Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1941, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1941, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSIN* 159 syndavana, ef vjer hugleiddum, að niðjar vorir kunna að verða að súpa af honum seyðið, og að með því að láta undan vorum verra manni erum vjer ef til vill óbeinlínis að skapa ófarsæld ein- hvers þess, sem fæðist aumingi. Það er eins um flesta aumingja og blóm, sem spretta upp í illum og ófrjóum jarðvegi, að rætur ó- hamingju þeirra liggja í því, hve illa feður þeirra hafa búið í hag- inn fyrir þá. Vjer höfum því ekki beinan rjett til að segja, að Guð hafi ákveðið þá til að troða þær þyrnibrautir, er þeir verða venju- lega að ganga. ★ Miskunn Guðs og föðurkærleik- ur er auðsær við þá eins og alla aðra. Það er alkunnugt, að oft er ótakanlegra og þungbærara að horfa upp á bágindi annara en bera þau sjálfur. Jafnan gefur Guð af miskunn sinni líkn í þraut. Hjer sem annarsstaðar. Þeim, sem vesalingar eru frá móðurlífi, finst lífið sjaldan sjálfum erfiðara og skuggaríkara en hinum, sem gat- an er greiðust og oftast sitja sól- armegin. Stundum er auminginn, sem oss virðist líkastur væng- brotnum fugli, eða lífstíðarfanga í myrkvastofu, glaðari og ánægð- ari en gáfumaðurinn, sem á svo að segja alls völ, eða jafnvel sjálf- ur konungurinn í ríki sínu. Eins eru þess mörg dæmi, að sá, sem vsnefnum er búinn frá móðurlífi, notar síst ver hæfileika sína að sínu leyti, og uppfyllir jafnvel betur skyldu sína en hinn, sem mikið er lánað. Og þó er ábyrgð aumingjans miklu minni. Því af þeim, sem mikið er gefið, mun þess meira heimtað verða. * En samt sækir sú spurning á huga vorn, hvaða hlutverk aum- ingjunum er falið. Til hvers eru þeir látnir fæðast inn í þennan heim, og meira að segja oft gefn- ir langir lífdagar, þessir kross- berar? Því það er þó trú vor, að enginn fæðist án vitundar og vilja alvíss og alráðs Gúðs. Þótt hann því upphef ji aldrei það lög- mál, að líf feðra og niðja sje eins samtvinnað og stofns og greina, fengi hann þá samt ekki varnað því, ef hann vildi, að þau börnin fæddust, sem annars verða að bera þyngstu syndarávexti lang- feðranna? Vissulega. Og svo fram- arlega sem hann er Guð kærleik- ans hlyti hann að gera það, ef þau ættu ekki eitthvert erindi inn í heiminn sín vegna og annara, ef þau eiga ekki líka eins og aðrir að geta uppskorið einhverja bless- un af lífi sínu á jörðunni, og sjá síðan nýjan dag renna annars heims, þegar hlutverki þeirra hjer er lokið, hvort sem það var mik- ið eða lítið, ljett eða þungt. ★ Velmetinn maður sagði við mig eitthvað á þá leið hjer á dögun- um, er lát þessa meðbróður bar á góma, að hann hefði verið sæll að fá að deyja, því að hann hefði haft hjer lítið með höndum, hvað sem nú kynni að vera, er hann væri kominn yfir heimsmærin. En jeg veit ekki, hvort hann hafði minna hlutverk hjer en við hin, eða lifði hjer síður til gagns. Kyrkingslegu blómin þroskast í hlutfalli við aðbúð sína, eins og hin, sem við góðar aðstæður eiga aðj búa. Jafnvel þau sem altaf eru í forsælunni vaxa eitthvað á með- an fult líf er með þeim. Og svo er önnur hlið á þessu máli. Enginn lifir eingöngu sjálf- um sjer, heldur jafnframt öðrum mönmim. — Aumingjarnir hafa kannske manna mest það hlutverk að vera öðrum til blessunar. Til þess að leggja áherslu á það minti jeg fyrst á þessi orð Drottins vors, að alt, sem gjört er hinum minstu bræðrum, telur hann sjer gjört. Hvað sem öðru líður hafa aumingjarnir það hlutverk að vekja og þroska með oss þær dygðirnar, sem mestar eru og ávaxtabestar: umhyggjuna, nær- gætnina, þolinmæðina, gjafmild- ina og kærleikann. Engir próf- steinar fást betri á það, hve' rík vjer erum af þessum dygðum, eu aumingjarnir, sem lifa í skjóli voru, eða vjer mætum á lífsleið- inni. ★ Jejg æ.tla ekki að rekja það núna hvernig framkoma manna yfirleitt hefir verið, eða er varið gagn- vart aumingjimum. Hvaða hugar- þeli vesalingarnir eiga tíðast að mæta, nje hvaða aðbúð þeir sæta á stundum, sem alt eiga undir góðvilja annara. Það er ærið mis- jafnt. Yjer vitum það öll, að kjörum ofmargra munaðarleysingja hefir í fortíðinni svipað til meðferðar- innar á þarfasta þjóninum, þegar hann er barinn til þrælkunar á sumrin og píndur á útigangi á vetrinum. Líf sumra þeirra hefir alt líkst seinustu lífsstund litlu stúlkunnar með eldspýturnar, sem á nýársnótt sá inn í ljósljómaðar stofurnar fullar af kræsingum og gjöfum og dynjandi af fögnuði 4 meðan hún sjálf var að frjósa í hel á götunni fyrir utan. En jeg minnist þess nú, að Jesús Kristur unni vesalingunum heitast vegna þess, að þeir þarfn- ast mestrar umhyggju og kær- leika. Hann segist blessa hvern, sem gefur þeim þó ekki sje nema einn vatnssopa að drekka, segir að það sje sem sjer gjört. Því minnist jeg þess líka nú með fögnuði, að þessi meðbróðir vor átti löngum betra en marg- ur meðlíðandi hans fyr og síðar. Lengst af ævinnar var hann í skjóli þeirra, sém voru honum vinir, sem gerðu vel til hans eins og bróður í bágindum. Síðustu árin var hann að vísu á hálfgerðum hrakningum. Mjer er næsta ókunnugt um líðan hans í hinum ýmsu stöðum, hygg þó að hún hafi verið yfirleitt góð. Og eitt veit jeg með vissu, að hvar sem hann dvaldi lengur eða skem- ur, átti hann að vera blessunar- gestur, átti hann að auka um- hyggjuna, nærgætnina, þolinmæð- ina, gjafmildina og kærleikann í brjóstum þeirra, er hann bað ásjár. Og hvar sem hann gerði það, kom hann með góðar gjafir. Og þó hann hafi ekki stuðlað að því, að þær dygðir þróuðust nema hjá sumum, já, nema hjá einum, sem hann umgengust, þá hefir hann ekki lifað til ónýtis. Þá hef- ir hann haft sitt hlutverk. Kenning og líf Jesú Krists gjör- ir oss svo bjart og hlýtt og glatt í huga við grafir slíkra manna sem þessar. Því að þessvegna get- um vjer ekki hugsað oss annað en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.