Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1943, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1943, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 311 Ekki voru þessi vistferli að vilja þeirra byggðarmanna, sem áttu sauðfé í heiðinni, óttuðust þeir, að það yrði fyrir ónæði. Eigi lifði Sigurgeir mjög mörg ár í Hraun- tanga, því að hann andaðist sum- arið 1916. Þá var Sesselja farin frá þeim feðgum. Og bjó Niels síðan einn með konu sinni og börn- um þeirra í Hrauntanga þar til vorið 1943, alls 32 ár. Án efa voru það landgæðin, sem heilluðu þá feðga, Sigurgeir og Niels, inn í víðáttu heiðarinnaiv Þar er góð afrétt og allmiklar slægjur, þó að engið hafi fremur gengið til þurðar í seinni tíð. Hrauntanga túnið er að vísu lítið hefur gefið af sér tæpt kýrfóður árlega. En taðan var afar kraft- mikil, eins og bezta taða á Sléttu. Túngresi er að jafnaði lágvaxið, eins og menn vita, upp til heiða og á útnesjum, þar sem kalt er. En það er kjarngott. Bezta útheyið sem Niels taldi sig geta aflað, var leguviður. En svo nefnnir hann rauðvið, sem liggur flatur vegna snjóþyngsla í heiðinni. Þessi viður er bezta fóður, næst smátöðu. Skal nú vikið að búskapnum í Hraun- tanga. Er Sigurgeir flutti í Hraun- tanga, taldi hann fram til lausa- fjártíundar 25 ær með lömbum, 10 ær lamblausar, 6 sauði, 13 geml- inga, og 1 hross, en enga kú. Lengi vel voru hafðar ær í kvíum, og rak bóndi þær með sér ú engið og gætti þeirra jafnframt slættin- um. Bráðlega fékk hann sér kú og fáeinar geitur seinna. Loks var fráfærunum hætt, því að örðug var pössunin á ánum. Misjafnlega var gott til beitar eftir árferði. Þóttu þrír baggar eins góðir handa kindinni í Hraun- tanga og tveir á Valþjófsstöðum. Veturinn er mörgum vikum lengri á heiðinni en niðri í byggð og snjó- þyngsli miklu meiri. Harðasta vor- ið, sem Níels bjó í Ilrauntanga, 1916, fór hann með féð ofan í Núpasveit, til þess að bjarga því mánuð af sumri. Var það þá búið að standa inni í 30 vikur. Og hvergi sá á dökkan díl, snjódyngjan margra álna þykk. örðugt mun það hafa verið að koma fénu alla þessa leið í ófærðinni. En verkefni Halldóru var ekki heldur ómerki- legt. Hún var ein heima með börn- in og nokkrar kindur, kú og hross, en nálega heylaus. Þá varð hún svo aðþrengd vegna fóðurskorts, að ekki virtist annað til ráða en gefa kúnni fjallagrösin, sem til voru. Eftir mánuð kom Níels heim með féð. 1 10. viku sumars kom enn áfelli og varð þá að sleppa kind- um vegna hættu í gröfunum heima, vestur að Kálfafjöllum. Þetta var versta árið. 1936 var líka snjóæ vetur. Þá var fé ekki rekið frá húsum í 18 vikur samfleytt. Kjörum heiðarbúanna verður ekki lýst að gagni, nema gerð sé nokkur grein fyrir húsakynnum þeirra. Þau voru allt annað en glæsileg: lítill torfbær með lágum og dimmum göngum, baðstofu ein- hólfaðri, gisinni og rakasælli; tvö fastarúm, sitt undir hvorri súð, eitt lítið borð, en engin önnur húsgögn, fjós undir palli til upphitunar, því að enginn var ofninn fyrr en síð- ari árin; hlóðareldhús, seinna elda- vélarkríli. Bærinn lak í illviðr- um, fór að mestu leyti í kaf strax í haustsnjóum, svo að grafa varð djúp göng niður að bæjardyrun- um. Á næstliðnum árum voru við- ir svo teknir að fúna og veggir að sligast, að húsráðendur óttuðust framar öllu öðru hrun bæjarins. Súðir og þil voru gegnvot, og fjal- irnar í gólfinu gengu á misvíxl, þegar á þær var stigið. En baulið í kúnni heyrðist upp um rifurnar. Oft og mörgum sinnum hafa þeir heiðarbúarnir átt misjafnri vist að fagna í hreysi sínum. Það er í frá- sögur fært, að síðasta gamlárs- kvöldið, sem þau bjuggu í Hraun- tanga Níels og Halldóra, máttu þau sitja í myrkri og kulda skammdeg- isnæturinnar. Þau höfðu ekki tök á að kveikja á ljóskerinu, þar eð synir þeirra, sem höfðu það starf með höndum, voru fjarverandi. En vegna ofviðris sló öllum reyk niður í ofninn, svo að ekki var auðið að láta hann ylja upp baðstofukytr- una. Má geta nærri, hve dapurleg nýárshátíðin hefur verið. • En „það er lakur skúti, sem ekki er betri en úti.“ Margir eru þeir, vegfarendurnir, sem fegnir hafa orðið húsaskjóli og aðhlynningu í Ilrauntanga. Meðal þeirra hafa raunar verið nokkrir uppskafning- ar, sem létu sér fátt um finnast salarkynnin og veitingarnar. Einu sinni kom þar dálítil sveÞ manna illa til reika í húðarrignin^u. Mað- ur einn í hópnum bað um sérher- bergi og lézt ekki geta matast vegna þess, að hann fékk ekki hnífapör. öðru sinni kom þar veg- farandi, sem bölvaði stygglega, þegar hann gekk í bæinn, og sagði: „Rek eg mig enn í andsk. moldat- vegginn!‘ ‘ En þetta eru undan- tekningar. Flestir hafa sætt sig vel við aðstæðurnar og tekið með þökkum því, sem þeim var í té látið af ljúfmensku og velvild. Sá, er þetta ritar, kom að Hrauntanga í fyrsta sinni fyrir rúmum tveim tugum ára, en síðast á næstliðnu vori, /þann 12. mai. Ávallt hefur hann mætt hinum alúðlegustu við- tökum, eins og allir gestir Hraun- tanga-hjónanna. Undir þaki þeirra hafa notið skjóls háir sem lágir, allt frá umkomulausum förumönn- um upp tii'æðstu og menntuðustu borgara þjóðfélagsins. Þau minn- ast með ánægju lítillætis og kurt- eisi Pálma Hannessonar rektors og konu hans. Þau hafa sagt mér frá því, er Þórhallur heitinn Jóhannes- son læknir kom til þeirra og bað um mat. 1 kotinu var ekkert til nema þurt brauð. Hann spurði, hvort ekki væri til svo lítið sem tólgarmoli við því. — Nei. En lík- lega mátti ekki bjóða honum ný- soðinn hafragraut með súru skyri því að mjólkurlaust var. Læknir- inn þá skyrið með þökkum — og borðaði með beztu lyst. Án efa hafa þessi góðu hjón bjargað lífi og heilsu margra manna. Einhverju sinni snemma morguns komu að Hrauntanga tveir menn, karl og kona, sem höfðu verið að villast alla nóttina, en loks fundið bæinn. Voru þau mjög hart leikin, einkum konan, en háttuðu strax ofai^ í rúm og hrestust fljótlega. Fleiri svipuð dæmi mætti nefna. Það skal þó látið ógert. En þeir, sem koma að Hrauntanga og heyra frá því sagt að þar hafi gist margt manna sam- tímis, skilja ekki, hvernig fólkið hefur komist fyrir í hreysinu. Og ef þeir spyrja, hverju þetta gegni, svarar Halldóra: „1 Hrauntanga hefur aldrei vantað húsrými“. Á árunum 1887 til 1911, þegar Hrauntangi var í eyði, lá ekki ó-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.