Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1941, Blaðsíða 2
234 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS sýslur. Þar var hann á ýmsum stöðum og stundaði smíðar, því að hann var hagur á trj, en þess á milli rjeri hann til fiskjar, oftast á Evjafjallasandi, en svo hvari hann þaðan iit í buskann og vissi enginn hvað af honum varð. — En svo sprettur Arnes, fyr en varir, aftur upp á fornum stöð um og gjörir nú vart við sig við Elliðaárnar fvrir innan Revkja- vík. Þar var þá þófaramylla frá klæðaverksmiðjum Skúla fógeta, í Reykjavík og gætti hennar dansk ur maður, — bóndi frá Sjálandi — og bjó hann á Bústöðum. Einn morgun var sá danski snemma á ferli og gekk til myllunnar, en sá þá að gluggi var þar brotinn og þegar hann gáði inn, sá hann hvar maður lá sofandi á gólfinu og hafði staf og poka sjer við hlið. — Sá danski greip þetta hvoru- tveggja og hljóp með það heim tii Bústaða, en skömmu síðar vaknaði hinn sofandi maður og elti hann. Bóndinn kallaði þá til konu sinn ar og sagði henni að senda „mey- stelpu“, sem hjá þeim var til Reykjavíkur og láta bókhaldara verksmiðjanna vita hvað í efni væri. Hann sagði henni að láta „meystelpuna“ fara út um reyk- háfinn á eldhúsinu svo lítið- bæri á og biðja menn í Reykjavík að bregða þegar við og koma sem fljótast, því að sjer litist mjög illa á gestinn, sem kominn væri til sín. — í bæjardyrunum snjeri sá danski sjer við og hafði járn í hendinni, en í því bar komumann þar að, en það var Arnes og heimtaði hann nú staf sinn og poka. Bóndi neit- aði að láta það af hendi og sagði Arnesi að hann skyldi þá reyna að ná því úr greipum sjer. Ekki þorði Arnes að ráðast á karlinn, en eftir nokkur orðaskifti og heit- ingar á milli þeirra varð það úr, að Arnes gekk í bæinn og þáði heita mjólk, hefir eflaust verið orðinn langsoltinn. — Bústaða- bóndinn gerði nú allt til þess að tefja fyrir Arnesi og var altat, öðru hvoru, að hlaupa fram í bæj- ardyrnar til þess að gá að hvort nokkur kæmi úr Reykjavík. Hann var í þungu skapi og setti járnið um þverar dyrnar, en var svo sjálfur fyrir framan svo að Arnes kæmist ekki út. Arnes var hvergi smeikur og gjörði nú skyndi- áhlaup á þann danska. Hann hljóp til og greip járnið, en snaraði sjer síðan að bónda og skelti honum flötum á ganginn, tók staf sinn og poka og hljóp út úr bænum og yfir á Digranesháls. Þaðan sá hann svo til hóps manna ú’ Revkjavík, sem voru komnir inn antil á Oskjuhlíðina og hjeldu nú með Bústaðaholti. Bóndi hjelt nú til móts við þá og svo labbaði all- ur skarinn inn að Elliðaám. Þeg- ar þangað kom, þorðu þeir ekki yfir árnar, þótti þær ófærar gang- andi mönnum og hjeldu upp með þeim, en Arnes hafði hlaupið yfir þær þar efra og sáu þeir á eftir honum. Snjór hafði fallið og var því sporrækt. Eltu þeir nú Arnes þrjátíu í hóp, flest vefarar iir Reykjavík, en þegar Arnes sá þá veita sjer eftirför, sneri hann við og hvarf þeim. Þeir ráku þá för hans suður að Hofsstöðum norðan Vífilsstaðavegs. Hljóp hann þá þaðan í Garðahraun yfir Vífils- staði eða Hraunlæk, en þeir eltu hann enn. Arnes tók nú það ráð að halda sig hrauninu og stikla á hraunstríkum, svo að ekki sáust spor hans, enda mistu þeir af honum og leyndist hann í hraun inu um nóttina. Ekki gáfust Reyk- víkingar samt upp við þetta og var nú safnað enn meira liði til leitarinnar að Arnesi. — Um kvöldið var sent til Hafn- arfjarðar, um Álftanes og í Garða- hverfið að smala mönnum og skip- uðu þeir sjer kringum hraunið um nóttina, því að ekki átti Arnes að sleppa. Allan daginn eftir var hans leitað, en alt var það að árangurslausu og að svo búnu fóru leitarmenn hver heim til síu og þótti ver farið en heima setið. Ekki var grunlaust um, að ein- hverjir þarna ekki langt frá hefðu hjálpað Arnesi og leynt honum, og voru hjónin á Hofsstöðum tek- in föst og sökuð „um bjargir“ við Arnes, en að lögum mátti honum enginn bjargir veita eða verða honum að nokkru liði, og er það harla einkennilegt þar sem hvergi sjest að hann hafi þa verið dæmd- ur fyrir þjófnað. Þessi Hofstaða- hjón meðgengu það, að þau hefðu „haldið Arnes á laun“ tvo eða þrjá vetur, soðið fyrir hann mat- vadi og hjálpað honum á ýmsa' vegu. — Sýslumaður í Gullbringu- sýslu var þá Guðmundur Runólfs son, Jónssonflr frá Höfðabrekku. Hann hafði þessi mál með hönd um og dæmdi hann hjónin á Hofs- stöðum í miklar fjesektir fvrir það að hafa liðsinnt þessum hæl- islausa afbrotamanni. — Um þess- ar mundir var mikið um þjófnaði á Suðurlandi og var það inest kent útileguþjófum, en samt var það nú ekki fvrr en eftir þetta að Arnes lagðist út fyrir fult og alt, og yfirgaf mannabygðir. — ★ Það er nú af Arnesi að segja, að hann leyndist í Hafnarfjarðar- hrauni altaf meðan á leitinni stóð og leitarmennirnir voru þar að verki og úr hrauninu fór hann ekki fyr en leitinni var hætt og allir voru farnir heim til sín. Áð- ur en hann yfirgaf hraunið faldi hann vel og gróf peninga sína, en þeir höfðu verið í pokanum, sem Bústaðabóndinn danski hafði hrifs- að frá honum, þegar hann kom að honum sofandi í þófaramyll- unni, og honum hafði verið svo annt um að ná aftur. — Ekki þorði Arnes að hafast við i nágrenni höfuðstaðarins, en brá sjer inn fyrir Hvalfjörð og gjörð- ist nú útilegumaður. Hann bjó þá um sig í Akrafjalli og þar var hann um hríð og stal sauðum og öðru, sem hann náði á bæjunum. 'Akurnesingum þótti Arnes enginn aufúsagestur í fjallinu hjá sjer og fóru þeir nú að kvarta sáran und- an aðförum hans, því að illar urðu brátt fjárheimtur og liurfu margar kindur. Það er sagt að Arnes hafi haldið sig þrjá vetur í fjallinu, en sá orðrómur lá á, að hann ætti athvarf hjá Þórði bónda á Efri-Fellsöxl í Skilamanna- hreppi, en sá bær var við íjallið. Menn þóttust oft sjá ókunnugan mann á ferli úti, seint á kvöldin í Fellsöxl og þóttust vita að þetta væri engin annar en Arnes og var honum því kennt um, að oft hurfu þvottar á bæjum á nóttunni. Svo var það eitt vorið, að menn voru orðnir langþreyttir og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.