Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1940, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1940, Qupperneq 6
30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS valdi að flytja þangað. Og varð þatta til þess, að Borgá lagðist alveg í eyði. — En í byrjun 17. aldar fer hún að bvggjast á nv. Nýjar hörmungar biðu bæjar- ins, því rjettri öld síðar var hann lagður í eyði af Rússum, svo að ekkert stóð eftir nema dómkirkj- an, er skemdist þó stórkostlega. í sænsk-rússneska ófriðnum er hún lengi í höndum Rússa. Við frið- inn 1721, þegar Rússar fengu Austur-Finnland ineð Viborg, hjeldu Svíar Borgá og settu þar á fót biskupsstól og lærðan skóla, er hefir verið þar síðan. Árið 1809 fjell Borgá ásamt öllu Finnlandi undir Rússland. í dóm- kirkju bæjarins sóru stjettir Finnlands Alexander I. Rússakeis- ara trúnaðareiða að aflokinni guðsþjónustu í henni. Var keis- arinn viðstaddur þessa athöfn, sem var Finnum ekkert gleðiefni. Merkileg tímamót eru það í sögu bæjarins, þegar skáldið J. L. Runeberg flytur þangað bjarta, blíða maínótt árið 1837. Var heim- ili hans þar upp frá því til dauða- dags. Skóp hann mikla menningu í bænum og orti þar flest sín bestu verk. Borgá á Runeberg frægð sína að þakka. Auk lærða skólans í Borgá er þar merkust mentastofnun sænskv lýðháskólinn, sem er elstur slíkra skóla í Finnlandi. Hann á hálfrar aldar afmæli nú í ár. Forstöðu- maður hans er Helmer Wahlroos, hinn mætasti maður. Sænsk-finskur biskupsstóll var settur á fót í Finnlandi 1923 eft- ir að samkomulag hafði um það orðið. Var Borgá valin til bisk- upsseturs og Max von Bonsdorf kjörinn biskup. Er biskupsgarð- ur nýbygður, fallegur og vandað- ur í senn. — Borgá er sænsk menningarmiðstöð í Finnlandi. Er hún ein af þeim fáu bæjum í land inu, þar sem sænskir Finnar eru í alimiklum meirihluta. Annars er bærinn ekki mannmargur. fbúar nokkuð yfir sjö þúsundir. Auk þess sem Borgá er miðstöð sænsks kirkjulífs og að nokkrn skólalífs í Finnlandi, þá er það fleira sem gerir hana að andlegri og menningarlegri miðstöð. f Borgá situr nú jafnan öndvegis- Gamla dómkirkjan í Borgá. skáld sænskra Finna. Býr hann í Diktarhemmet (Skáldheimilinu), sem bókaiitgefandinn mikli, Hol- ger Schildt og kona hans gáfu sænska rithöfundafjelaginu í Finn landi við lok frelsisstríðsins, til bústaðar handa besta skáldi sænskra Finna. Er Diktarhemmet eitt af elstu byggingum Borgá, bygt skömmu eftir miðja 18. öld. Stjórn rithöfundafjelagsins sker úr um það, hver búa skuli í Dikt- arhemmet, og hafa enn sem kom- ið er aðeins búið þar þrjú skáld. Fyrst var það Hjalmar Proco- pé, sem er lítið þektur utan Finn- lands, en í miklum metum heima fyrir. Telja sumir bókmentafróðir menn hann snjallasta skáld, er ort hefir á sænska tungu í Finnlandi. Hann dó 1927. Þá flutti þangað aðalsmaðurinn, skáldið Bertel Gripenberg, sem Ijóðfróðir menn á íslandi kannast allmikið við. Hann er tvímæla- iaust einn af snjöllustu núlifandi ijóðskáldum á Norðurlöndum. B. Gripenberg kemur mikið við sögu borgarastyrjaldarinnar í Finn- landi. Var hann liðsforingi í hvíta hernum og hlífði sjer hvergi. Orti hann eldheita hersöngva fyrir stríðsbræður sína, líkt og Tyrtaios fyrir Spartverja forðum. Búning- urinn, sem Gripenberg bar í stríð- inu, er nú geymdur á þjóðminja- safninu í Ábosloti. B. Gripenberg og kona hans festu ekki yndi í Borgá, og hurfu eftir nokkur ár til herragarðs síns 1 Tavastlandi. Stnndar skáldið þar búskap, ep yrkir lítið. Mjög er honum farin að bila sjón, þó að hann sje ekki nema sextugur mað- ur. Margir bjuggust við því, að Ar- vid Mörne myndi erfa Diktar- hemmet, er Gripenberg hafði af- salað sjer því, en svo var ekki. Fyrir valinu varð miklu yngri maður, skáldið Jarl Hemmer, f. 1894 í Vasa í Austurbotnum. Er hann alhliða rithöfundur. Hefir skrifað ljóð, sögur, leikrit og smágreinar ýmislegs efnis. En snjallastur er hann talinn sem ljóðskáld. Ilann er ljóðrænn og þýður og oft þróttmikill. Jarl Hemmer gat sjer mikið frægðar- orð fyrir fáum áruin í norrænni skáldsagnakepni, fyrir bókina „En man och hans samvete11 (Maður nokkur og samviska hans). Hlaut hún önnur verðlaun, en bók Sig- urd Christiansen: „To levende og en död“ 1. verðlaun. En það inun flestra mál, er lesið hafa báðar þær bækur ofan í kjölinn, að bók Hemmers muni lengur lifa. Dr. Arnold Nordling, sem fyrir samtal við okkur hjónin vissi, að við höfðum mætur á skáldskap Jarl Hemmers, símaði til Hemm- ers, sem er kunningi hans, og ljet hann vita, að íslendingar væru staddir í Borgá. Fyrir bragðið vorum við boðin heim í Diktar- hemmet, þar sem við fengum hin- ar alúðlegustu viðtökur hjá skáld- inu og hinni indælu konu hans, Sögu Hemmer. Áttum við þar ánægjulega stund og vorum leyst út þaðan með gjöfum. Skáldið kvaðst hafa mikla löngun að koma til íslands á norræna rithöfunda- þingið 1940, en dró þó mjög í efa, að úr því gæti orðið. — Það er leitt, að Jarl Hemmer er með öllu ókunnur hjer á landi. Hann er í senn gott skáld og göfugur mað- ur. „En man og hans samvete“ og fleiri af verkuin hans þyrftu að koma út á íslensku. Væri mikill bókmentafengur að þeim fyrir Tslendinga. Auk þessara þriggja, Procopé, Gripenbergs og Hemmers, hafa mörg skáld og listamenn Finnlands alið aldur sinn um lengri eða skemmri tíma í Borgá, þó að ekki verði þau hjer talin. Utan við Diktarhemmet er brjóstlíkan af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.