Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1941, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1941, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. mollulegt. Þrem vikum áður hafði jeg verið vitni að brottflutningi fólks í Belgíu. En þetta var brott- flutningur úr borg en ekki sveita- hjeruðum og jeg var hissa á, hve fáir karlmenn og hjólreiðamenn voru á ferli. Konur óku flestum bílunum og þeir voru fullir af börnum og gömlu fólki. Jeg sá París síðast úr flugvjelinni, sem breskur flugmaður stýrði. Hamingjan má vita, hvenær jeg sje París aftur, frjáls og glaður. Vinir mínir, sem síðar fóru frá París sögðu mjer, að borgin hefði verið hálftóm eftir brottflutning- ana, borgin hafi verið auð á að líta, en allir hafi verið rólegir og' hughraustir. London. Það var skrítið England, sem jeg sá gegnum glugga flugvjelar- innar. Bugðóttir vegirnir, fallegu þorpin og vel ræktuðu grasblett- irnir sáúst- greinilega úr loftinu og leit út eins og þar væri sýn- ing á barnaleikföngum. Maður fjekk sting í hjartað, er hugsað var til annara flugmanna, sem horfðu á þessi sömu sveitabýli, þorpin — og sleptu svo sprengj- um sínum. Jeg fór beint frá flugvellinum til aðalstöðvanna frönsku. Fyrir- skipanir mínar frá Schiffer, áður en jeg fór frá París, hljóðuðu upp á að gera ensku þjóðinni skiljan- legt, hve erfiðleikar frönsku þjóð- arinnar voru miklir og nauðsyn- ina á því að senda okkur strax alla þá hjálp, sem möguleg væri. Hin franska Mission d’Informa- tion sá um, að mjer var fylgt til breska útbreiðslumálaráðuneytis- ins. Jeg kom þangað á meðan á hinum daglega blaðamannafundi stóð. Charles Peake, formaðurinn, fylgdi mjer upp á pall og án þess að gera mjer á nokkurn hátt að- vart, sagði hann; „Ef þjer viljið segja fólki frá ástandinu í Frakklandi, þá er tækifærið nú. Þjer talið til full- trúa allra breskra blaða“. Jeg hóf því næst stutta skýr- ingu á ástandinu. Óhamingja Frakklands, hin ógurlega fram- tíð, sem beið þess, hafði þau á- hrif á mig, að orðin streymdu af vörum mínum. Jeg veit ekki hvað jeg sagði, en er jeg hafði lokið máli mínu, stóðu allir blaðamenn- irnir á fætur og klöppuðu fyrir mjer. Jeg held, að enginn hafi sagt þeim jafn hreinskilnislega og jeg, hve ógurlegri aðstöðu Frakk- land var í, og hve bráð hjálp var nauðsynleg, og hve tilgangslaust það var að halda áfram barátt- unni, ef hjálp bærist ekki strax. Velvilji -blaðamannanna hitaði mjer um hjartaræturnar og jeg hughreystist í nýjum vonum. Bretar hefðu þá viljað gefa okk- ur alt til að hjálpa okkur, en til allrar óhamingju áttu þeir ekki neitt til að gefa. * Það sem vakti undrun mína í Englandi var — samfara viljan- um til að hjálpa — hin fullkomna fáviska um hið sanna eðli ófrið- arins. Þegar jeg lýsti hinum sorg- legu röðum flóttafólksins, loft- árásunum á þorpin og París, neyð hersveita okkar, styrkleika óvin- anna —i alt sem jeg hjelt að væri sjálfsagt að allir vissu — sá jeg undrunina á andlitum áheyrenda minna eins og jeg væri vera frá annari plánetu. Það sem hjer fer á eftir gefur nokkra hugmynd um þetta. Eftir að jeg hafði fengið fyrirskipanir mínar algerlega óundirbúinn, og það sem meira var, mist alt, sem jeg átti í Arras og Amiens, kom jeg til Englands allslaus, að und- anskildri smátösku með tveim skyrtum og nauðsynlegustu hrein- lætistækjum. Jeg hafði farið úr landi mínu í hershöndum. Jeg hafði ekki hugmynd um, hvar konan mín og börnin voru. Á- hyggjur mínar nálguðust örvingl- an. Fyrsti enski vinurinn, sem jeg heimsótti, skildi vandræði mín, þrátt fyrir tilraunir mínar til að leyna þeim. Hann bauð mjer til miðdegisverðar, og sagði: „Það er óþarfi fyrir þig að skifta um föt . . . .“ Þegar athugað er, að jeg átti ekkert í heiminum nema einn ein- kennisbúning til að vera í, held jeg að enginn verði hissa á því að heyra, að jeg brosti, þrátt fyrir raunirnar. Jeg man aðra þýðingarmikla sögu, sem breskur sjóliðsforingi sagði mjer: Tundurspillir hans hafði sökt þýsku skipi við strendur Noregs og tekið þýska skipstjórann hönd- um. Þjóðverjinn var kaþólskrar trú- ar og breska sjóliðsforingjanum fanst hann verður allrar virðing- ar. Það var farið vel með hann í alla staði. Vegua þess að foringi tundurspillisins ætlaði sjer að vera á stjórnpalli alla nóttina, bauð hann þýska fanganum klefa sinn, besta klefann í skipinu. Eu við klefadyrnar nam Þjóðverjinn staðar og hörfaði aftur á bák. „Nei“, sagði hann, „þetta er ein- hverskonar gildra“. „Hversvegna haldið þjer það?“ „Vegna þess að það er újilok- að að þjer ætlið að láta fanga yð- ar dvelja í skipstjóraklefanum". „Því ekki það? Þjer eruð gestur okkar“. Og er Þjóðverjinn sá, að þetta var svo, stóð hann um stund þög- ull. "Með augun full af tárum sagði hann að lokum: „Aumingja mennirnir. Þið hafið ekki minstu hugmynd um, við hvað þið eruð að berjast". Það eru margir, sem gera lítið úr þessum eiginleikum. En það er einmitt vegna þessara eigin- leika bresku þjóðarinnar, sem mjer þykir svo vænt um Eng- land. Eins og allar þjóðir hafa Bret- ar sína galla. Hættulegasti gall- inn og sá, sem varð okkur Frökk- um að nokkru leyti að falli, er bjartsýnin. Vegna þess að Bretar hafa verið hamingjusöm þjóð, hættir þeim við að gera of lítið úr, hættunum. Án þess að vera viðbúnir fóru Bretar í stórkost- Jegustu styrjöld, gegn sterkasta herveldi Evrópu, og langa lengi hjeldu þeir, að hægt væri að vinna sigur án þess að nokkru verulegu leyti að leggja að sjer eða breyta um þægilegar lífsvenj- ur. En í dag eru kostir Englands miklu fleiri en gallarnir. Þjóðin veit, að hún stendur ein gegn sterkustu hernaðarþjóð veraldar, en.hún bíður róleg þess, að til á- rásar komi. Hver einasti breskur Framh. á bls. 160.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.