Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1941, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1941, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 107 „Norðmenn Kunnu því illa“ Eftir Carl J. Hambro, stórþingsforseta Carl J. Hambro, forseti norska Stórþingsins, hefir ritað bók um innrás Þjóðverja í Noreg. Er þar all-ítarlega skýrt frá því sem gerðist í Noregi á meðan innrásin stóð yfir. Eftirfarandi grein er kafli úr bók Hambros „I saw it happen in Norway“: Hvinden Haug hershöfðingi, yfirmaður annarar herdeild- arinnar, haTði með höndum það vandasama verk, að reyna að koma upp vörnum umhverfis Osló, og hann átti að hindra Þjóðverja á allan hátt, þar til búið væri að koma upp bráðabirgða her til verndar konungi og ríkisstjórn. Engar höfuðorustur áttu sjer stað, en það kom til ákafra átaka á hverjum þeim stað, þar sem hægt var að veita viðnám. Á meðan aðalherinn var á undanhaldi voru á ferðinni skíðaherdeildir á þeim svæðum, sem aðalherinn hafði áð- ur verið. Oft voru stjórnendur þessara skíðaherdeilda skíðamenn eða íþróttamenn, sem kunnir eru víða um heim. Hreystiverk þeirra og þrekvirki munu lifa lengi með þjóðinni, í ljóðum, og í nýjum hetjusögum sem ritaðar verða. Fræknustu skytturnar úr skotfje- lögum Noregs stóðu sig einnig með ágætum. Hið mikla mannfall í liði Þjóðverja í Noregi er að miklu leyti þeirra verk. Mannfall Þjóð- verja í Noregi hefir verið áætlað, mjög varlega, um 67.000 manns. Þar af fórust meira en 25.000 á sjó. ★ Það var margt sem Norðmönn- um gramdist sáran. En tilfinning- arnar eru lengi að festa rætur í hinu norðlæga loftslagi; norska þjóðin hafði hugsað skamt, húu var afar saklaus og ótortryggin. Það leið langur tími þar til þjóðin skildi hvað hafði gerst og hvað var að gerast. Öldum saman hafði hatrið verið þeim fjarri, það var tnentun þeirra og hugarfari óskilt. Það, sem Þjóðverjar voru að að- hafast og aðferðir þeirra voru í * augum Norðmanna óhugsandi og ótrúlegar. En smásaman vorn Norðmenn neyddir til að leggja trúnað á staðreyndimar. Vínarbörnin off farfufflarnir. Einkennilega margir þýskir her- menn, em fyrst komu til Noregs, töluðu vel norsku, margir töluðu hana reiprennandi. Það kom brátt í Ijós að þessir hermenn voru það sem kallað var í Noregi „Vín- arbörn", ungir menn, sem höfðu verið gestir í Noregi á þeim tím- um, er neyðin svarf að í Austur- ríki og Suður-Þýskalandi. Þegar harðir vetur gengu voru hundruð þessara barna að meira eða minna leyti tekin sem fósturbörn á norsk heimili, það var farið með þau eins og þau væru börn þeirra er tóku þau að sjer, þeim var veitt húsaskjól og þeim var veit klæði og fæði, oft send í norska skóla, þar sem þeim var kend norska. Á þenna hátt sneru börnin aftur til Noregs, þetta var þýska að- ferðin, að launa fyrir gestrisnina. Svo var það önnur tegund her- manna, sem þekti Noreg jafnvel betur og sem talaði ágætl. norsku. Það. voru hinir fátæku ferðamenn, „farfuglarnir“, sem komu í hópum til Noregs á hverju sumri. Margir þeirra voru með mandolin með sjer og sungu þýska sön'gva. Þeir voru ekki beinlínis betlarar, en þeir tóku við öllu því sem að þeim var rjett — og Norðmenn neita aldrei hungruðum manni um matarbita. Þeir fóru fram á afslátt á far- gjöldum með skipum og járnbraut- um; það kom ekki ósjaldan fyrir að farfuglar þessir kvörtuðu há- stöfum yfir ástandinu í Þýska- landi, yfir stjórnarfari og yfir- leitt öllu, en hófu Noreg til skýj- anna fyrir hið frjálslynda stjórn- arfar. Norðmönnum kom aldrei til hugar að þessir ungu menn, og stundum ungu stúlkur, kæmu í ákveðnum tilgangi til Noregs, að þetta væru undanfarar innrásar, sem undirbúin hafði verið árum saman, að ást þeirra á náttúrunni væri sprottin af harla skrítnum ástæðum, að teikningarnar, sem þeir gerðu væru af brúm, vegum, hernaðarlega mikilvægum stöðum. Margar þessara teikninga fundust síðar í vösum þýskra stríðsfanga, eða dauðra liðsforingja úr verk- fræðingadeildum Þjóðverja. Noregur var í alla staði opið land. Útlendingar voru ekki grun- aðir um græsku. Þvert á móti hafði almenningur áhuga fyrir út- lendingum, menn voru forvitnir, þeir voru vingjarnlegir. Þeir vildu fræðast af útlendingum og rabba við þá, og þeir voru upp með sjer í einfeldni sinni, er útlendingar töluðu tungu þeirra. Það var ekki fyr en innrásin var byrjuð, að, það varð kunnugt, að í nokkur ár höfðu verið haldin námskeið í norsku fyrir þýska liðs- foringja eins og námskeið höfðu verið haldin í sænsku og dönsku. Og það var ekki fyr en nú. sem mönnum fór að skiljast tilgangur- inn. Norðmenn kunnu illa við, að heyra þýska hermenn tala norsku og enn ver var þeim við að sjá þá í norskum einkennisbúningum. Þetta var herbragð, sem átti vei við þýskan hernaðarheiður. Eink- um bar á því í Norður-Noregi, að þýskir hermenn klæddust norsk- um einkennisbúningum. Þeir voru teknir til fanga í þessum einkenn- isbúningum; þeim var jafnvel leyft að ferðast gegnum Svíþjóð í norsk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.