Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 6
246 LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 Eftirleit í Þórsmerkur óbygðum Eftir Einar Guðmundsson Niðurl. Næsta dag, mánudag, A-ar að nýju heiðríkja og frost hjelst sem áður. Þá gengu leitarmenn á Goðaland og Merkurtungur. Þeir fundu 13 A’illinga, sem þeir tíndu saman með hundunum, bundu saman tA’o og tA'o og ráku síðan til rjettar. Á þriðjudag hjelst sama A'eður. Leituðu þá þrír þeirra fjársins, sem slapp annan leitar- daginn við Slvppugil, fundu það A’ið Búðarhamar, ráku það niður Stangarháls og í Stekk. Hinir tveir leitarmanna gengu í Teigs- og Múlatungur, fundu ekkert fje og komu því hinum til hjálpar. — Leitarmenn gengu aldrei í Al- menninga, því að þeir sáu, að fjeð, sem slopið hafði þangað í miðleit, var komið fram. Sumir villing- anna, sem þeir fundu, gengu úti allan veturinn fyrir, og hafði þeim fjölgað, því að ærnar voru vel hrýttar í óbyggðunum. Að með- töldu fjenu, sem leitarmenn fundu í Mörkinni, var safnið orðið 68 kindur alls. Fjeð var mjóslegið og hálfhungrað sökum hagleysis, er þeir fundu það, og það varð að bíða í svelti í rjett meðan á leit- inni stóð. Leitarmenn gátu því eigi verið lengur á fjalli, enda hafði ekki verið ráð fyrir því gert, ir, að áður en Evvindur rak þá fjelagana frá sjer, hafi þau öll verið komin í ógurlegustu sveltu og þá hafi Halla krafist þess af honum, að hann sæi fyrir bai'ni þeirra svo að það dæi ebki úr sulti, en Eyvindur hafi þá neitað því harðlega og beðið Arnes að ganga frá barninu. Arnes á að hafa tekið þessu fjarri í fyrstu og sagt að rjettast væri að sá hefði af vandan, sem barmð ætti, en svo er sagt að Arnes hafi þó að lokum lógað barninu og dysjað það í snjóskafli, en hvað satt er í þessu verður ekki vitað. — Næsti vetur eftir að hreysið var brennt vistir og hey höfðu þeir í upphafi til sex daga, og var hvort tveggja að þrotum komið; þeir höfðu nú verið degi lengur en ætlast var til, þar eð fyrsti smaladagurinn fór til ónýtis. Einn hundanna reyndist einkar vænn í leitunum, liann rakti spor kinda, sem hann sá ekki, stökk framan að villing- um og lagði þá og hjelt þeim, uns maður kom að, leysti hann af hólmi og sendi hann síðan í næstu kind. Stundum vildu hundarnir verða þungir á sjer, er snjór og klaki hlóðst í þá eftir volkið í ánum, svo að þá sílaði; en þeir rifu klakastönglana af sjer eftir mætti með tönnunum og alþiðnuðu á nóttum, allir nema vænsti hund- urinn, sem þorði aldrei inn í bólið. ★ Að morgni miðvikudagsins 11. desember var enn frost og heið- ríkja, og týgjuðu leitarmenn sig heim. Framan af degi höfðu þeir villingana bundna saman, tvo og tvo, en leystu þá, er fjeð tók að lýjast, og kom það ekki að rneini. Það þótti fyr meir einhver mesta hátíðarstund ársins að sjá söfn, — einkum fyrsta safn — renna fram; sumt fólk beið þá tímum var öllum þessum útlögum erfiður. Eyvindur og Halla lentu þá í mesta sultinum og þáð var vorið eftir að hesturinn kom að kofa- dyrum þeirra á annan dag páska og bjargaði það þeim frá hungur- dauða. — Arnes og Abraham röltu allslausir út á auðnir öræfanna, en svo skildu þeir brátt. Hvað varð um Abraham vita menn ekki, en líklegt er talið að hann hafi farið til byggða,, flakkað þar og logið til nafns síns, eða að einhver góður maður hafi þá skotið yfir hann skjólshúsi. — (Framh.). saman eftir að sjá safnið renna fram hæðir og ása, líkt og A’atns- mikla breiða elfu, sem steypist í fossum og flúðum. Og enda þótt þessar 70 kindur væru enginn stærðar hópur móts við fyrsta safn, þá höfðu leitarmennirnir lagt sig í hættu og harðrjetti að forða þeim frá að falla úr hungri eða krókna á fjöllum uppi. Þá er leitarmenn komu að Stórumörk í rökkrinu, var mönnum og skepn- um tekið þar forkunar vel. Morguninn eftir var komin asa- hláka af suðri og hvassviðri. Leit- armennirnir fjórir voru veður- teptir í Stórumörk fram undir kvöld. En margt villinganna lærði nú nauðugt viljugt átið. Og þeg- ar jörð var orðin mórauð, og fjeð var sent á haga í sumarblíðu að kalla, þá urðu villingarnir að hír- ast við jötu í skuggalegum húsum og læra aðra siði en þeir höfðu tamið sjer inni við Slyppugil og Búðarhamar á Þórsmörk. ORÐAVÍXL. Jón stúdent var mjög kurteis maður. En honum hætti við að nota útlend afsökunarorð, er hon- um varð eitthvað á. Eitt sinn er hann iagði leið sína eftir Austurstræti, sjer hann Jón- ínu, yndisfagra stúdínu, koma 4 móti sjer iit strætið. En þar sem Jón var hrifnæm sál, hitnaði hon- um nú þegar um hjartaræturnar. Ákvað hann að taka sem virðu- legast ofan fyrfr stúdínunni, er hún sigldi framhjá. En er Jón lyfti húfugarminum fyrir Jónínu, varð árekstur milii þeirra — hann hafði farið heldui nærri. Hraut þá Jóni afsökunarorð af vörum — á erlendu máli. Hann ætlaði að segja: Excuse me, en sagði í þess stað: For Eksempel!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.