Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1941, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1941, Blaðsíða 3
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS 387 ívar Guðmundsson og Sir Patrick Hannon fyrir utau Magna Charta- Jierbergið. Yfir anddyrinu stpndur: „Þetta er Magna Charta, sem Jó- hann konungur undirritaði á þessari ejrju þann 15. dag júnímánaðar jiað Herrans ár 1215, vera ameríski útvarpsfyrirlesarinn frægi, Raymond Graham-Swing. sem staddur var í London um þess ar mundir. sem fólkið var að bíða eftir með myndavjelar og eigin- handarundirskriftarbœkur.) Það reyndist nokkuð sögulegt ferðalag út til Magna Charta-eyju, því við viltumst og gekk okkur mjög illa að finna hina sögufrægu evju. Það var ekki fyrir hand- vömm leiðsögumanna okkar, að við viltumst af leið, Jrví sannleikurinn er sá, að það er hreint ekki auð- velt að rata á vegum Englands síðan vegaskiltin voru tekin niður. Enginn fylgdarmanna okkar liafði áður komið til Magna Charta eyju og Jiað var því ekki furða þó við ækjum heim að „vitlausum herragarði", eins og einum okkar varð að orði. Þar var okkur sagt til vegar og leið þá ekki á löngu þar til við komumst á rjettan stað. En eitt átti jeg bágt með að skilja og j)að var, að til þess að komast út á eyjuna var aldrei farið yfir vatn, og er mjer næst að lialda, að „Magna Charta-evja“ sje nes, sem skagar út í Thames, en ekki eyja. ★ MAGNA CHARTA var okk- ur tekið með miklum inni ieik. Fiestir gestirnir voru komn- ir og sátu eða gengu um undir hinum skuggasælu trjám í skraut garðinum fyrir framan húsið. Flestir gestanna voru aldraðar konur. Sir Patrick og Lady Hann- on kvntu okkur fvrir þeim, en þó skömm sje frá að segja, þá man jeg ekki eitt einasta nafn þeirra nú. Boðið var te og sætar kökur og síðar límonaðidrykkir. Ekki voru þarna aðrir karlmenn en húsbóndinn og þrír prestar, fyr en við bættumst í hópinn. Jeg spurði einn af fylgdarmönnum okkar. hvernig stæði á því, að ekki væri neitt ungt fólk þarna með. Hann svaraði með þessum þremur orð- um: „Það er stríð“. Hefðarfrú ein — það þykir ekki kurteisi að geta um aldur kvenna — tók mig tali og sagði: „Jeg var að lesa um vður í blað- inu. En hvað það er gaman að kynnast yður. Þjer eruð maður- inn, sem borðar hafragraut í hverja máltíð, er ekki svo, Jeg skal nefnilega segja yður, að mjer þvkir ákaflega góður hafragraut- ur og borða haun á hverjum degi“, Jeg varð að hryggja frúna, því þótt útlit mitt kynni að benda til þess, að jeg væri hafragrautsæta. þá væri sannleikurinn sá, að jeg hefði litlar mætur á þeirri fæðu- tegund. Það mun ekki vera neitt leynd- armál, að það var vinur minn Olafur Friðriksson, sem fjekk á sig orð fvrir að honum þætti góð- ur hafragrautur. En í þetta skifti gat hann ekki verið með okkur, þar sem hann vár að tala til Dan- merkur í útvarpið frá London. Þarna var önnur frú, sem jeg talaði við nokkur orð. Hún hafði mist son sinn í bardögunum á Krít, sem Jiá voru tiltölulega ný- afstaðnir. ★ Aunars snjerist samtalið hjer sem annarsstaðar mest um ísland. Allir vildu fræðast um land og þjóð, enda var kunnugleikinn hjá flestum ekki upp á marga fiska. Hver og einn einasti Breti, bæði karl og kona, sem jeg ræddi við í Englandi, spurði hvernig bresku hermennirnir á íslandi kæmu fram og þótti vænt um að heyra, er þeim var borin vel sagan. Það var aðalatriðið í augum allra heima í Bretlandi, að hermennirnir, sem erlendis voru kæmu þannig fram, að til sóma væri fyrir bresku þjóð- ina. Það var skoðun almennings í Bretlandi. að hernám íslands hefði verið nauðsyn, sem ekki hefði verið komist hjá og að ef Bretar hefðu ekki verið fyrri til, þá hefðu Þjóðverjar hernumið iandið. En engan heyrði jeg láta sjer detta annað í hug, en að ís- land yrði aftur frjálst og full- valda ríki eftir styrjöldína. Þegar jeg kom fyrst í þetta te- boð á Magna Charta-eyju bjóst jeg við, eins og drepið er á hjer að framan, að sjá í veruleikanum boð hjá yfirstjettinni bresku, eins og þeim er stundum lýst af höf- undum eins og Woodehouse, en reyndin var öðru nær. Fólkið var eins og fólk er flest. Gömlu kon- urnar voru eins og konur á þeirra aldri gerast annarsstaðar í heim- inurn, þar sem jeg hefi komið. Sumar virtust þreyttar á lífinu. eins og frúin, sem nýlega hafði mist son sinn í bardögunum á Krít Hún hefði eins getað verið ís- lensk móðir, sem hafði orðið fyr- ir þeirri sorg að missa son sinn í sjóinn. Gestrisnin hjá hjónunum á Magna Charta-eyju minti einna helst á gestrisni hjá efnuðum hjón um á sveitabæ á fslandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.