Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1941, Blaðsíða 6
86 LESBÓK MORGUNBLAÐstNS Heimslitakenningin Mannsandinn hefir altaf verið leitandi og spurull. Snemma hafa menn farið að reyna að gera sjer grein fyrir upphafi heimsins. Því takmarkaður andi getur ekki skilið það, sem er án upphafs eða það, sem engan enda hefir. Þess- vegna hafa mvndast hinar svo- kölluðu sköpunarsögur, eða sögur um sköpun heimsins, svo það yrði manninum að einhverju leyti skiljanlegt. Eru um það hinar al- kunnu sögur, hæði eftir frásögn biblíunnar og úr norrænni goða- fræði. En það var ekki nóg að finna eða búa til upphafið. Hitt er manninum jafn óskiljanlegt, að nokkuð geti verið til án enda; þessvegna varð líka að reyna að gera sjer einhverja grein fyrir endalokum heimsins. En þó að fyrir upphafinu eða sköpuninni sjeu engar ástæður færðar, hvorki um þörf fyrir henni, eða neinn annan knýjandi aðdraganda, þá er öðru máli að gegna um endalokin. Fyrir heims- endi er full þörf og hefir jafnvel sinn sýnilegan aðdraganda. Þörf- in eða ástæðan fyrir heimsendi er aðallega ranglæti og vonska mannanna, sem einhverntíma verð ur að gera alger endalok á, með fullkominni hegningu eða endur- gjaldi, og skapa sjer nýja og betri jörð, „þar sem rjettlætið mun búa“. „Böls mun alls batna mun Baldur koma“. ¥ Það sem mjer þykir merkileg- ast og athyglisverðast við þessar heimsslitasögur, bæði í biblíunni og Völuspá, er það, hvernig þetta eigi að ske. Bæði í biblíunni og Völuspá ber alveg saman um það. Jörðin á að farast í eldi. Við það verður svo ógurlegur reykur og bál, að það tekur alt upp í him- ininn, svo öll himinljós hverfa í því mikla ragnarökri, enda ferst þá einnig festing himinsins, sól, tungl og stjörnur. Að síðustu hverfur svo hin logandi jörð með öllu því, sem á henni er, niður í hyldýpi hafsins (Völuspá). Ein- hverntíma á hún þó fyrir sjer að rísa úr sjó aftur, iðjagræn og endurnýjuð, með nýjan himin yf- ir sjer, og þá mun rjettlætið á jörðu búa. En hversu langur tími 4 að líða frá því að jörðin ferst og þangað til að hún rís aftur úr sæ, þess er ekki, getið. Biblían segir: „Dagur drottins mun koma sem þjófur á nóttu, þá munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin af eldi sundur leysast, og jörðin og þau verk, sem á henni eru, uppbrenna. — En eftir fyrirheiti guðs vænt- um vjer nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem rjettlætið mun búa“. Völuspá segir: „Sól tjer sortna, sökkur fold í mar, hverfa af himni heiðar stjörnur, geysar eimi og aldurnari, leikur hár hiti við himin sjálfan. Sjer hún upp koma öðru sinni, jörð úr ægi iðjagræna, falla forsar, flýgur örn yfir, hinn er á fjalli fiska veiðir“. Eins og af þessu sjest, verður heimsendir með líkum hætti eftir skoðun biblíunnar og Völuspár. Á- stæðan fyrir tortímingunni er líka mjög svipuð hjá báðum, það er að segja, alt var gott í upphafi og lengi frameftir, en ranglæti, vonska og yfirgangur mannanna jókst og varð svo takmarkalaus og heldur stöðugt áfram, að nauð- synlegt verður að eyðileggja alt sköpunarverkið og búa til annað nýtt og betra. Nú má gera ráð fyrir því, að kening biblíunnar sje miklu eldri og að í heimsslitaskoðun þeirri, sem kemur fram í Völuspá í þessa átt, gæti að einhverju leyti suð- rænna áhrifa. En uppruni biblí- unnar og þær kenningar og hug- myndir, sem þar koma fram, er frá þjóðum, sem bjuggu við Mið- jarðarhafið, bæði sunnan og aust- an. Nú mun það vera svo, að það eru altaf einhverjar ástæður fyr- ir öllu, ef vel er leitað — orsakir liggja til alls. Nú getum við lagt fyrir okkur þá spurningu, hvort höfundur heimsslitakenningarinnar hafi get- að haft nokkra ástæðu til að ætla, að jörðin mundi farast sjerstak- lega í eldi, eða upp brenna, eins og það er orðað. Ekki er vitað til, að neinir þesskonar stórviðburðir eða jarðbyltingar hafi átt sjer stað kringum Miðjarðarhafið, eða í þeim löndum, sem þar þektust á þeim tímum, svo langt sem nokk- ur saga nær. Eða að jarðrask sýni, að um stórkostlegt eldssvæði og umbrot hafi verið að ræða, sem gat gefið hugmynd eða ástæðu til að ætla, að jörðin færist öll í eldi. - Að vísu hefir líklega verið frá ómunatíð uppi jarðeldur og eld- gos átt sjer stað á Ítalíu og Sikil- ey, en ekki er vitað, að þar hafi horfið stór landsvæði af eldsum- brotum. Hugmyndin um hinn ei- lífa eld í víti gæti miklu fremu? verið frá þessum stöðum komin. ★ En það eru til aðrar sagnir um eldsumbrot, ogN þau svo stórkost- leg, að jeg tel mjög sennilegt, að hugmyndin um að jörðin eigi að farast í eldi, sje einmitt þaðan komin, eða eigi þangað rót sína að rekja eins og hún kemur fram, bæði í biblíunni og Völuspá, og sje sterkasta sönnunin fyrir því, að sá mikli atburður hafi átt sjer stað, og á jeg þar við hinar al- kunnu sagnir um, að í vestur af Spáni eða í norðanverðu Atlants- hafi, hafi verið víðáttumikið land, sem farist hafi í ógurlegum elds- umbrotum og sokkið í sæ. Það mætti miklu fremur undarlegt heita, ef sú mikla jarðbylting hef- ir átt sjer stað, eins og fornar sagnir eru um, að sá atburður hefði ekki haft svo djúptæk á- hrif á skoðanir manna með þeirra tíma menningu, eða að af svo óg- urlegri og snöggri tortímingu hefði ekki myndast nein róttæk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.