Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1940, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1940, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGTJNBLABSINS 27 an. Hann og afkomendur lians rjeðu ríkjum í Mexico í mörg ár. Þeir voru að því leyti frábrugðn- ir Indíánum, að þeir voru hvítir á hörund, bláeygir með ljóst skegg. Þetta bendir til þess, að Atlantisbúar hafi verið Indoger- manar eða forfeður Indogermana. Um það leyti sem Spánverjar komu, höfðu prestarnir spáð því, að von væri á Quetzakoatl að nýju. En þeir ljóshærðu sem komu voru engir guðir, langt í frá. Það undruðust Spánverjar mest, að Aztekar tilháðu krossmarkið. Þeir töldu þetta einskonar djöf- ulsins töfrabrögð. En sennilegra er að þetta hafi verið forboði þess, að fagnaðarboðskapurinn yrði boð- aður þar vestra. Einkennilegast af öllu er það, hve orðið sem merkir guð var líkt í Austur- og Vesturálfu. Á sans- krit er guð Dyaus, á latínu Zeus, á grísku Theos eða Zeus, og á mexicönsku Teo eða Seo. Þetta bendir á samhengi og skvldleika yfir hafið. „Kvöldlandið“ í grísku sögun- um bendir til Atlantis. Hesperidur voru dætur Atlas. Garðarnir er þær hirtu voru í fjarlægri eyju í vestri. Er Atlantis sökk gerðist einskonar „Eyðing Vesturlanda“. En því sökk Atlantis? Vegna þess að íbúarnir fóru illa með gáfur sínar. Þeir vanhelguðu þekk- ing sína með því að nota hana í eiginhagsmuna skym til þess að ná völdum, auðæfum og til þess að auðmýkja aðrar þjóðir eða út- rýma þeim. Dulrænar gáfur sínar notuðu þær í þjónustu svarta galdurs. — Nei, þetta er ekki heiðarlegt. Lánið mjer regnhlíf. Undir dögun Þótt ekkert jeg kunni að yrkja, jeg ætla að reyna það nú, er vilja þeir kærleik guðs kyrkja og kenna að ónýt sje trú. Að leikurinn hildar títt háður — já, hver er sem veit ekki það? — var grimmur og guðlaus oft áður, en guð var þó sínum á stað. Ef fullljóst þeim finst hann ei sýndur, þá fipast þeir hugdöpru menn og halda að hann sje nú týndur, í himninum býr hann þó enn. Oft margur vann bræðravíg böðull hjá bragningum fyrrum á tíð, upp einhver þó reis af því röðull í renningu dagsins um síð. Þótt virðist oss mannúð og menn- ing nú molast, sem glatað sje alt, og dragast sú dagshrúnar-renning þú, dapri vin, muna þó skalt, að drottinn veit fyrðum æ fleira, þótt fari’ ætíð sjálfkosinn veg, að guð sjálfur getur æ meira, þótt gatan sje torkennileg. Þótt hreiðist nú myrkviðris mökkur af morðum um höf öll og láð, mun hirta það ragnanna rökkur fyr’ rjettlæti, sannleik og náð. Svo megi því ljettara linna, þitt lið til þess veita mátt þú; og viljirðu veg til þess finna, þú veist hann er bænir og trú. 15. jan. 1940. K. D. Sóknarprestur einn hafði farið út í kirkju til að sækja hók, sem hann hafði gleymt í sakristíunni. Á leið sinni heim á prestsetrið hitti hann bónda, sem hafði orð á sjer fyrir að vera orðljótur. — Mjer er sagt að þú bölvir og ragnir mikið, Jón minn, sagði prestur. — 0, já, það kemur fyrir, að maður tekur fullmikið upp í sig, sagði bóndinn. Presturinn prjedik- ar líka öðru voru, en jeg held að hvorugur okkar meini neitt sjer- stakt með þessu. Skák. Alþjóðaskákþingið í Argentínu 1993. Drotningarbragð. Hvítt: Ásm. Ásgeirsson (ísland). Svart: J. L. Astorias (Guatemala). 1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rc3, d5; 4. Bg5, Be7; 5. Rf3, Rbd7; 6. e3, 0—0; 7. Hcl, c6; 8. Bd3, a6; (Betra var pxp.) 9. cxd, cxd; (Venjulegra er hjer exd; en reynslan hefir sýnt að vörnin verð- ur mjög erfið fyrir svart eftir þann leik.) 10. Bbl, h6; 11. Bh4, b5; 12. Re5, (Betra var 0—0.) 12. .... Bb7; (Svart gat einnig, sjer að skaðlausu leikið 12.....RxR.) 13. RxR, RxR; (Betra var 13. .. .. DxR; og ef 14. BxR, þá BxB; 15. Dd3, Hfc8; og svart á ágætt tafl.) 14. Dd3, f5; 15. Bg3, Hc8; 16. 0—0, Rf6; 17. Re2, De8?; (Svart virðist óttast R—f4—g6, sem er þó öldungis óttalaust. Ein- faldast og e. t. v. best var 17. .. .. Dd7; og skifta síðan upp hrók- unum, eða taka yfirráðin á c-lín- unni að öðrum kosti) 18. HxH, BxH; 19. Hcl, (1-línan er töpuð og þar með skákin. Pramhald skákarinnar er ágætt dæmi þess hvers virði það er að ná yfirráðum á opinni línu.) 19. .... Re4; (Tilraun til að bjarga 7. reitalínunni.) 20. Be5, Bd6; 21. f3, BxB; (Þvingað.) 22. pxB; Rg5; 23. Rf4, Dd7; 24. h4, Rf7; 25. Rg6, He8; 26. Dc3, Bb7; 27. Dc7, Hd8; Hc8; 29. HxH, BxH; 30. Dc5!, (Hótar bæði 31. Df8+, og síðan Re7, og 31. DxB+. Db8 var líka gott.) 30...... Dd8; 31. DxB, DxD; 32. Re7+, og svart gaf nokkrum leikjum seinna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.