Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1940, Blaðsíða 4
428
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ISLENSKUR LISTA-
MAÐUR Á 17. ÖLD
SEINASTA heftið af Island
ica prófessors Halldórs
Hermannssonar fjallar
um hin ýmsu handrit,
sem til eru af Lögbók Islend-
inga, sem venjulegast var nefnd
Jónsbók. Fylgja aftan við 30
ljósmyndir af teikningum í þess-
um handritum. Hljóta þessar
myndir og skrautstafir að vekja
furðu hjá þeim, sem lítt þekkja
til fornra handrita, og munu víst
flestir dást að því, hve mikil
vinna hefir verið í það lögð, að
skreyta handritin. Enn fremur
mun margan manninn undra
það, hvað þetta er haglega gert
og með miklum listsmekk. Og
víst er um það, að skrifarar nú
á dögum mundu hvorki hafa
eirð í sjer til þess að dútla við
slíkar skreytingar, nje heldur
mundu þeir færir um það.
Þótt ljósmyndir þessar sje góð
ar, gefa þær þó hvergi nærri
fulla hugmynd um það, hve
mjög hefir verið vandað til
skreytingar handritanna, því að
myndirnar eru í einum lit, en
skreytingarnar eru með ótal lit-
um og jafnVel fegraðar tneð,
skíru gulli.
Þegar maður blaðar í þessari
bók próf. Halldórs Hermanns-
sonar, vekur það fljótt athygli,
hvað hánn hefir valið margar
myndir úr einu handriti. Þær eru
10 alls, eða þriðjungur allra
myndanna. Þessar myndir hafa
allar á sjer ótvíræðan listasvip.
Hyggja þeir prófessor Halldór
og Matthías þjóðminjavörður
Þórðarson, að þær sje eftir Björn
Grímsson, sem kallaður var mál-
ari, og að hann muni hafa skrif-
að handritið. Á því er að vísu
ekkert nafn, en ýmis rök eru
færð að því þarna, að Björn
muni vera listamaðurinn.
Um það segir svo í bókinni:
Fyrsti eigandi handritsins, eft
ir því sem næst verður komist,
hefir verið Þórunn ríka, dóttir
Jóns Vigfússonar á Galtalæk í
Rangárvallasýslu. Árið 1613 eða
1614 gifUst hún Sigurði syni
Odds Einarssonar biskups. Hann
dó 1617. Þórunn giftist aftur
1620 Magnúsi Arasyni frá ögri,
og gaf hún honum handritið. En
hann hefir aftur gefið það Jóni
syni sínum, eftir því sem á hand-
ritinu stendur: „Mínum unga
elskulega syni Jóni Magnússyni
eignast nú þessi bók með ást-
semd, er hans dygðaríka móðir
gaf mjer áður. Og bið jeg að
ekki í burtu fáist til hans athuga
aldurs“. Þrátt fyrir þetta gaf
Magnús handritið aftur árið
1626 Magnúsi Björnssyni á
Munkaþverá: „Mínum elskuleg-
um vin Magnúsi Björnssyni er
þessi bók af mjer Magnúsi Ara-
syni til eignar og þakklætismerk
is fengin Anno 1626“. Þetta má
skýra á þann hátt, að Jón Magn-
ússon (f. 1620) var á unga aldri
fenginn Magnúsi Björnssyni til
fósturs, og gekk Jón síðar að
eiga dóttur hans. Sennilega hef-
ir Magnús Arason gefið nafna
sínum bókina um leið og hann
fekk honum son sinn til fósturs.
Þórunn var frænka Gísla Há-
konarsonar lögmanns, og hann
var svaramaður hennar þegar
hún giftist í fyrra skifti. Gísli
var af hinni nafnkunnu Hlíðar-
endaætt, og hafði stundað nám
víða erlendis. Mágur hans, Þor-
leifur Magnússon á Hlíðarenda,
hafði einnig stundað nám víða
erlendis, þar á meðal í Amster-
dam, að því er sumir segja. Það
er þess vegna alls ekki ósenni-
legt að þessir lærðustu menn í
ættinni hafi átt hollenskar,
flæmskar og aðrar erlendar
myndabækur, og að þaðan hafi
skrautritarinn fengið fyrirmynd
ir sínar. Að minsta kosti hygg
jeg að handritið sje upp runnið
á þessum slóðum, og þar sem
það er kunnugt að Björn Grims-
son var þessum mönnum hand-
genginn, þá er ekkert sennilegra
heldur en að hann hafi skrifað
bókina, eða að minsta kosti
skreytt hana. Og ef trúa má
sögu, sem um hann gengur, þá
hefir hann dvalist á Hlíðarenda
1612.
Upprunalega bandið er enn á
bókinni og er á því útlent hand-
bragð. Á framhlið er mynd af
Judith og á bakhlið mynd af Jo-
el, og á báðum ártalið 1614. Það
getur verið að þetta hafi þá sjer-
stöku merkingu, að Gísli Hákon-
arson eða einhver af þeirri ætt
hafi gefið Þórunni bókina í brúð
argjöf, þegar hún giftist Sigurði.
Til gamans má geta þess hjer, að
sagt er að faðir Gísla hafi látið
hann læra Jónsbók utan bók-
ar.--------
Það sem hjer er sagt um hin-
ar útlendu myndabækur, á við
það, að á mannamyndum í bók-
inni má sjá erlendan (flæmsk-
«
an) klæðaburð.
Björn Grímsson var sonur síra
Gríms Skúlasonar í Hruna, en
hann hefir skrifað eitt af þeim
handritum, sem enn eru til af
Jónsbók, og sennilega tvö önnur.
Nú vill svo vel til, að menn
vita með vissu, að Björn Gríms-
son hefir skrifað eitt af Jónsbók-
ar handritunum. Það stendur á
titilblaði þess, að hann hafi
skrifað það fyrir systur sína ár-
ið 1603. Skriftin á því er ekki al-
veg eins og á hinu handritinu,
sem hjer er um að ræða, en þó
er munurinn ekki svo mikill, að
eigi hafi rithönd manns getað
breyst svo á 10 árum. Og merki-
legt er það, að samskonar mynd