Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1941, Blaðsíða 4
108
LESBOK MORGUNBLAÐsíNS
Frá höfninni í Bergen.
um einkennisbúningum á leið
þeirra frá Narvíkur-vígstöðvunum.
Árásir á spítala.
Norðmenn kunnu því illa, að
Þjóðverjar misnotuðu hvíta fána,
sem oft kom fyrir á hinn svik-
samlegasta hátt; þeim var heldur
ekki um er Þjóðverjar gerðu loft-
árásir á sjúkrahús, spítalaskip og
sjúkrabíla, sem þeir komu auga á.
Þetta var gert á svo skipulags-
bundinn hátt, að síðustu tvær vik-
ur ófriðarins í Noregi, var norsk-
um hjúkrunarkonum og læknum,
sagt að vera ekki með Rauða Kross
merki á handleggnum og yfirleitt
varast að sýna Rauða Kross flögg
eða merki, vegna þess að það voru
útvalin skotmörk þýskra sprengju-
flugvjela og vjelbyssuskytta.
Nokkur dæmi eru einkennandi.
Þann 29. apríl var gerð sprengju-
og vjelbyssuárás á spítalaskipið
„Brand IV.“ í Álasundi. Skipið
var málað og merkt á þann hátt
að ómögulegt var að villast á
því. Einn læknir, ein æfð hjúkr-
unarkona, ein Lotta, einn sjúkra-
bílsaðstoðarmaður og einn maður
af áhöfn skipsins ljetu lífið og
aðrir særðust. Tvær þj'skar
sprengjuflugvjelar flugu í hringi
vfir skipið, vörpuðu niður sprengj-
um og ljetu vjelbyssuskothríðina
dvnja á því.
Þann 1. maí var gerð sprengju-
árás á spítalaskipið „Dronning
Maud“ við Gratangen. Það gerðu
tvær þýskar sprengjuflugvjelar
og tók^t þeim loks að kveik.ja í
skipinu með íkveikjusprengjum.
Ellefu sjúklingar ljetu lífið í árás-
inni og níu. af áhöfninni. 33 manns
særðust og ljetust nokkrir þeirra.
Þeir, sem köstuðu sjer í sjóinn og
reyndu að synda í land, urðu fyrir
vjelbyssuskothríð þýsku flugmann-
anna.
Þann 7. júní, þegar herliðið var
flutt frá Norður-Noregi, var ráð-
ist á tvö spítalaskip og þeim sökt,
það voru „Ariadne“ og „Prins
01av“. Fjórir menn ljetu lífið. .
Árásir á varnar-
lausa horffara.
Kristianssund, óvíggirtur og al-
gjörlega varnarlaus bær, þar sern
aldrei hefir verið vottur af hern-
aðartækjum, varð fyrir stöðugum
loftárásum í þrjá daga og nætur.
Aðeins eitt hús stóð eftir. Jafn-
vel brýrnar, sem lágu út frá borg-
inni, urðu fyrir árásum og 15.000
íbúar voru heimilis- og varnar-
lausir. Á sama Hátt var ráðist á
Molde, Reknes, hið stóra heilsu-
hæli fyrir berklasjúklinga, varð
fyrir sprengjum og eldur kom upp
í því. Til allrar hamingju var bú-
ið að flytja sjúklingana burt, því
áhugi Þjóðverja fyrir sjúkrahús-
um var þá orðinn kunnur.
Þegar loftárásin var gerð á
Bodö urðu 5000 varnarlausir borg-
arar heimilislausir. Þýskar steypi-
flugvjelar rjeðust á sjúkrahúsið og
vörpuðu íkveikjusprengjum beint
á Rauða Kross merkin á þakinu.
Öll byggingin varð eitt eldhaf.
Það voru 160 sjúklingar á sjúkra-
húsinu. Það varð að bera þá út,
og allmargir þeirra dóu.
Vjelbyssuárás var gerð á konur
og börn, sem voru að koma úr
kirkju á sunnudagsmorgni, í Borg-
und, fyrir utan Álasund. Þýsku
flugvjelarnar flugu í hringi um
kirkjuna.
í Valders varð jarðarför, á leið
til kirkjugarðs, fyrir samskonar
árás.
★
Enn var það eitt, sem vakti
reiði Norðmanna, en það var sá
siður Þjóðverja, að binda karla
og konur framan á bíla sína,
neyða fólkið til að standa á aur-
brettum bílanna, og nota það sem
skildi fyrir þýsku hermennina í
leiftursókn þeirra eftir vegum
Noregs.
Á sama hátt var ekki nóg með
að þýskir fallhlífahermenn leituðu
hælis í norskum bóndabæjum,
heldur beittu þeir fyrir sig kon-
um og börnum, er á þá var ráðist.
Jeg minnist atburðar, er nokkr-
ir þýskir hermenn, sem leitað
höfðu skjóls bak við óbreytta
borgara, voru handteknir. Yfir-
maður norsku herdeildarinnar
spurði .mig, hvort það væri leyfi-
legt samkvæmt alþjóðalögum a^
skjóta þessa fanga. Jeg svaraði,
að samkvæmt mínu áliti væri það
ekki lögfræðileg spurning; vafa-
laust fyndist Norðmönnum sjálf-
sagt að skjóta alla Þjóðverja, sem
handteknir væru í Noregi. Þetta
væri stærðfræðilegt atriði. Hvor-
um megin voru fleiri fangarf Þjóð-
verjar höfðu tekið þúsundir fanga,
en Norðmenn aðeins fáa, það virt-
ist ekki vera hagsýnt að byrja á
því að skjóta þýsku fangana, jafn-
vel þó hver og einn þeirra ætti
ekki betra skilið. Enginn þýskur
fangi var skotinn.
En mikill fjöldi þýskra her-
manna ljet lífið í orustum.
Blóðugar orustur áttu sjer stað
á undanhaldi hersveita Hvinden
Haug’s. Einkum í Hringaríki, upp
eftir til Valders og Gövík. Liðs-
foringjanemendahersveitin frá
Osló, hermennirnir frá Sogni, sem
sendir voru til Valders og hinir
ungu hermenn í hjeraðinu vörð-
ust vasklega,- og hver einastu
deild á skilið að kveðið sje um
hana hetjuljóð og hetjuverk þeirra
skráð.