Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1941, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1941, Síða 5
LESBÓK morgunblaðsins ■XT 389 Breskir hermenn og flóttafólk á vegi í Frakklandi. 12. maí, að franski hershöfðinginn Billotte tæki að s.jer vfirherstjórn á þessnni slóðnm. ★ Þann ló. maí gáfust Hollend ingar upp. Frakkar og Belga1- höfðu orðið að láta undan síga og Jiað var ljóst., að ekki var hægt að liakla stöðunni við Dyle. Bill otte hershöfðingi gaf Gort fyrir- tnæli uni að láta uudan síga til Escaut. Gort lávarður heldur síðan á- frani í skýrslu sinui og segir ná kvœmlega frá aðstöðunni og útlit- inu. Gort segir: „Þann 20. maf kom Ironside hershöfðingi. yfirmaður herfor ingjaráðsins breska. Hann kom með þau fyrinnæli frá stjórninni. að breski herinn ætti að þrjóta sjer braut suður til Amiens og að Jtað ætti að ráðlegg.ja Belgum að halda einnig suður á bóginn með sinn ber. Gort skýrði Tronside frá því, að undanhald til Amiens væri ekki framkvæmanlegt. Það myndi hafa í för með sjer,- að herinn þyrfti bæði að verjast að baki og einnig brjóta sjer braut gegnum h.jeruð, sem óvinurinu hefði Jtegar á valdi sínu og hefði komið sjer \el fyrir. Fyrirætlun Weygrands. Um þetta lej-ti tók Weygand hershöfðingi við af Georges. Þann 21. maí slasaðist Billotte hershöfð ingi hættulega í bílslysi. Eftirmað ur hans var Blaucliard. Næstu þrír dagar fórn í að reyna að tefja framsókn óvinar- ius. Þann 24. fjekk Gort lávarð- ur skeyti frá hermálaráðherran- um, þar sem honum er sagt. að forsætisráðherrami hafi átt við ræður við Revnaud og Wevgand hershöfðingja um fvrirætlanir hins síðarnefnda um gagnsókn í stórum stíl. f skeytinu sagði ennfremur: Báðir aðilar eru sannfærðir um. að hægt sje að framkvæma fvrir- ætlanir Weygands og í fram- kvæmd þeirra fyrirætlana liggi eina leiðin til að bada úr ástand inu. Weygand skýrir frá Jivr. að franski VII. herinn liafi sótt frain og náð á sitt vald Peronne, Albert og Amiens. Þrátt fyrir að við ger- um okkur ljóst, í hvílíkri liættu her yðar er og sem hefir verið skýrð fyrir Weygand, er það bráð- nauðsvnlegt að Jijer viunið í sem nánastri samvinnu við hann í fram kvæmd fyrirætlana hans. Skvldi hinsvegar fara svo, að vður væri Jietta á engan hátt mögulegt, ætt- uð þjer að láta okkur vita, svo við geturn skýrt Frökkum frá því og gert ráðstafanir með flota og flug- her. ef svo skvldi fara, að þjer þvrftuð að liörfa frá höfnunum á norðurströndinni. „Menn ættu að taka eftir því“. segir Gort lávarður. ,,að sam- kvæmt símskevtinu skýrði Wev- gand frá að Frakkar hefðu náð á sitt vald Péronne, Albert og Ami- ens. Það kom síðar í Ijós, að þess- ar upplýsingar voru ekki‘rjettar“. Dunkirk. Gort lávarður tekur seiuast í skýrslu sinni til meðferðar undan- haldið frá Dunkirk. Það var þann 26. maí, sem hann ákvað að senda. heim nokkrar hersveitir. sem ekki var álitið að notaðar yrðu í bar- dögum. Gort hívarður lýsir binum ýmsu erfiðleikum, sem voru á Jiví að flytja herinn burt frá Dun- kirk. pnnri höfnin varð brátt ó- uýt. Vatn og matvæli handa hern um varð að flytja frá Englandi og Jiann 28. maí kom fyrsta skipa- lestin. Vegna Jiess hve mörgum skipum var sökt úr lest þessari. komust ekki öll matvælin leiðar sinnar, en Jiað sem komst var vei begið. Það er jafnan talað um undanhald breska hersins frá Dun- kirk. En sanuleikurinn er sá, að herinn var ekki í Dunkirk sjálfri. heldur á ströndinni fvrir utan borgina. Þann 28. maí flutti Gort aðal- herstöðvar sínar til La Panne. Þá var ástandið þannig, að ekki var liægt að afferma birgðaskip í Dunkirkhöfn. Það var ekki hægt að flytja nema fáa særða menn,- en 20.000 hermenn biðu á strönd inni eftir að komast um borð í skip. Þann 29. komu franskir hermenn í stórhópum til Dunkirk. Stjórn þeirra hafði ekki gert neinar ráð- stafanir til að flytja þá. Strönd- in var þakin af liermönnum og til stórvandræða horfði. Gort lá- varður ítrekaði tilmæli sín við breska hermálaráðuneytið um að fá úr því skoi'ið hjá frönsku stjórn inni, hvort hún ætlaði ekki að senda skip til að flytja hermenn sína á brott. Gort gaf síðan út skipun um að jafnt skyldi vfir breska hermenn og franska ganga við brottflutn- ingana. Frakkar fengu tvö bresk skip til umráða Jienna dag og einnig fengu Frakkar Malo-Ies- Bains ströndina fyrir sig. Þann 1. júní fjekk Gort skip- un um að fara heim til Bretlands og daginn eftir var flutningi hers- ins frá Dunkirk lokið. Alls höfðu 211.532 fullfrískir og 13.053 særðir liermenn verið flutt- ir frá Dunkirk og auk þess 112.546 hermenn úr liðum banda- mhnna Breta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.