarður, draiim ttrinn um dýrðlegá fortlð, sem all- ar þjóðir geyma. En í Mexico, Perú, Egyptalandi og Babýlon lifði menning, sem þaðan var runnin. Síðan hafa verið færð mikilvæg rök að kenningum þessum. Vís- indaleiðangrar, fyrst og fremst á breska fallbyssubátnum „Challeng- er“ og ameríska skipinu „Delp- hina“ hafa mælt hafdýpið á öllu þessu svæði. Komið hefir í ljós, að frá Irlandi og alt til Az- oreyja er mikill fjallgarður á mararbotni. Sumir tindanna eru 2700 metrar á hæð. Jarðfræðing- ar hafa skorið úr því, að fjöll þessi eru lík Antilleyjum, og að land þetta getur hafa sokkið í lok síðustu ísaldar. Hvort þetta hefir gerst smátt og smátt eða alt í einu, verður ekki vitað nú. Menn hafa veitt því eftirtekt, að mikill aragrúi farfugla fara á hverju ári yfir þær slóðir, þar sem Atlantis eitt sinn var. Þeir flögra þar fram og aftur, eins og þeir sjeu að leita þar að landi. Dýpst í meðvitund þeirra er eitt- hvað, sem segir þeim, að þarna eigi að vera land. Það er eins og eðlishvötin reki þá þangað, svip- uð eðlishvöt og sú, sem segir þeim að þeir eigi að raða sjer eftir viss- um reglum, er þeir fljúga lang- flug sitt til Suðurlanda, og leið- beinir þeim á vorin til að finna sömu varpstöðvar ár eftir ár. Eins og þeir þar fara eftir duldum átta- vita, eins eru þeir leiddir á At- lantisslóðir á hverju ári af átta- vita, sem bendir yfir þúsundir ára. Fuglar þessir eru gleggri vís- indalegur leiðarvísir en óljós handahófs vinna fornfræðinganna. Bent hefir verið á, að margt er merkilega líkt með jurta- og dýra- lífi beggja megin Atlantshafs. Menn hafa t. d. fundið steingerf- inga af leifum hesta og úlfalda í Ameríku, og leifar af frum-hest- inmn aðeins þar vestra. En síðan sögur hófust hefir það verið svo, að hestar og úlfaldar hafa verið i gamla heiminum, en voru ekki til í Vesturálfu, er Evrópumenu komu þangað. Ekki er liklegt, að sömu dýrategundir hafi myndast á tveim stöðum á hnettirtum. Að þessar dýraleifar eru fundnar Vestra geta menn ekki skýrt á annan hátt, en að álfurnar hafi verið tengdar, en haf-bilið milli þeirra myndast síðar. Að vísu er annar hugsanlegur möguleiki: Að löngu áður en sögur hófust hafi verið svo miklar skipasamgöngur yfir Atlantshaf, aÖ ekki hafi þurft Atlantis sem millistöð. Merkilegt er, að skyldleiki virð- ist vera milli stafrófs Fönikiu- manna og Indíána í Yukatan, og nokkrir bókstafir Indíána eru svipaðar og fleygletur Egypta, og hafa sömu merkingu. Vera má, að Egyptaland hafi eitt sinn ver- ið nýlenda frá Atlantis, og Fön- ikiumenn hafi ferðast til Atlantis. Diodosus Siculus segir frá því, að Fönikumenn hafi eitt sinn eftir margra daga sigling vestur af „Herakles styttum“ fyrirhitt ey- land í Atlantshafi. (Vitanlega hefir hjer verið um forfeður hinna sannkölluðu Fönikiumanna að ræða.) Yfirleitt er það mjög eftir- tektarvert, hve margt er líkt í menningu frumbyggja Ameríku og Egypta. Báðar þjóðir dýrkuðu sólina, smurðu lík, bygðu pýra- mída, og það á sama hátt. Hægt er að ímynda sjer, að Egyptaland hafi bygst frá Ame- ríku. En munnmæli í Mexico herma, að frumbyggjar landsins hafi komið þangað austan að, er land þeirra eyddist. Þegar Spánverjar komu til Mexico tóku þeir eftir því, að í mörgum örnefnum þar var „at- lan“. Meðal Indíána í Mið-Ame- ríku er sú þjóðsaga alkunn, að allir Indíána-ættflokkar eigi ætt sína að rekja til eins flokks, er hjó í eyju, „þar sem sólin rís“. En jarðskjálftar og vatnsflóð sundr- uðu „hinum tíu löndum“, svo þau sukku. Menn verða að gera ráð fyrir, að þessir forfeður Indíánanna hafi verið eins mikið fremri íbúum Mexico þegar Spánverjar komu þangað, eins og Grikkir stóðu á blómaöld sinni framar Grikkjum undir Tyrkjaveldi síðar. Samt voru Aztekar óefað merki* legr menningarþjóC, Þeir töldu, að inenning þeirra væri runnin frá guði þeirrfl Quetzakoatl, sem átti að hafa komið til þeirra að aust*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.