Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1940, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1940, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSmS 31 Albert Edelfeldt, einum af bestu málurum Finnlands. En bann var alinn upp rjett utan við Borgá. Tvent er það, sem hver gestur, er til Borgá kemur, verður að sjá, Dómkirkjuna og Runebergshúsið. Dómkirkjan er eins og áður gat bygð úr grásteini og er í gotnesk- um stíl. Hún er elsta byggingin í bænum. Á veggjum kirkjunnar hanga nokkur skjaldarmerki gam- alla aðalsætta, og þar sem keis- arinn sat á hinum örlagaríka degi, árið 1809, er stjettir landsins sórn honum eiða, var síðar reist lík- neski af honum. — Kirkjan á marga góða gripi, eins og ætla má um svo gamla og merkilega kirkju, en langmerkilegastur þeirra er þó kaleikur einn úr skírasilfri, sem talið er að sje herfang siðan úr þrjátíu ára stríðinu. Við hjónin áttum hátíðlega stund í kirkjunni, er við vorum viðstödd er Max von Bonsdorf vígði fjóra kandí- data prestvígslu. — Rjett hjá kirkjunni stendur minnismerki mikið, frelsissiilan, er reist var eftir að Finnland varð sjálfstætt ríki. Á súluna eru högg- in út nöfn þeirra manna frá Borgá og umhverfi, er ljetu lífið í frelsisstríðinu. Og þá erum við komin að Rune- bergshúsinu. Mjög óbrotið einlyft timburhús. Þetta hús keypti Rune- berg nokkru eftir að hann kom til Borgá og bjó þar til dauða- dags. Húsið er með sömu um- merkjum og þegar skáldið skildi við það. Öllu, er á hann minnir, er hinn mesti sómi sýndur. Húsvörður er öldruð kona, Ida Strömborg. Hún er fædd í Rune- bergshúsinu, því að faðir hennar, J. E. Strömborg prófessor, leigði í því. Hann var aldavinur Rune- bergs og átti heiðurinn af því að stofna sænska lýðháskólann í Borgá. — Það er gaman að heyra gömlu konuna segja frá bernsku sinni. Hún var sex ára gömul, þegar skáldið dó, og minnist með mikilli gleði og hrifningu þeirra stunda, er hún ljek sjer við rúm- íð hans og hann strauk lokkana hennar, Hún sagði, að enginn hefði verið eins góður við sig og hann, þegár hún var barn. Og Jjegar hann dó, fór hún að gráta; Það fer vel á því, að þessi kona skuli halda vörð um húsið hans Runebergs. — I þessu húsi orti Runeberg mikið af Fánrik Stáls Ságner og önnur sín bestu verk. —■ Ida Strömborg, sem nokkuð er farið að förlast sjón, fylgir okk- ur úr einu herberginu í annað. Fróðleikur hennar um Runeberg' er ótæmandi. I húsinu er fjöldi merkilegra gripa, sem aðdáendur hans innan- lands og utan sendu honum. — En merkilegust er silfurkannan mikla, sem finskir uppgjafahermenn gáfu honum eftir að hann hafði ort Fánrik Stáls Ságner. Hafði Runeberg þótt mjög vænt um þann grip. Á lok könnunnar er letrað vísubrot eftir skáldið. Á veggjunum hanga margar byssur og allskonar grávara, því að Runeberg var hin mesta skytta. Bókasafn er þarna allmik- ið, um 1000 bindi, fiðla og kantele (e.k. finskt strengjahljóðfæri), sem Elias Lönrot kalevalasafnar- inn gaf skáldbróður sínum. Mál- verk eru allmörg, þar á meðal Kvastgossen, drengurinn með korn bindin, sem. Runeberg dáði svo mjög. Einhverju sinni hafði ein- hver gesturinn, sem kom til skáldsins, farið að tala um það, hvað Kvastgossen væri einmana á veggnum. Runeberg gegndi með því að segja: „Hann er ekki einn, guð er með honum“. Höfuðlíkan er af skáldinu í einni stofunni, gert af syni hans, myndhöggvaranum W. Runeberg, er var mjög líkur föður sínum. Hann er fyrsti myndhöggvarinn í Finnlandi. í Borgá er geymt höggmyndasafn hans, sem okkur gafst tækifæri að sjá. List Walt- ers Runeberg hefir mótast mjög af Thorvaldsen, enda lærði hann í Kaupmannahöfn á þeim tíma, er list Thorvaldsens var þar einráð. W. Runeberg hefir gert fjölmörg mannslíkön, einkum af ýmsum frægustu mönnum Finna á síðari helmingi 19. aldar, en merkast af þeim öllum er minnismerkið mikla af föður hans, hjá Boulevardinum 1 Helsingfors. Á hárri hæð vestan við ána eí kirkjugarðurinn i Borgá. Þaðan sjer vel yfir bæinn og út til hafs. Þar sem garðinn ber hæst gnæfir hár bautasteinn úr dökkum gran- it, sem finska þjóðin hefir reist ástmegi sínum, er elskaði hana og kvað í hana kjark og von, dáð og drengskap. 5. febrúar ár hvert er hátíð haldin við þenna stein, og er þar þá altaf mættur einhver ágætur fulltrúi Svía, er flytur ræðu við það tækifæri og þakkar Runeberg fyrir það nytjaverk, er hann vann sænskri tungu og bókmentum. Skamt frá þessum mikla bauta- steini er glæsilegur varði, er finsk- ir stixdentar hafa reist á gröf Eugen Schaumanns, er skaut til bana hinn illræmda rússneska landstjóra Bobrikoff 1105 og framdi sjálfsmorð e. búnu. Um hann hefir Bertel C iipenberg ort eitt af sínum snjöllustu kvæð- um. — I skjóli hávaxinna trjáa gnæfir Runebergssteinninn yfir bæinh. Borgá vex og blómgast með hverju árinu, og þó að iðnaður, ys og hávaði aukist í hinum áður kyrláta bæ, hvílir yfir honum ein- hver aðalstign, mótun auðugs menningarlífs. Og hver skyldi hafa skapað það nema andi Rune- bergs, sem ennþá vakir, þó að lið- in sjeu meira en 60 ár frá dauða hans. Eigum við að fara i bíó? *— Æ, nei, þú myndir bara reyna að kyssa mig. c— Nei, svei mjer þá. *— Hvað eigum við þá að gerá í bíó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.