Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1941, Qupperneq 6
158
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
AUMINGINN
Eftir síra Gunnar Árnason frá Skútustöðum
Hann var andlegur vesalingur
alt frá fæðingu, fáviti og
flogaveikur. En hann komst á
fimtugsaldur. Nú eru samt mörg
ár síðan að hann gekk undir gras-
svörðinn. Jeg er búinn að gleyma
hvar leiðið hans er í kirkjugarð-
inum, og sennilega flestir aðrir.
Þeir voru ekki svo margir, sem
fylgdu hontim til grafar. En jeg
man að það var um sumarmál,
sem hann hvarf yfir heimsmær-
in, og. mjer hefir aldrei gleymst
sú spurning, sem hann vakti hjá
mjer lífs og liðinn. Jeg veit að
sumir aðrir glíma við líkar gát-
ur. Þessvegna læt jeg þau nú
fylgja þessi orð, sem jeg óbeðinn
talaði yfir líki hans. Jeg veit að
sumum, er stríða við slík vanda-
mál, er það jafnvel örlítill Ijettir
að vita, að aðrir eru líka að hugsa
um þau.
„Sannlega segi jeg yður, svo
framarlega sem þjer hafið gjörí
þetta einum þessara minna minstu
bræðra, þá hafið þjer gjört mjer
það“. (Matt. 25,40)’.
*
Fátt eða ekkert er mæðrunum
tíðara nje alvarlegra umhugsunar-
efni, þegar þær bera börnin sín
undir hjarta sjer, og fæstar spyrja
fyr um annað, þegar nýr maður
er í heiminn borinn, en það, hvort
barnið sje rjett skapað, sje
líkamlega vanskapað eða aumingi
andlega. Enginn lýsir til fulln-
ustu sælutilfinning þeirrar móð-
ur, sem undir venjulegum kring-
umstæðum þrýstir líkamlega og
andlega heilbrigðu barni sínu að
brjósti sjer, í fyrsta skifti sem
það lítur þennan heim. En hví-
líkri hrygð er sú tilfinning bland-
in, er góð móðir veit, að barnið,
sem hvílir í faðmi hennar, verður
vesalingur alla æfina, hlýtur altaf
að fara á mis við margar eftir-
sóttustu gjafir lífsins, getur aldrei
náð jafnþroska við almenning,
hvað þá meira. Ef tárin, sem þá
hníga, eru ekki talin á himnum,
heyrist þangað aldrei neinn grát-
ur. Og það er eflaust einn af þeim
fáu stundum, sem hugsanlegt er,
að sönn móðir geti beðið þess af
lijarta, að barnið hennar hefði
aldrei fæðst.
*
Lífið er dýrðlegt! Lífið er svo
dásamlegt, að vjer, sem frá fæð-
ingu erum gædd öllum almennum
hæfileikum líkama og sálar til að
njóta þess og hljóta af því skyld-
ugan þroska, ættum hverja stund
að syngja þakkaróð eins og fugl-
ar himinsins, og brosa af lífsfögn
uði eins og blóm vallarins. Meira
að segja þegar brekkan er brött-
ust og bikarinn beiskastur, ættum
vjer að vera ríkari af gleði en
nokkru öðru, þtí að jafnvel þá
eigum vjer ótal unaðskosti vegna
hæfileika vorra til að njóta unaðs-
semda lífsins. Því lífið er sem
hönd full af fjársjóðum, sem sóar
þeim í alla þá, er vilja og geta við
þeim tekið.
Lífið er dásemd og engin for-
rjettindi eru til meiri en að eiga
þess völ að njóta þeirrar dásemd-
ar svo sem hverjum heilbrigðum
manni er gefið.
Hve skelfileg sköp eru því ekki
að vera skertur þeim rjettindum
að meira eða minna leyti, að vera
aðeins borinn til molanna af gleði-
og gnægtaborði lífsins. Að vera
fæddur útlagi gæfunnar. Vera
dæmdur til þess að geta aldrei
orðið meira en hálfur maður í þess
ari veröld.
★
Getur nokkuð raunalegra en að
vera fæddur aumingi — nema eitt:
það að hafa boðið því böli heim
sjálfur með því að misbeita gáf-
unum og misnota gjafir lífsins.
Hlutskifti þeirra, sem vesaling-
ar eru frá móðurlífi, gengur oss
oft svo nærri hjarta, að oss er
það hörmulega sár ráðgáta hvern-
ig Guð kærleikans getur látið það
viðgangast að þeir fæðist inn í
þennan heim, eða hversvegna
hann leysir þá ekki strax af hólmi.
Vísast veldur það ekki litlu um
torleikni þeirrar gátu í hugum
vorum, að vjer erum of gleymnir
á þau sannindi, að Guð hefir ekki
skapað heiminn reglulaust nje
stjórnar honum af handahófi.
Hann hefir bundið alt órjúfanleg-
um lögmálum, og það er trú vor,
’er kristnir köllumst, að þau sjeu
öll sett af alvisku og gæsku og
færi öllu því blessun, sem þeim
lýtur. Hitt er þá jafnvíst, að það
hlýtur að leiða til ófarsældar að
brjóta gegn hverju þeirra, sem er.
En nú vitum vjer, að Guð hefir
gefið oss mönnunum drjúgan skerf
af dýrmætustu en jafnframt vand-
geymdustu gjöf lífsins — frelsinu.
Hann hefir veitt oss öllum nokk-
urt brot af valfrelsi sínu. En þar
með er sú hættan fyrir hendi eins
og reynslan sýnir svo átakanleg.i
oft, að vjer misnotum þessa ágæt-
ustu kærleiksgjöf Guðs: beitum
henni til að gera uppreisn gegu
lögmálum hans, og köllum með
því ógæfuna yfir oss.
Daglega stingum vjer raunar öll
hendinni inn í eldinn og brennum
oss. En vjer sköðum fleiri en oss
sjálf þegar vjer göngum út af
guðsvegunum. Líka þá, sem dag-
lega taka þátt í kjörum vorum.
Og enn fleiri. Vjer leggjum einn-
ig með því lánleysi á niðja vora.
Því að þetta er eitt af lögmálum
lífsins, að blessun og bölvun feðr-
anna gengur í erfðir til niðjanna.
*
Fjölmörg börn bera alla æfina
merki og afleiðingar synda feðra
sinna á líkama og sál. Þegar oss
finst til um krossa þeirra, ættum
vjer því frekar að snúa ásökun-
um vorum í garð forfeðranna en
að láta vakna hjá oss vafa um
föðurkærleika Guðs. En um leið
ættum vjer að hugsa til sjálfra
vor, og láta þessi' ógæfudæmi vera
oss til varnaðar. Eða myndum vjer
ekki rísa /öflugar gegn sumum