Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1940, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
429
Titilsíðan af Jónsbókar handriti Þórunnar Jóns-
dóttur (skrautritað af Birni málara). Neðst í um-
gerðinni er fangamark Kristjáns konungs 4. —
Handritið er nú í Gammel Kgl. Samling í Khöfn.
er í báðum þessum handritum.
Þykja því allar líkur benda til
þess, að sami maður hafi ritað
bæði.
Menn vita mjög fátt um ævi
þessa listamanns, nema hvað
hann var um hrið sýslumaður í
Árnessýslu, eða gegndi því em-
bætti í umboði Gísla Hákonar-
sonar.
Þó er til um hann þessi saga:
Björn var mjög undarlegur
maður. Eitt sinn var hann stadd-
ur á Hlíðarenda um vetur. Þá
gerði mikla snjóaleysingu.
Heimti hann þá hest sinn úr húsi
með ákafa, og bað um fylgdar-
mann. Ljest eiga nauðsynjaer-
indi til Höllu systur sinnar í
Skóga austur. Komst um kvöld-
ið yfir Markarfljót og önnur
vatnsföll, er mönnum sýndust
ófær, í miklu regni og leysingu
til Skóga, og bað Höllu systur
sína búa sjer rúm í kirkjunni,
og senda sjer þangað vinnukonu
sína til gamans. Kvað það vera
forlög sín að geta þar son.
Mundi sá verða prestur, ef hannr
væri getinn í helgum stað. Halla
gerði sem hann beiddi. Björn
var þar um hríð og fór burt síð-
(
Upphaf Framfærslubálks. Myndin innan í upphafs-
stafnum sýnir erlendan (flæmskan) klæðaburð.
an. Vinnukonan varð þunguð og
ól son, sem Þorsteinn var nefnd-
ur. Mun það hafa verið um 1612.
Ekki er þess getið að Björn hafi
verið við konu kendur, hvorki
fyr nje síðar. Björn var fæddur
um 1575 og dó um 1635.
Þorsteinn sonur hans varð
prestur og fekk Útskála 1638.
Kvæntist hann Guðrúnu dóttur
Björns Tómassonar í Skildinga-
nesi og átti með henni tvö börn.
En svo varð honum það á að
taka fram hjá og misti hann þá
prestskap. Það var 1660. Hann
var þá holdsveikur, og ljet aka
sjer millum búða á Alþingi og
deildi á dómendur sína. Ekki
vildi hann flytja af staðnum, svo
að hann var fluttur þaðan nauð-
uður. Gerði þá minnisstætt
skrugguveður, og var það eign-
að gjörningum hans, því að hann
var talinn fjölkunnugur. Eftir
það lifði hann við örbirgð í 15
ár og dó á Setbergi við Hafnar-
fjörð 1675, 63 ára gamall. Hann
setti sjer sjálfur grafskrift á lat-
ínu með íburðarmiklu lofi. Er
sagt að hún hafi verið letruð á
legstein hans í Garðakirkju-
garði.
Þitt stríð er lygi: Þú ert altaf einu
og örvar þínar hæfa ei fjandmanu
neinu.
í hljóðri fyrnd þín örlög urðu til
— og aldrei muntu sjá þín handa-
skil.
Og draumur þinn um glóhvítt
geislaljós,
um gimstein faldan, dulda angan-
rós,
að skauti upphafs aftur hníga mun,
— í öllu tengist hann við lífs þíiis
hrun.
Einn leitar þögla nótt að sjálfum
sjer.
Á sömu nóttu annar fótaber,
í ofboðshræðslu í ystu myrkur flýr
á undan því, sem við hans hjarta
býr.
------Þú fetar blint um hverful-
leikans heim.
Sem hnettir stakir, bruna tómsins
geim,
uns Glötun leysir liti þeirra og
gerð,
— svo lýkur einnig þinni braut-
arferð.
Ólafur Jóh. Sigurðsson