Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1941, Page 2
106
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
þýðingu bálfara síðustu 30—50 ár-
ín hafa bálstofurnar þotið upp.
Svo nefnd sjeu dæmi, var tala
bálstofa síðast er frjettist í eftir-
töldum löndum þessi:
í Noregi 12
í Danmörku 18
í Svíþjóð 24
í Bretlandi 56
í Þýskalandi 131
Á íslandi ENGIN
Að vísu væri ein bálstofa í
Revkjavík ekki fullnægjandi fyrir
alt landið. En hún væri afar mik-
ils virði.
Þrátt fyrir rík rök fyrir eyðslu
líkamans í bálstofu, eru þó marg-
ir, sem af v'ana eða einhverjum
persónulegum ástæðum vilja held-
ur láta líkama sinn rotna í jörð-
inni. Persónulegar skoðanir þeirra
einstaklinga eiga auðvitað einnig
sinn rjett. En er það rjettlátt að
láta alla aðra, þá sem heldur kjósa
hina aðferðina, greiða nefskatt,
ekki svo lágan til kirkjugarða —
og meina þeim bálstofuf
Nú mætti ætla, að vegna pen-
ingasparnaðarins eins munu þeir,
sem fyrir kirkjugörðum eiga að
sjá og þeir sem áhuga hafa á al-
mennum sparnaði, ekki láta undir
höfuð leggjast að reisa bálstofu
frekar í dag en á morgun. Það
væri lang eðlilegast. Það hefir þó
ekki tekist. En rikið og Reykja-
víkurbær hefir viðurkent nauðsyn
málsins með því að lofa, hvort um
sig, að leggja fram % á móti því
sem Bálfararfjelag íslands útveg-
ar af fje til þess að koma upp
bálstofunni. Meðan svo stendur
reynir Bálfararfjelagið að ná sam-
an sínum þriðjung, en gengur
fremur treglega.
Eitt verslunarfyrirtæki, „Kol og
Salt“, sem er nú jafngamalt fyrstu
áformum um bálstofu og lík-
brenslulögunum — 25 ára — lagði
í haust er leið 5000 krónur til
bálstofunnar. Þessi stórmyndar-
lega gjöf á það skilið út af fyrir
sig að henni sje á lofti haldið. En
því fremur, ef hún yrði í reynd-
inni fordæmi sem leysti málið nú
á nýbyrjaða árinu.
Sumir nota áramótin og fyrstu
mánuði ársins til þess að setja sjer
að hrinda einhverju á stað á nýja
árinu, sem er framkvæmanlegt og
horfir til aukinnar menningar.
Afkoma síðasta árs hefir verið
óvenju góð fyrir ýmsa atvinnu-
rekendur. Væri ekki hugsanlegt að
fleiri vildu gera það sama sem
„Kol og Salt“, að nota eitthvað
af arði sínum til þess að hrind.i
þessu menningarmáli, sem orðið
hefir útundan, í framkvæmd? Ann-
aðhvort með því að gefa Bálfarar-
fjelaginu skerf í íslenskum krón-
um — eða á þann hátt, sem nú
skal greina.
Þeirra, sem selja afurðir fyrir
sterlingspund verða nú að sæta
því að láta talsvert af þessum
sterlingspundum liggja arðlaust í
Bretlandi, og taka áhættuna, ef
gengisbreytingar verða. Nú er svo,
að til þess að koma upp bálstof-
unni þarf að kaupa margt til
hennar frá útlöndum. Sennilega
má fá alt, eða mest af því, í Bret-
landi. Máske væri það ekki eins
tilfinnanlegt fyrir þessa atvinnu-
rekendur að gefa tillag sitt í ster-
lingspundum, ef samþykki fengisc
til þess að nota þau til innkaupa.
Og máske er sú hugsun ekki fjarri,
að nota eitthvað af þessum ster-
lingspundum, sem geta orðið háð
óhagstæðum gengissveiflum, ein-
mitt til stuðnings menningarfyrir-
tækis á íslandi.
Jeg varpa fram þessari hugmynd
til athugunar. Ef menn taka henni
vel, gæti svo farið að bálstofa
kæmist upp á þessu ári. Það yrði
dýrara að koma upp bálstofu nú
en fyrir stríð. En hver veit hvort
það verður nokkurntíma ódýrara
„eftir stríð“ en á þessu ári? Frest
þar til „eftir stríð“ má ekki nota
sem svæfil til þess að sofna frá
því, sem þarf að gera, með þeim
afleiðingum að það komist aldrei
í framkvæmd.
Og munum það vel að hvert til-
lag einstaklingsins til bálstofunn-
ar er þrígilt. Það getur af sjer
jafnhátt tillag frá tveim öðrum
aðilum, ríkissjóði og bæjarsjóði.
Er „Kol og Salt“ gaf 5000 krón-
ur til bálstofunnar, gáfu þær af
sjer á þennann hátt aðrar 10000
krónur. Er sú hugsun ekki ánægju
leg að leggja í forsómað menn-
ingarfyrirtæki með þeim verkun-
um að útvega um leið tvöfalt til-
lag annarsstaðar að?
Skák
Moskva 1940.
Hvítt: Lissitsin. Svart: Keres.
1. Rf3, d5; 2. c4, C6; 3. e3, Rf6,
4. Rc3, g6; (Hvítt teflir Réti en
svart Grunfeldsafbrigðið af slav-
nesku vörninni) 5. d4, Bg7; 6.
Bd3, 0—0; 7. 0—0, C5; (Hvítt hef-
ir leikið byrjunina svo rólega, að
svart hefir auðveldlega náð jöfnu
tafli. En með þessum leik kemur
líf í tuskurnar og það er einmitt
eins og Keres vill hafa það) 8.
Db3, (Ef 8. dxc, þá dxc; 9. Bxp,
Da5; og peðið á c5 fellur) 8...
cxd; 9. Rxd5, Rc6; 10. RxR-þ, (Et
10. Rxd4, þá Rxd4; 11. pxR, RxR ;
12. pxR, Bxp; og hvítt fær ein-
angrað peð á d-línunni) 10.....
BxR; 11. Rxd4, RxR; 12. pxR.
Bxp; 13. Bh6, He8; 14. Hadl, e5:
15. Be3, Bg4; (Miklu betra en 15.
.... BxB; sem opnar hrókslíno
fyrir hvítu) 16. Hdel, (Rangt var
16. Hd2, vegna BxB; 17. pxB, e4!;
og hvítt tapar manni) 16.......
Be6; 17. Be2, (Miklu betra var
Be4. Eftir þennan leik lendir hvítr
i örðugleikum, sem það ræður ekki
við) 17.....Dc7; 18. BxB, pxB,
19. Dd3, Hed8; (Drotningarhrókn-
um er ætlað að vinna á a-línunni)
20. Hdl, Hd7; 21. b3, a5; 22. Bf3,
a4; 23. g3, Db6; 24. Hfel, pxp;
25. pxp, Ha3; 26. Hbl, Db4!;
27. Be4, b5; 28. pxp?, (Miklu
betra 28. Hecl) 28.......Hxb3!;
29. Dfl, (Hvítt má auðvitað ekki
drepa hrókinn vegna 29..........
DxII; og síðan BxH; og ef DxB,
þá DxB-f; Betra var enn Hecl)
29.....d3!; 30. HxH, DxH; 31.
Hbl, d2!!; 32. Bc6, (Ef 32. HxD,
þá BxII; 33. Bf3, dlD; 34. BxD,
IIxB; 35. DxH, BxD; 36. b6, Bf3;
og svart vinnur) 32......DxH;
og hvítt gaf.