Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1941, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1941, Síða 8
160 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nautaat á Spáni að andlátsstund þessa bágstadda bróður hafi verið honum svipuð og þegar maður vaknar af myrk- um, sárum og torráðnum draum við það, að sólin skín inn um alla glugga, vordýrðin blasir við aug- um, og lífsfögnuðurinn hljómar hverju lagi fegurra í eyrum. Vjer kunnum víst öll hið und- urfagra og spekiþrungna ævintýri H. C. Andersens: Ljóti andarung- inn. Það var einu sinni önd, sem ungaði ót álftareggi, og svanur- inn ungi átti illa aðbúð í upp- vextinum og mætti misskilningi og hrellingum af hálfu andarung- anna, og raunar allra, sem urðu á vegi hans. Lífið var honum aðeins böl og mæða, hann átti eins og ekki heima í þeim heimi, sem hann lifði á. Aldrei kvað annað við en að hann væri allra fugla ljótast- ur og heimskastur og færi skakt að öllu. Honum var alstaðar út skúfað. Og um veturinn var hanu næstum frosinn í hel. Svo kom vorið — loksins. Þá fann hann nýjan áður óþektan vængjaþrótt. Hann sveif um heið- loftið, og fyr en varði kom hana í yndislegan garð, þar sem drif- hvítir svanir sungu á spegilfag- urri tjörn milli laufríkra trjánna. Andarunginn ætlaði ekki að þora að nálgast þá, en hugsaði þó, að sælla væri að þeir gerðu út af við sig, en lifa við alt hitt, sem hann hafði flúið undan. Hann settist því á tjörnina og bjóst nú við grimmilegum árásum. Þá sá hann mynd sína í vatninu og sá, að hann var ekki lengur luraleg- ur, svartgrár fugl, ljótur og af- skræmilegur — hann var sjálfur svanur. Og brátt hljómaði dýrðarsöng- ur hans í kór hinna annara hvítu svana. Getum vjer hugsað oss hlut- skifti þessa meðbróður — og ann- ara slíkra aumingja — öðruvísi en áþekt þessu eftir dauðann? Mun honum ekki ætlaður mann- legur fullþroski í ríki himnanna? Mun hann ekki líka verða einn af þeim, sem lofa Hann, sem er heilagur og góður? í þeirri trú kveð jeg þig, bróðir. Friður Guðs sje með þjer. Framh. af bls. 155. ekki hægt að komast. Þegar því frægra „matadora“ er getið, er oft nefnt hvað mörg eyru þeir hafa fengið um dagana. Ef svo nautið hefir þótt standa sig vel, fær það líka sitt klapp hjá áhorf- endum, um leið og það er dregið iit af vellinum. Hjer hefir verið lýst gangin- um í þessu að svo miklu leyti sem það er hægt, en hjer sem víðar á við, að sjón er sögu ríkari. Þetta var nú bara fyrsta naut- ið, en eins er að farið með hin 5, sem eftir eru. Menn kunna nú að halda, að leiðigjarnt sje að sjá 6 slíkar endurtekningar. En ekk- ert nautanna er eins og altaf kem- ur eitthvað nýtt merkilegt og geð- æsandi fyrir, slys eða þ. u. 1., og hjer var nú aðeins einn af þeim þrem „matadorum“, er sýna listir sínar. Slys koma vitanlega oft fyrir, jafnvel talið að meiri hluti nautabananna endi líf sitt á nautaatsvellinum. Smáslys eru algeng, svo sem að nautið nær einhversstaðar í mann- inn og kastar honum þá oft hátt á loft, eða þeim skrikar fótur og er þá nautið óðara komið þar sem þeir liggja varnarlausir á jörð- inni. En þá er þeirra eina lífsvon að liggja alveg hreyfingarlausir. Koma þá fljótlega aðrir nautaats- menn og reyna með dulum sínum að ná athygli nautsins frá hinum fallna og varnarlausa starfsbróð- ur. Kemur þá fyrir, að þegar nautabaninn hefir þannig beðið stundarósigur fyrir nautinu, að upp úr sýður hið heita suðræna blóð hans, hann þyrstir í hefnd, rýkur að nautinu, kastar til hlið- ar allri varfærni og leikur sjer um stund við dauðann. Nautið virðist altaf vera að því komið að reka hann í gegn, en altaf sveigir hann sjer undan með þess- um fjaðurmögnuðu hreyfingum og ljetta leik, sem aðeins spánsk- ir „matadorar" eiga til. Á meðan á leiknum stendur er fólk bókstaflega alveg vitlaust af geðæsingi, ýmist vandlætingu, ef illa te'kst, eða hrifningu, og við sem búum hjer norður undir heimskautsbaug og aldrei látum hrífast af neinu, nema þá hálf- fullir, eigum í byrjun erfitt með að átta okkur á öllum þessum látum. En svona eru Spánverjar örir og lífsglaðir, sem fiðrildi í sól. ★ Jeg veit að okkur íslendingum þykir þessi leikur, er hjer hefir verið reynt að lýsa, ljótur og bera vott um blóðþorsta. Er það mjer síst að skapi að afsaka hina ó- mannúðlegu meðferð á veslings nautinu. Spánverjar segja, að hjer sje aðeins verið að sýna yfir- burði mannvits og lipurðar manns ins yfir styrkleika og hraða nauts- ins, og nautinu myndi hvort sem er að lokum hafa verið slátrað, og ekki finni það eins til áverka þeirra, er það fær áður en því er veitt banastunga, vegna grimdar þess og mannýgðar. En hvað sem þessu líður, þá er eftir hin óaf- sakanlega meðferð, er blessaðir hestarnir fá. SÍÐUSTU DAGARNIR í PARÍS. Framh. af bls. 157. maður og kona á aðeins þá einu ósk að leggja til alt sitt afl í þjónustu landsins. Fjöldinn hefir verið varaður við hættum, sem stafa af að ótt- inn nái yfirtökum á almenningi, sem var sterkasta vopn óvinanna í stríðinu á meginlandinu, og breska þjóðin hefir þegar sýnt hugrekki sitt. Baráttan verður hörð, en styrk- ur heimsveldisins, staðfestan og göfugt lundarfar mun vissulega sigra. En hvað sem annars henda kann, munu allir þeir, sem fylgd- ust með lífi bresku þjóðarinnar í júnímánuði 1940, hugsa á sömu leið og Winston Churehill, að eftir þúsund ár muni þess verða minst, að þetta var glæsilegasta tímabil þeirra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.