Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1941, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1941, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 43 í landinu helga að setja á stofn erkibiskupsstól í Noregi. Niðarós varð erkibiskupssetur 1152. Þá voru lögð undir það 10 biskups- dæmi,- Hólar og Skálholt, Garðar á Grænlandi, Færeyjar, Orkneyj- ar og Suðureyjar ásamt Mön. En í Noregi voru þá 4 biskupsdæmi. Nikulás kardínáli kom frá Róm til að koma erkibiskupsstólnum á fót. Ilann varð skömmu síðar páfi og hlaut nafnið Hadrian IV. og ljet sjer jafnan ant um kirkju- mál Norðurlanda. Fyrsti erkibiskupinn í Niðarósi sat ekki lengi á stóli. Hann dó eftir að hafa setið í embætti í 5 ár. Eftirmaður hans var Eysteinn Erlendsson, stórættaður maður, úr Þrændalögum. Hann sat á erki- biskupsstóli í 31 ár og er talinn hinn mesti kirkjuhöfðingi sem Norðmenn hafa átt. Og hann er sá maðurinn sem mestan þátt á og merkastan í bvggingu dóm- kirkjunnar. í æsku var hann fjehirðir og kapellán hjá Inga konungi. Er hann talinn hafa verið stórgáfað- ur maður og bar jafnt skyn á andleg efni og veraldleg. Jón Birgisson, fyrirrennari Ey- steins í erkibiskupsstöðunni, hafði þegar hafist handa um að stækka hina gömlu Krists kirkju og skvldi bin gamla kirkja verða kór hinn- ar nýju. Var nýbyggingin bvgð í rómverskum stíl oog þessi hluti frá tímum Jón Birgissonar stend- ur enn. En þegar Eysteinn tekur við heldur hann þessu verki áfram í sama stíl. Eysteinn erkibiskup Ijet sjer mjög ant um að bæta hag og auka vald kirkjunnar og kom því til leiðar að hún fjekk að hafa mikil áhrif á stjórn ríkisins og val konunga. En því undu þeir illa sem töldu sig rjett borna til ríkis. Vegna þessa deildu þeir Sverrir konungur og erkibiskup og varð Eysteinn að flýja land, því að Þrændur og Birkibeinar fylgdu Sverri fast. í 3 ár varð Eysteinn að dvelja í Englandi, en þessi útlegðarár mörkuðu djúp spor í sögu dóm kirkjunnar í Niðarósi. Þá var farið að byggja kirkjur í Englandi í nýjum stíl, sem bor- ist hafði þangað frá Frakklandi og var nefndur gotneski stíllinn. Grjótið er traust og þungt bygg ingarefni og hingað til hafði ver- ið talið sjálfsagt að hafa stein- veggi þykka og súlurnar gildar, sem báru hina rómversku boga. En nú kom oddboginn í stað hinna rómversku og stærðfræð- ingar reiknuðu út burðarþol súlna og veggja og nú risu hinar gotn- esku kirkjur víða um lönd með sínu hárfína steinhöggvaraverki, sem engan hafði dreymt um fyr, úr því efni. Súlurnar teygðu sig hátt, svo grannar að undrun sætti. og báru hinar spengilegu hvelf- ingar og gluggar á útveggjum voru hafðir gríðarstórir með mál- verkum úr brendu lituðu gleri. í gotneskum kirkjum lyftir manns- andinn sjer hátt. Hin gotneska byggingarlist heiilaði erkibiskupinn norska og er hann kom heim út iitlegðinni 1183 og tók að fást við kirkju- bvgginguna að nýju þá breytir hann um byggingarstílinn, sem verður gotneskur upp frá því; og skipuleggur verkið — en því var ekki lokið fjrr en rúmri öld síðar. Eysteinn erkibiskup sættist við Sverri konung fvrir heimkomu sína og mun hafa haft með sjer fjölda manna er voru sjerfróðir um hinn nýja stíl. Mjög litu Norð- menn upp til þessa kirkjuhöfð- ingja síns og hefir hann síðan verið fyrirmynd norskra kenni- manna. Eftir dauða hans var gerð tilraun til að fá hann tekinn í helgra manna tölu, en einhverra hluta vegna fjekst hann þó ekki ,;kanóniceraður“. En helgur dóm- ui Evsteins biskups stóð þó lengí yfir hliðaraltari í kirkjunni í dýr- legu skríni. Meira. Frægur stjörnufræðingur held- ur því fram, að Hitler muni deyja á hátíðisdegi Gyðinga. — Líklegt að spádómurinn rætist, því Gyð ingar munu vafalaust halda þann dag hátíðlegan. ★ Verri er vafinn en vissan fyrir því vonda. Shakespeare. SUáU Skákþing Reykvíkinga 1941. Franski leikurinn. Ilvítt: Sæmundur Ólafsson. Svart: Steingrímur Guðmundssou. 1. e4, e6; (Hvenær skyldi mað- ur sjá ærlegan „Spánverja“ tefld- an milli íslenskra skákmanna?) 2. d4, d5; 3. Rd2, c5; 4. exd, Dxp; (Nýjung. 4....exd; gefur svörtu stakt peð á d-línunni, en opið og frjálst tafl og jafn góða stöðu, að því er talið er, sbr. einvígisskák Flohr—Botvinnik í Stokkhólmi 1933.) 5. Rgf3, Re6; 6. Bc4, Dd8; 7 Rb3, Cxd; 8. Rfxd, Bd7; 9. 0—0. Rf6; 10. RxR, (Virðist svörtu í hag.) 10...., BxR; 11. Rd4, Bd7; (Svart tímir ekki að láta biskup inn. Eðlilegra var þó 11....... Dc7; með hótuninni Bxg2.) 12. Rb5, Db6;v13. Be3, Bc5; 14. BxB. DxB; 15. Dd6, (Til þess að tor- velda hrókun. Betra var 15. De2, og hvítt á aðeins betri stöðu með tilliti til endatafls.) 15.Hc8; 16. Dd3, (Betra virðist 16. DxD. IIxD; 17. Rd6+, Ke7; 18. Hedl. o s. frv.) 16....Ke7; (Vopnin hafa snúist í höndum hvíts. Svart stendur nú betur.) 17. Ra3, (Eina leiðin til að komast hjá því að tapa liði þegar í stað.) 17.... IIhd8; 18. Dg3, Bc6; 19. Bd3, (Auðvitað ekki Dxp, vegna Hg8.) 19..... Hd4!; (Hótar IIg4.) 20. h3, Rh5; 21. De3. Dd5; 22. f-3, Rd4; (Hótar bæði RxB; og Dg5.) 23. Hf2, (Hvítt forðar enganveginn peðstapi.) 23....RxB; 24. IId2?, (Tapar heilum manni.) 24. .... Rcl!; (Sterkara en Rf4.) 25. HxH, DxII; 26. Kf2, (Tilraun til að lok i biskupinn inni.) 26....Rd3+!!; 27. pxR, Dxb2+; 28. Kg3, DxII; og hvítt gaf nokkrum leikjum seinna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.