Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1943, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1943, Blaðsíða 2
226 sagði nijer á efri árum, að þar hefði hann sjeð mesta tvísýnu á lífi sínu vegna ónógs viðurværis. Fann hann mjög á mætti sínum og varð húsbændum hans loks ljóst, að hjer þurfti úrbóta við. Var þá gripið til þess ráðs að bæta hon- um upp fæðið með einum kaffi- bolla af nýmjólk á dag. Taldi hann þetta hafa bjargað lífi sínu. Annað var það, sem Jóhannesi þótti á skorta hjá húsbændum þessum, einkum bónda, en það var mann- úðleg umgengni. Hafði hann uppi ýmsa hrekki við drenginn, sem ekki mátti af sjer bera. Sá var einn, að hann hafði endaskifti á honum, hjelt um fæturna og stakk höfðinu niður í vatn, svo að munn- ur og nef voru í kafi. Var hann oft nær köfnun, er bóndi hætti leikn- um, en þá kvaðst hann hafa heitið sjálfum sjer að biðjast aldrei vægð- ar, þó að það kostaði líf sitt. Vist Jóhannesar á heimili þessu lauk svo, að hann fór þaðan nokkru fá- tækari en hann kom þangað, að líkamlegum verðmætum, eri ríkari að reynslu og andlegu þreki, því að kaldlyndir húsbændur og vönt- un á mannúðlegri aðbúð höfðu stappað í hann stálinu og meitlað þá ákvörðun í hug hans, að láta aldrei undan síga fyrir neinum og hefna fyrir hverskonar mótgerðir og ósanngirni, ef hann mætti því við koma. Taldi hann sjálfur þessi ár hafa skift sköpum í lífi sínu. Hefðu þeir tveir kostir verið fyrir hendi, annaðhvort að verða aum- ingi og undir í lífsbaráttunni, eða hitt, sem ofan á varð, að skapa sjer olnbogarými og sjálfstæða aðstöðu í lífinu, en liggja dauður ella. — Tókst honum þetta svo, að hann varð stórum fremur veitandi en þiggjandi, einkum síðari áratugi æfinnar og galt ríkulega fyrir sig bæði gott og illt, svo að flestir, sem fyrir urðu, máttu finna til með þeim hætti, að eftirminnilegt varð. Skulu nú rakin hjer nokkur at- vik til sannindamerkis. Nokkru fyrir fermingu var Jó- hannesi komið fyrir hjá ólafi presti Pálssyni á Melstað. Skyldi Jóhannes læra þar undir fermingu og vinna þó fyrir framfæri sínu. Um læru a.iinn iór þannig, að hann LESBÖK MORGUNBLAÐSINS varð enginn, því bæði var nem- andinn þrjóskur og sneri meinlega út úr því, sem hann skyldi nema, og svo varð lítill sem enginn tími aflögu frá snúningum og vinnu á stóru, umfangsmiklu heimili. Sjera ólafur var ljúfmenni hið mesta og góður hjúum sínum. Frú Guðrún kona hans var talin skap- stór og nokkru eftirgangssamari ura afköst hjúanna, enda mæddi búskaparamstrið meira á henni. — Talin var hún og nokkuð fljótfær, ef margt kallaði að í einu. Hjá þessum prestshjónum mun Jóhann- es hafa verið 2—3 ár. Smalaði hann kvíjaám á sumrum, en hirti fjós á vetrum og var auk þessa hafður mjög til snúninga. Eitt sumar, er Jóhannes * var hættur að sitja hjá ánum en smal- aði þeim siðari hluta dags, var það kvöld nokkurt, að hann vant- aði nokkrar ær. Hafði hann leitað um alla heimahaga, þar sem þeirra gat verið von, þegar hann rak vísu ærnar heim. Prestskonu varð illa við, er henni var sagt frá hvarf- inu. Hafði hún þau orð um, að smalinn mundi ekki hafa leitað trú- lega. Næsta dag leitaði Jóhannes ánna, sveimaði hann víða og spurði eftir ánum á næstu bæjum. Gekk svo þann dag allan, að leitin bar engan árangur og þótti honum sýnt, að ærnar hefðu strokið á heiðar, en þangað er alllangt frá Melstað. Smalaði hann vísu ánum heim á kvíar um kvöldið og sagði sem var, að ekki hefði hann ærn- ar fundið. Prestkona hafði hörð orð um og kvað hann mundi leitað hafa af lítilli kostgæfni. Kvaðst hún skyldi sjá við prettvísi hans, færði honum nýja leðurskó og mælti svo um, að hann skyldi leita enn og ekki koma heim fyr en hann hefði fundið ærnar eða gatgengið skóna að öðrum kosti. Yrði þá ekki um að villast að hann hefði lagt sig fram við leitina. Jóhannes tók við skónum og hugsaði ráð sitt. Morguninn eftir lagði hann af stað og stefndi á Hrútafjarðarháls. En er hann var kominn nokkuð frá bænum, svo að leiti bar á milli, beygði hann af leið, og gekk út í Steinstaðaárgil, sem er skamt frá Melstað, og hjelt þar kyrru fyrir um daginn. Valdi hann sjer tvo hnöttótta steina þar í gilinu og barði botnana úr leður- skónum, svo að ekki varð annað sjeð, en að þeir væru slitnir af mikilil göngu. Kom hann heim um kvöldið og þóttist lúinn mjög, sagði hann leit sína árangurslausa, en sýndi prestskonu skóna, sem voru gatslitnir. Lauk hún miklu lofsorði á gönguþol hans og kvaðst sjá, að ekki hefði hann dregið af sjer um leitina að þessu sinni. — Skyldi nú við svo búið sitja. Heimilið á Melstað var mann- margt í tíð þeira prestshjóna, því þar var fjöldi vinnuhjúa og auk þess voru börnin mörg og öll kom- in á legg um þetta leyti. Synirnir voru fimm: Páll, er síðar varð prestur og prófastur, fyrst að Prestsbakka í Hrútafirði en síðar í Vatnsfirði, Ólafur, síðar prestur í Garpsdal og á Staðarhóli, Theo- dór, var lengi verzlunarstjóri á Borðeyri, Stefán, sem bjó um skeið á Brandagili og var hreppstjóri í Staðarhreppi, og Þorvaldur, er lenig bjó á Þóroddsstöðum og var hreppsstjóri um langt skeið. Þeir bræður voru aldir upp í miklu eftirlæti, var þeim lítt haldið til líkamlegrar vinnu, enda virtust þeir lítið hneigðir fyrir hana að fráteknum Þorvaldi, sem var hinn mesti vinnuþjarkur ala æfi. Sama mátti reyndar segja um Pál, eftir að hann gerðist bóndi og prestur. Þeir bræður voru glensmiklir og kvað Jóhannes þá oft hafa gert leik til sín og stundum með óvægi- legum atvikum. Hefði sjer þó ver- ið vel til þeirra allra og má af því marka, að þeir voru drengskapar- menn, sem síðar reyndist. Oft höfðu þeir bræður það að leik, að láta hann á bak hinum trylltustu ótemjum, lá stundum við slysi, en með tímanum skap- aði þetta leikni, svo að ótemjurn- ar komu honum eki af sjer, hvern- ig sem þær reyndu, fyr en hann sjálfur vildi. Annar leikur þeirra var að láta hann á bak húsvönum hestum, beislislausum og reka þá síðan á harða spretti inn um húsdyr. — Þurfti þá oft hraðar hendur að ná taki á húskömpum og verða eftir, er hesturinn skaust inn úr dyrunum, en annars voru bonum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.