Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1941, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
109
Jón Olafsson ntvegsbóndi
í Hlíðarhúsum
i
Agrip af minningum frá æskuárunum
r? yrstu kynni mín af Jóni
k Ólafssyni gerðust á árunum
1875 til 1879, er jeg var á aldr-
inum 11—15 ára. Verslunarvið-
skifti Mýramanna gerðust þá að
mestu leyti á skipum, er senJ
voru á Straumfjörð í þeim er-
indum, frá Reykjavík. Þeir, sem
þessum viðskiftum stýrðu, voru
nefndir „spekúlantar“. Skipin
komu tvisvar á sumri; í fyrra
skiftið snemma í júní og höfðu
þá stutta dvöl á Straumfirði.
Fluttu lítið annað en matvöru til
þess að bæta úr brýnustu þörfum
bænda, uns innlendar vörur yrðu
alment tilbúnar og margbreyttari
útlendar vörur kæmi á „seinni
skipunum“ í júlí. Þá var aðal-
kauptíðin. 2 til 3 skip komu venju-
lega í sumarkauptíðinni, mest 4
lágu á höfninni í senn, 2 og 2
borð við borð bundin traustum
landfestum, svo ekki haggaðist
fyrir straumi nje stormi. Eitt þess
ara 4ra skipa var frá Akranesi.
Fljótt barst fregnin um skipa-
komuna um hjeraðið, enda sáust
skipin á höfninni víðsvegar að úr
hjeraðinu. Sóttu þá unglingar
mjög fast að fá að fara „suður á
skip“. Jeg var 11 ára, er jeg fjekk
að fara í fyrsta sinn. Bein leið
var yfir 20 kílómetra og gersam-
lega ófær hestum. Jeg varð að
fara gangandi og bera poka um
öxl; þótti það engin frágangssök.
Langflestir Mýramenn höfðu þá
aðal-viðskifti sin við Fischers-
verslun. Þangað barst jeg með
straumnum og þrátt fyrir „blind-
ös“ vildi jeg ekki'versla annars-
staðar. Verslunarstjóri „um borð“
var Guðmundur Ólsen, prúður,
skýr og ákveðinn. Hann talaði
jafnan eins og sá er valdið hefir.
Aðstoðarmaður við afgreiðslu á
vörum, en þó fyrst og fremst mót-
tökumaður ullar og annara inn-
lendra vara, var tæplega meðal-
Jón Ólafsson.
maður á bæð, fremur þrekinn,
beinvaxinn og upplitsdjarfur,
kvikur og tígulegur í hreyfingum,
virtist þó heldur vera kominn yf-
ir ljettasta aldursskeið, með ljóst
hár og skegg dálítið hæruskotið.
Þetta var Jón Ólafsson. Þá sá jeg
hann í fyrsta sinn og svo einu
sinni á ári í nokkur ár í röð þar
á eftir, ávalt undir sömu kring-
umstæðum. Jeg var þá barn að
ald$i og athyglisgáfa mín lítt
þroskuð, en jeg veitti þessum
manni nokkra athygli fremur en
mörgum öðrum, eins og nú muu
sagt verða.
í þá daga var það talið algengt
í viðskiftaháttum kaupmanna og
engu síður þjóna þeirra, að sýna
ríkum og vel fjáðum mönnum
meiri velvild og kurteisi í orðum
og athöfnum, en hinum, sem fá-
tækir og umkomulitlir voru. Það
vakti furðu fljótt athygli mína,
hvað Jón Ólafsson ávarpaði alla,
fátæka og ríka, jafn-kunnuglega
og svaraði ávarpi allra annara
með tilgerðarlausri hreinskilni.
Semvænta mátti ljet hann sjer
ant um vöruvöndun og var ótreg-
ur til að láta í ljósi hvort honum
líkaði betur eða ver í því efni.
Til dæmis um rjettdæmi hans og
að hann fór ekki| að mannvirðing-
um, ætla jeg að nefna hjer tvö at-
vik af rnörgum, sem jeg veitti
eftirtekt: Drengur einn mjög fá-
tæklega búinn, er Jón vissi engiu
deili á, var að leggja inn 3 eða 4
pund af ull og 8 lóð af kald-
hreinsuðum dún. Þegar Jón var
að taka þessar vörur úr umbúð
unum, sagði hann hvað eftir ann-
að og svo hátt, að það vakti at-
hygli allra, er nærstaddir . voru :
„Þetta er falleg ull! Svona ættu
allir að þvo og þurka ullina sína!
Þetta er skínandi fallegur dúnn!“
Og um leið og hann horfði á
drenginn og virti hann stutta
stund fyrir sjer, sagði hann: „Þú
ert ráðvandur, drengur minn. Það
verður einhverntíma oftar óhætt,
að treysta á ráðvendni þína í við-
skiftum“.
Öðru sinni var ríkur bóndi að
leggja inn ull sína og var hún
bæði illa þvegin og illa þurkuð.
Þegar Jón hafði skoðað ullina
stutta stund, sagði hann: „Guð
hjálpi þjer maður, að þú skulir
geta verið þektur fyrir að svíkja
vöru þína svona hroðalega! Seint
ætlar þjer að skiljast, hver óráð-
vendni þetta er og hvaða tjón af
því leiðir“. Um þetta fór hann
nokkuð fleiri orðum í ávítunar-
tón og mun flestum áheyrendum
hafa þótt áminningin koma í rjett-
an stað niður.
Með þessum og því líkum hætti
urðu fyrstu kynni mín af Jóni
Ólafssyni. Jeg vissi brátt,' að aðal
lífsstarf hans var sjómenska og
eigin útgerð, rekin með meiri
dugnaði og hepni en alment gerð-
ist, og jeg vissi, að hann var góð-
ur kunningi mætra manna í okkar
hjeraði. Alt þetta var mjer í raun
og veru óviðkomandi, en samt
varð það smásaman og í kyrþei
orsök þess, að jeg mat hann um-