Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1941, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1941, Qupperneq 8
464 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Við nyrsta haf Baðströnd við ístaafið. Framhald af bls. 458. róið, ef beita er til. Annars er erfitt að geyma beitu hjer til lengdar, því að frystihús er ekki á staðnum, en ferðir strjálar til lands. En þegar stærri bátamir fiska vel og, vitað er um fisktöku- skip í landi, þá fara þeir með afl- ann og selja. Svona líða dagamir. Og svo kemur landlegan. Þá dett- ur einhverjum í hug, að mál sje komið til þess að „fá sjer snún- ing“. Það er fljótgert að fá hús- plássið og harmonikuleikarann — hvorttveggja ókeypis. Þá eru skrifaðar auglýsingar og gengið með þær milli bæja. Fólkið tínist að, unglingar og fullorðnir, og allir dansa og skemta sjer — ó- keypis. Þetta er lygilegt nú á dögum, en þó satt. Og starfsdagurinn langi — sumarið — líður. Fyr en varir er komið haust. ★ Þokuslæðingur og rigningar- suddi. Flóabáturinn „Ester“ ligg- ur úti á víkinni, en smærri vjel- bátar flytja farminn úr honum í land. Það er tryggast að hafa sig um borð í tæka tíð, því að hver ferðin getur orðið síðust fram í „Ester“, og hamingjan má vita, hvenær næsta ferð verður til lands. Þó er ekki nein óraleið til landsins, eins og hægt væri að láta sjer detta í hug, þegar mað- ur situr og les brjefin, sem kann- ske hafa verið á annan mánuð að ná ákvörðunarstað .... „Ester“ er á leið til lands. Það er gaman að standa uppi á þilj- um og virða fyrir sjer þá staði, sem maður hefir reikað um í sum- ar, hvernig alt útlit þeirra virðist öðruvísi að sjá hjeðan. Lítill árabátur er skamt frá okkur. Maður stendur í honum með færi sitt og íiskar. Þarna tekur hann spriklandi þorsk af önglinum. Hann hættir fiski- drættinum um stund og horfir á póstbátinn. Svo tekur hann ofan húfuna sína og veifar í kveðju- skyni. Já, kæra þökk fyrir sumar- ið, og kræktu nú í stóra lúðu næst þegar þú rennir önglinum. Enn á ný horfi jeg svo til eyj- arinnar og tel upp fyrir mjer þá bæi sem sjást. Innan skams hverfur Grímsey sýn, en þá vil jeg eiga skýra mynd af henni í minningum mínum, og þegar jeg bráðum er kominn á ný í marg- mennið, þá ætla jeg að hvíla mig við að láta hugann hvarfla frá götuys og göturyki bæjarins, til kyrlátra og sólríkra sumardaga við nyrsta haf. Gamalt máltæki frá Vínar- borg: „Við hverju er hægt að bú- ast af degi, sem hefst á því að inaður verður að fara á fætur snemma um morguninn“. ★ Hjón voru í kvikmyndahúsi. Eftir mikil ástaratlot og kossa í myndinni hvíslaði konan að manni sínum: „Af hverju ert þú aldrei svona góður við mig?“ „Veistu hvað manninum er borgað mikið fyrir að gera þetta?“ svaraði eiginmaðurinn. Clark Gable átti ekki fyrir bensíni. vikmyndaleikarinn Clark Gable hefir sagt eftirfar- andi sögu af sjálfum sjer: Kvöld nokkurt, er jeg var blá- fátækur aukaleikari, tók jeg eftir laglegri stúlku, sem líka var aukaleikari. Jeg bauð henni að aka henni heim í bílskrjóði, sem jeg átti. Á leiðinni raupaði jeg af ríkum ættingjum sem jeg ætti, og sagði henni að jeg væri að leika í kvikmyndum að gamni mínu. Okkur var farið að koma vel saman, er hræðilegur sann- leikur rann upp fyrir mjer svona um mílu vegar frá heimili henn- ar. „Jæja“, sagði jeg í uppgerðar- tón. „Hjerna beygi jeg. Bless“. Jeg stöðvaði bílinn. Hún fór út~ og jeg ók hratt fyrir næsta hom. Þar stóð bíllinn í 3 daga þar til jeg hafði safnað saman aurum til að kaupa bensín á hann. Stúlk- an var Janet Gaynor, og ávalt síðan þetta kvöld hefir hún látið sem hún þekti mig ekki. Það get- ur verið að jeg sje með einhvern uppgerðarhroka ,en jeg hefi aldrei fengið mig til að segja henni sannleikann um það hvers vegna jeg ljet hana ganga heim til sín. ★ Gregory var sjóliði í Banda- ríkjaflotanum. Hann var meðal- maður vexti og ekkert sjerlega mikill fyrir mann að sjá. Kvöld eitt er hann var í landleyfi fór hann inn á litla vínstofu og sagði með myndugri rödd svo allir við- staddir máttu heyra: „Þegar Gregory fær sjer drykk, fá allir drykk“. Þeir sem á vínstofunni voru þyrptust að vínborðinu, þjónninn fylti glösin og allir drukku. Gre- gory fór því næst með hendina í vasa sinn, lagði pening á borðið og sagði: „Og þegar Gre- gory borgar, borgar hver fyrir sig“. Síðan gek hann út án þess að líta til hægri eða vinstri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.