Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1941, Blaðsíða 4
84 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Guðmundur Friðjónsson: Eldgamlar vísur í umbúðum % eir, sem hafa komist í þær nauðbeyglur að þurfa að leita allra bragða til að hugga börn, eða stytta þeim stundir, hafa löngum gripið til vísna, til að kveða þær við óróa-angana. Þessu bragði var beitt við mig á ungum aldri og gafst vel. Og jeg hefi sætt sama lagi við börn, sí- felt, þegar kom í minn hlut að stilla skap barna. Sumar vísur, sem jeg lærði í æsku og aldrei hafa komist á pappír svo að jeg viti, virðast vera gerðar í þeim vændum að sefa börn og þá um leið vekja athygli þeirra á því atriði lífsins, sem vísan bregður birtu yfir. Ef barnið skildi eigi vísuna, var hægurinn hjá fyrir þann, sem raulaði hana, að skýra efnið. Þessi kensluaðferð var bæðí skemtileg og fróðleg, og svo ó- dvr, að hún gaf með sjer huggun og þökk þess, er tók móti gjöf inni. Þenna skóla hjeldu afar vor- ir og ömmur í rökkrinu og skemtu sjálfum sjer jafnframt því, sem þau stvttu börnunum stundir. Yísurnar, sem hjer verða greind- ar, eru föðurlausar, að því leyti, sem mjer er kunnugt. Þær sverja sig í ætt þjóðsagna vorra þann- ig, að segja má, að alþýðuandinn sje faðir þeirra og þjóðarsálin móðir. Mjer þykja þær þess verð- ar, að haldið sje á lofti, í þeim umbúðum, sem mjer virðast vera þeim nauðsynlegar, svo að þær njóti sín. Gamlar nafnlausar vís- ur eru stundum nefndar húsgang- ar, ef til vill vegna þess, að þær hafa flækst manna milli, úr einni sveit í aðra, sumar um alt land. Þær vísur, sem þannig berast og lifa á vörum fólksins, hljóta að hafa nokkuð til síns ágætis. Þess- vegna fljúga þær, að þær hafa fengið vængi í vöggugjöf. Að svo mæltu byrja jeg á þeim vísum, sem kalla mætti barnagælur. Hin- ar greini jeg síðar, sem eru við unglinga hæfi.. Spakmælavísur læt jeg reka lestina. Jeg tek þær vísur einungis, sem eru allvel gerðar og þaðan af betur. Blessuð lóan syngur sætt og segir dýrðin. Það er hennar þakkargjörðin þegar kemur hjer í fjörðinn. Enga vísu heyrði jeg oftar kveðna en þessa, þegar jeg var barn og engin vísa varð mjer kærri. Hún var tónuð vetur, sum- ar, vor og haust og fylgdi henni sú skýring, að lóurnar færu alls eigi af landi burt — þær lægju í dái yfir veturinn í klettaskorum. Gísli Brynjólfsson hefir kveðið um þessa trú, á æfintýralegan hátt. Svanurinn kemst eigi til jafns við lóuna, á alþýðuskálda vörum. Jeg lærði þessa vísu um hann á þeim dögum og enga aðra: Sungu með mjer svanur, örn, smyrill, kría, haukur, keldusvín og krummabörn, kjói og hrossagaukur. Þarna virðist eigi eiga heima svo veglegur söngvari sem svan- urinn er. Þorsteinn Erlingsson lyftir sól- skríkju og þresti til hæða, með tilstyrk listar sinnar. En hann gengur framhjá lóunni, sjálfum vorboðanum. Skáldin, sem jeg ber fyrir brjósti í þetta sinn, ljetu sjer ant um dýrin, sem eru handgengin sveitafólki. Kvelda tekur, sest er sól, sveimar þoka um dalinn. Komið er heim á kvíaból kýrnar, fjeð og smalinn. Þessi látlausa vísa bregður upp ágætri mynd af sumarkveldi í sveit, þegar ær voru í kvíum og smalar gættu málnytufjenaðar. Þarna er gert ráð fyrir, að smal- inn komi með ær og kýr að stöðli. Þannig gekk það oftar en hitt. En í Hávamálum er gert ráð fyr- ir, að búsmali komi heim sjálf- krafa: „Hjarðir þat vitu nær heim skulu ok ganga þá af grasi“. Þokan er mikilvirk í þjóðsög- um vorum. Hún felur fjenað og gefur útilegumönnum tækifæri til þess að ræna sauðfje og stela konum. Nú kemur vísa, sem and- ar kalt að þokunni: Gráa þokan gleypir fjeð, geymir það í dölunum. Oft hún gerir órótt geð, einkanlega smölunum. Aldrei skákaði þokusneypan mjer til meins, meðan jeg var smali. En hún svarf að Sæmundi eitt sinn, þegar hann var smali á Látrum, og er sú saga í Virkum dögum. Sæmundur varð eigi upp- næmur fyrir henni á seinni skip unum — úti á hafinu, þegar hon um óx fiskur um hrygg. Það ræður að líkindum, að smalahundurinn komi við sögu þessa, svo nátengdur sem hann var sveitafólkinu, sem lifði á gangandi fje: Minn er Glói mesta þiner. margan spóa eltir, hleypur móa hratt um kring, hátt við sjóinn geltir. Nú er kvartað um það, að allir hundar sje tryltir eftir fuglum, síðan útlendir garmar spiltu ís- lenska rakkakyninu. En í vísunni er lýst Glóa, sem elti spóa um allar trissur og gó í flæðarmáli af ískrandi löngun út á sjóinn, þar sem æðarfugl og aðrir fuglar syntu. Heitir Valur hundur minn, hann er falur valla, einatt smalar auminginn upp um sali fjalla. Vorkunnsemi felst í orðinu aum- inginn. Sennilega er vísan eftir smala, sem þekti lúa og vosbúð. Þessir fjelagar voru svo sam- rýndir, að smalinn getur eigi hugsað sjer að lóga hjeppa sínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.