Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1941, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1941, Side 6
390 LE8BÖK MORQUNBLAÐSINS Mæling áfoks í norðanroki í Haukadal nam á að giska 2500 kg. á hektara á 12 klukkustundum Eftir Hákon Bjarnason, skógræktarstjóra Hinn 16. ágúst í sumar er leið gekk mikið hvassviðri at norð-norðaustri vfir Biskupstung- ttr. Fylgdi veðri þessu mikið mold- fok og stóð það í rúma 12 tím&'. Var jeg þá staddur í Haukadal í Biskupstungum. og kom mjer til hugar. að fróðlegt væri að reyna að fá vitneskju um. hve mikið þærist af sandi, rvki og leir ofan yfir landið. Jeg þekki engar nákvæmar að ferðir til þess að rnæla sandfok, og er reyndar í vafa um, hvort þær sjeu til, en hinsvegar ætti það að gefa góða hugmvnd um ofan- burðinn, að safna rykinu í vatn. Setti jeg því út ílát með vatni í, en yfirborð vatnsins var nákvæm lega 200 fercentímetrar eða úr fermeter. ílátið var sett á sljetta grund, þar sem engin hætta var á misvindum, og eins var hvergi um skjól að ræða í nánd við það. í skjólunum er of- anburðurinn ávalt mestur sero kunnugt er, og því er mest um vert að forðast þau, ef fá á sanna mynd af sandfalli. ílátið Arar fvrst sett út kl. 10 að morgni og látið standi úti í þrjá klukkutíma. Veðrið hafði þá stað- ið í tvo tíma með miklum ofsa. Kl. 1 var ílátið tæmt, en kl. 2 var það sett út aftur og látið standa til kl. 5. Upp úr hádeginu lægði veðrið nokkuð, en moldfok var allmikið langt fram eftir kvöldi og svolít- ið fram á næsta dag. Moldfokið stóð af heiðunum innan við Haukadal, og lagði mökkinn niður milli Bjarnarfells og Tungufljóts. Þegar það var mest, var álíka dimt og í skamm- degi, og skvgni var frá 200 upp í 2000 metra, eftir því, hver veður- hæðin var. Eftir því, sem jeg gat best gert mjer grein fyrir, virtist moldfokið vera mjög svipað á að minsta kosti 1500 hektara stóru svæði. Það fór rjenandi eftir því. sem neðar dró, en samt gætti þess mikið í Tungunum og alla leið of- an í Gríinsnes, og mjer er ekki grunlaust um, að mikið af moid hafi borist alla leið ofan í Flóa og út á sjó. Þegar mold sú, sem safnaðist í ílátin þennan dag, var þurkuð og vegin, kom í ljós, að fyrri þrjá tímana söfnuðust nærri 2 grömm. en þá síðari rúmlega 0.5 gramm. (Nákvæmlega 1.978 g og 0.541 g). Þetta virðist ekki rnikið í fljótu bragði, en þegar reikna á í hektur- um og hundruðum hektara lands. verður annað uppi á teningnum 2 grömni á 200 fercentimetra jafn- gilda 1 kílói á 10 fermetra eða 1000 kg á hvern liekktara. Hjer voru að minsta kosti 1500 hektarar. sem urðu fyrir jafnmiklu foki og staðurinn, sem ílátin voru á, og hafa þá borist um 1500 smá- lestir af mold og leir á þetta svæði á 3 tímum. Sje nú tekið meðaltal af fyrri og seinni mælingunni þennan dag, koma um 1250 kg á hvern hektara á 6 tímum. Þar eð mikið moldfok stóð í rúma tólf tíma, má gera ráð fyrir, að um 2500 kg hafi borist ofan á hvern hektara lands á þessu svæði. Ekki eru nokkur tök á að giska á, hve mikið afmoldhefir borist lengra. en það má undarlegt vera, ef það 'rofir ekki verið margfalt meira. Un með þessum útreikningi ættu um 3750 smálestir af mold að hafa borist á 1500 hektara lands á 12 tímum. Þótt ekki sje hægt að byggja mikið á tveim mælingum, sem þess um, og engar ályktanir af þeim hægt að draga, hljóta þær þó að vera ýmsum íhugunarefni. Því að það. sem bljes ofan af heiðum þennan dag. var ekki annað en gróðrarmold, sem til skamms tíma liefir borið ágætis sauðgróður. Mælingarnar gefa dálítið hugboð um, hve ört landið blæs upp, þeg- ar viudur mæðir á hálfblásnu og óvörðu landi. Innan girðingarinn- ar, sem sett var upp í Haukadal fvrir 3 árum, voru stungin niður moldarrof á 2 km löngu svæði og hrís lagt í aðal uppblástursgeir- ana. Eftir þetta mikla rok voru engar skemdir að sjá á þessu landi, en hrísið hafði dregið að sjer óhemju af mold og sandi, sem annars hefði fokið lengra. Þetta sýnir, að einfaldar og ódýrar að ferðir má nota til þess að verja gróðurlendið. Þótt við höfum girt og friðað milli 60 og 70 þús. hektara lands á síðari árum, sem að mestu hafa verið örfoka eða legið undir bráð- íim skemdum, er það ekki nema brot af því, sem vera ætti, ef við ætlum að sitja land þetta án þess að það haldi áfram að blása upp og ej’ðast. Jeg held, að það sje varlega á- ætlað að geta þess til, að mold sú. sem fauk ofan af heiðum Hauba- dals þetta eina dægur, hafi verið langtum meiri að smálestatölu held ur en aliur íslenski skipafotinn samanlagður. Og hvað mun þá ekki geta fokið af góðr.i gróðrar- mold af stóru uppblásturssvæðun- um í nokkrum hörðum veðrum? Og hvað mun ekki blása af land- inu árið um kring? Því er eðlilega ekki hægt að svara, en vel má vera, að þá menn sundli, sem reyni að gera sjer Ijóst, hvilík ó- hemju verðmæti fara út í veður og vind á þennan hátt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.